Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 30
miðar eru seldir inn í Opry-
höllina.
Sem dæmi um vinsældir
sveitatónlistar má geta þess
að sjónvarpsstöðin CMT,
Country Music Television,
sendir út myndbönd meö
sveitatónlist allan sólarhring-
inn og nýverið stækkaði á-
horfendasvæðið með sér-
stakri rás á gervihnetti sem
hægt er að ná í allri Evrópu.
Sveitasöngvaiðnaöurinn er
sagður velta meira fé en
nokkur önnur tónlistarstefna.
Poppgoðin fylla hljómleika-
hallir nokkrum sinnum en
sveitasöngvahljómleikar eru
svo vinsælir að dæmi eru um
að stjörnurnar haldi hundraö
og fimmtíu tónleika á ári og
aðgöngumiðar seljist betur en
Bjarni
Dagur
meö
vinsælda-
lista í
höndunum
þar sem
finna má
öll lögin
sem getió
er á
næstu
síðu.
hjá poppurum eða þungarokk-
urum.
Samtök sveitasöngvaiðnað-
arins heita til dæmis Country
Music Association og Aca-
demy of Country Music og
veita verölaun og viðurkenn-
ingar ár hvert. Einstaklingar,
sem aðhyllast sveitatónlist,
geta líka gengið í margs kon-
ar klúbba og gerst áskrifendur
að tímaritum sem mörg hver
fást reyndar í bókabúðum hér.
Nýjustu breytingarnar í
sveitatónlistinni urðu fyrir um
það bil fimmtán til tuttugu
árum þegar hópur sveita-
söngvara yfirgaf Nashville í
Tennessee og sagði skilið við
klíkuna sem þeir kölluöu svo.
Töldu þeir meðal annars að
hljómplötufyrirtækin ríghéldu í
gamlar hefðir og nýir straumar
og stefnur ættu ekki mögu-
leika á aö ná eyrum áheyr-
enda. Willie Nelson varð
einna fyrstur til þess að fara
eigin leiðir.
Þegar ungir tónlistarmenn
tóku að leika sveitatónlist með
nýjum og ferskari hætti varð til
orðið „young-country". Þar
fóru fyrir til dæmis hljómsveit-
in Eagles, Nitty Gritty Dirt
Band og hljómsveitin Poco.
Þetta var nútímalegur hljóm-
AMYNÖBANÐI
Æfingarnar skiptast í upphitun, teygjur, styrkjandí æfingar og
sjökun. Myndbandið er ætlað þunguðum konum allt fíá fyrstu
viku meðgöngu, að fæðingu og eftir fæðingu. Þungaðar konur
verða betur undirbúnar undir meðgöngu og fæðingu og
líkaminn erfyrr að ná sér.
Spólan er seld hjá GH dagskrárgerð s: 91-689658 ógf
versluninni Ditto Laugavegi 92 Rvk.
Aðstandendur myndarínnar eru sjúkraþjálfari, læknir og
Ijósmóðir sem öll starfa við Landspítalann.
Spólan er 110 mfnúturað lengdog kostar 2.950,-
ur, nýr taktur, lengri og hrað-
ari söngvar en tónlistin samt
byggð á gamla „country-inu“.
Um þessar mundir er
sveitasöngvatónlistin í Banda-
ríkjunum nútímaleg og
ferskari en nokkru sinni fyrr.
Breytingarnar eru skemmti-
legri og aðgengilegri en í
popptónlistinni. Hljómurinn (
sveitatónlistinni er líkur popp-
inu en hljóðfærin eru færri og
þau eru ósvikin, sárasjaldan
er verið með hljóðgervla og
söngurinn er kjarni lagsins.
Söngvarinn í sveitatónlist-
inni er ávallt f fremstu víglínu.
Því skiptir miklu fyrir sveita-
söngvarann aö hafa sérkenni-
lega rödd og útlit og fram-
koma sveitasöngvarans er
vörumerki hans eins og hjá
mörgum öðrum listamönnum.
Ástæðan fyrir því að þessi
tónlist nýtur sífellt meiri vin-
sælda er trúlega sú að sveita-
söngvarnir eru þægilegir á að
hlýða, tónlistin er hlýleg og af-
slappandi, textarnir auðlæröir
og höfða til margra og tónlist-
in er nægilega ólík dægur-
poppinu til þess að skera sig
úr. Hún er líka aögengiiegri
en það. Svo er sennilega ein
ástæðan sú að dægurlaga-
popp hefur ekki tekið nægi-
lega miklum og góðum breyt-
ingum á síðustu árum á með-
an sveitatónlistin hefur breyst
mjög til hins betra. Ef einhver
tónlistarstefna getur fagnaö á-
gætum hljómburði geisla-
diskanna er það sveitatónlist-
in og með tilkomu þeirra fór
hún virkilega að njóta sín á
hljómplötum."
Eftir þennan fyrirlestur
Bjarna Dags spyrjum við hann
hvernig það hafi komið til að
hann varð aðdáandi sveita-
söngva.
„Það gerðist fyrir tilviljun -
nema það hafi verið ætlun
æöri máttarvalda að leiða mig
á vit sveitatónlistar. Ég var
gestkomandi á jólum hjá á-
gætu fólki sem naut þess að
hafa það skemmtilegt og
þægilegt á aðfangadagskvöld.
Eftir góðan mat og drykk setti
húsbóndinn plötu á fóninn,
jólaplötu Jims Reeves. Það
var sem himnarnir opnuðust -
þvílík rödd og stemmning yfir
tónlistinni. Síðan kom hver
platan á fætur annarri með
Jim Reeves þetta kvöld og
fram á nótt. Ég varð heillaður
og fór að leita að plötum með
honum og síðan fleiri sveita-
söngvurum. Áhuginn var
vaknaður og síöan uppgötv-
aði ég að útvarpsstöðin á
Keflavíkurflugvelli, kanaút-
varpið, sendi út tvo sveita-
söngvaþætti á dag og fjörutíu
vinsælustu sveitasöngvana í
hverri viku. Þar með var ég
frelsaður.
Síðan hófst plötusöfnunin
hægt og rólega. Ég fékk plöt-
ur frá Bandaríkjunum og þótti
sumum skrítið í öllu poppfár-
inu að vera að kaupa fyrir mig
nýja plötu með Dolly Parton
eða Earl Tomas Conley þegar
plötur eins og Grease eða
Saturday Night Fever snerust
á fóninum hjá flestum öðrum.
Svona var þetta - en hefur
breyst."
- Hvenær fórstu svo aö
kynna sveitatónlist í útvarp-
inu?
„Þegar ég var að öölast
þekkingu á sveitatónlistinni
höfðu margir vina minna vit-
neskju um þessa plötusöfnun
mína. Það var um sama leyti
og Rás 2 fór af stað og ég átti
þá litla auglýsingastofu og
framleiddi nokkrar leiknar út-
varpsauglýsingar. Ég var svo
eitt sinn á ferð uppi í Efstaleiti
og var að leggja inn leikna
auglýsingu þegar við Þorgeir
Ástvaldsson tókum tal saman.
Þorgeir var þá dagskrárstjóri
Rásarinnar og þegar leið á
samtalið fór ég að ræða um
það við hann að fá aö leika
sveitatónlist í útvarpinu. Eftir
nokkra umhugsun hafði Þor-
geir svo samband við mig og
ég lék sveitatónlist vikulega i
eina klukkustund frá þrjú til
fjögur á mánudögum. Þáttur-
inn hét „Á sveitaveginum" og
tók við af öðrum sveita-
söngvaþætti sem hafði veriö á
dagskránni í nokkra mánuði.
Þar með fór boltinn að rúlla.
Ég byrjaði með þessa þætti
og síöan jukust verkefnin í út-
varpinu. Hvað leiddi af öðru;
ég lagði niður auglýsingastof-
una eftir nokkurn tíma og
gerði útvarpsvinnuna að lífs-
starfi. Margt hefur gerst á
þessum árum en alltaf hefur
sveitasöngvatónlistin fylgt
mér; á útvarpsstöðinni Stjörn-
unni, á Aðalstööinni og núna
síðast á sunnudögum á Bylgj-
unni."
- Á hvaöa tónlistarfólki hef-
ur þú mestar mætur í sveita-
tónlistinni?
„Það er unga fólkið. Gömlu
hetjurnar hafa ekki getað fylgt
nýja kántríinu eftir. Það er líka
gott í sjálfu sér. Þessir gömlu
brautryðjendur eiga að hafa
sinn stíl og halda honum ó-
breyttum. Söngvarar eins og
Vince Gill, Tracy Lawrence,
Billy Ray Cirus, Hal Ketchum,
Collin Ray, Dwight Yoakam,
svo einhverjir séu nefndir, eru
að semja og flytja afar góða
30 VIKAN 19. TBL. 1993