Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 35

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 35
RÖDDINA (II (11SKÁPNUM VIÐTAL VIÐ ESTHER HELGU Frh. af bls. 27 efnilegum og góðum söngvur- um sem höföu ekkert aö gera og áttu ekki von á því að röðin kæmi að sér á þeim vettvangi sem fyrir var. Við drifum okkur af stað og ákváðum að gera eitthvaö. Við byrjuðum á ein- þáttungnum góða, Systir Ang- elika eftir Puccini, með Guð- jóni Pedersen og Hafliða Arn- grímssyni hjá Frú Emelíu. Það var alveg frábært að vinna með þeim. Þetta var að mín- um dómi mest lifandi verkefnið sem Óperusmiðjan hefur sett á sviö. Þarna var Óperusmiöj- an í hnotskurn - í verksmiðju- húsnæði úti í bæ. Svo fórum við í Borgarleikhúsið með La Boheme, sem var miklu stærra fyrirtæki. Það er erfitt að halda úti starfsemi af þessu tagi þegar ekki er unnt að greiða fólki fyrir framlag sitt. Ég efast um að nokkur söngvaranna hafi fengið borg- að fyrir vinnu sína til dæmis, kannski eitthvað smávegis í síðartalda verkinu. Maður get- ur ekki nema að takmörkuðu leyti lagt fram krafta sína í svona verkefni. Ég er því al- veg hætt í Óperusmiðjunni, er að reyna að greiða niður skuldirnar. ÞURFA EKKERT AÐ KUNNA Nú helcja ég mig Söngsmiðj- unni. Eg vona að ég verði með vel á annað hundrað nemendur í vetur. Hingað til hef ég verið eini kennarinn en núna er ég að bæta við fólki, það þýðir ekkert annaö því að starfsemin er að aukast svo mikið. Greinilegt er að fólk hefur áhuga á því sem við bjóðum upp á vegna þess hvað breiddin er mikil og möguleikarnir eftir því. Fólk hefur ekki haft neinn stað að fara á ef það langaði aðeins að læra að syngja - fyrir sjálft sig og aðra. í tónlistarskólum og Söngskólanum eru kröfurn- ar aðrar, viðhorfið til þeirra sem þar eru í námi eru þau að viðkomandi hljóti að vera á leiðinni til Ítalíu eða eitthvað í söngnám erlendis að náminu hér loknu. Byrjendur hjá okkur þurfa ekkert að kunna, hvorki nótnalestur né annað. Ég reyni auðvitað að koma hon- um eins vel við og hægt er. Á námskeiðunum styðst ég æ meira við nótur eftir því sem nemendur eru komnir lengra. í einsöngvaradeildinni eru kröf- urnar að þessu leyti orðnar jafnmiklar og annars staðar. - Ertu þá aö kenna klass- ískan einsöng eöa leggur þú áherslu á þætti eins og söng- leiki til dæmis? Bæði. Ég vinn bara með söngtækni, sem er grunnurinn að þessu öllu, maður þarf að nota allan líkamann og tilfinn- inguna. Ágústa Ágústsdóttir vinkona mfn sagði eitt sinn: „Hugsaðu þér að þú sért að æla, þá notar þú allan lík- amann. í raun þarf maður að nota líkamann á sama hátt þegar sungið er.“ Því meira sem þú ert meðvitaður and- lega og líkamlega um sjálfan þig því betri söngvari getur þú orðið, þetta helst í hendur. í einsöngvaradeildinni gef ég fólki kost á að syngja þá tónlist sem það langar til. Ég fer því með nemendum mín- um í klassík, djass, rokk og söngleikjatónlist en með því að kenna viðkomandi undir- stöðuatriði í söngtækni svo það geti beitt röddinni og not- að hana rétt. VALKYRJUR AÐ VESTAN - Ágústa hefur ákveönar skoöanir eins og þú. Við erum góðar vinkonur og höfum um margt svipaðar skoöanir á söngmálum. Við erum báðar ættaðar að vestan og báðar miklar valkyrjur. Ágústa mun taka að sér nám- skeið fyrir einsöngsnemendur f Söngsmiðjunni í vetur, ég fagna því. Ég tel hana vera eina af fáum sem kunna að kenna söng. Ég er búin að fara víða og hef kynnst þess- um málum á breiðum grund- velli. í háskólanum í Indiana voru allir kennararnir, undan- tekningalaust, stjörnur frá Scala, Metropolitan og sam- bærilegum húsum. Þar voru margir frábærir kennarar en tækni sú sem kennari Ágústu kennir - og síðar hún sjálf - ber af að mínu mati. Mér finnst ég virkilega geta staðið á þessu fastar en fótunum, ekki bara vegna þess að ég er vinkona Ágústu. □ / / NYIR ASKRIFENDUR að BLEIKU & BLÁU fá í kaupbæti nýútkomna sérprentun á öllum þeim spurningum sem kynlífs- fræðingar hafa svarað í blaðinu fram til þessa.* * Tilboðið gildir til 31. desember 1993 MEÐAL 55 SPURNINGA í SÉRÚTGÁFU HINS VINSÆLA RITS BLEIKT & BLÁTT: • Kvartaö undan fantareiö • Ég fæ ekki fullnægingu viö samfarir • Er ég ófrjó? • Kemur sveittur og meö óburstaöar tennur f rúmiö • Slappir grindarbotnsvöövar • Það er eitthvaö bogið viö tippið • Hvernig verst ég legkrabba? • Löngun kvenna og tíðahringurinn • Tækni eiginmanns míns er ábótavant • Hvers vegna vakna karlmenn meö stinningu? • Dregur úr kynferöislegri löngun í löngu sambandi? • Kærastinn les enn karlablöö • Hefur ummál legganga áhrif á kynlífsánægjuna? • Hvf eru samfarir stundum sársaukafullar? • Geirvörtur hans afar næmar • Stærö limsins og fullnæging • Samkynhneigö á unglingsárunum • Bendir samkynhneigö til geðveiki? • Tilbreytingarlaust kynlif • Hún vill heyra grófyröi á meöan • Spillir hettan? • Skiptir kynlífsstellingin máli? • Maðurinn minn vill nota hjálpartæki • Konan mín vill í kynferðislegan ferhyrning • Öflug kynnautn kringum fertugt • Áhrif legnáms • Hve mikil sjálfsfróun er of mikil? • Þarfnast fyrst rassskellingar • Haldið þiö aö hún sé lesbísk? • Hún vill drífa samfarirnar af • Veröur sonur minn kynóður? • Mikill sársauki fylgir samförum • Tilbreyting stuölar aö betra kynlífi • Hvernig get ég örvaö konuna mína sem best? • Kynfæri min verða ekki nægilega rök • Hann vill alltaf klæöast kvenfötum • Hugsa um aðrar konur á meðan... • Kynkuldi á meðgöngutím- anum • Kynlíf meðan ég hef blæðingar • Kynlífs notið á efri árum. ÁSKRIFTAR- OG PÖNTUNARSÍMI: 81 31 22 19. TBL. 1993 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.