Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 38
ÞÝÐING: JÓN SI. KRISTJÁNSSON BRAÐSKEMMTILEG Skiltið á veggnum virtist bylgjast eins og það lægi undir gáraðri vatnsskorpu. Eckels kreisti aftur augun andartak og fyrir innri sjónum hans glóði áletrunin á því. Tímaferöir hf. Veiðiferðir um gervaiia fortíöina. Þú nefnir dýriö. Við flytjum þig. Þú skýtur það. Eckels opnaði augun og kyngdi. Hann dró til andlitsvöðvana í brosi og rétti hægt fram höndina. í henni hélt hann á 10.000 dollara ávísun sem hann veifaði framan í manninn handan viö afgreiðsiuboröið. - Ábyrgist þið að ég komi lifandi aftur? - Við ábyrgjumst ekkert nema risaeðlurn- ar, svaraöi afgreiðslumaðurinn. Hann sneri sér að manni sem stóð fyrir aftan hann. - Þetta hérna er Travis. Hann er leiðsögumaður þinn í fortíöinni. Hann segir þér hvar þú mátt skjóta og hvað þú mátt skjóta. Ef hann segir stopp þá hlýðir þú því. Ef þú gerir ekki eins og hann skipar liggur við því sekt upp á aðra 10.000 dollara og að auki hugsanlegar að- gerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar þegar þú kemur til baka. Eckels renndi augum yfir í hinn enda mót- tökusalarins þar sem flöktandi rafurlogi sló blásilfraðri birtu sinni öðru hverju á flóka- bendu af leiðslum og málmhylkjum. Uppi var ymur og snark eins og þarna brynni gjörvöll eilífðin á gríðarlegum kesti. Eins og öll árin, allar stundirnar og öll skráð tímatöl hefðu á þennan köst verið borin og eldur lagður að. En þessum bruna var með snöggum og und- ursamlegum hætti hægt að snúa í andhverfu sína. Eckels mundi nákvæmlega hvernig aug- lýsingin hafði verið orðuð. Þar sagði að eins og fuglinn Fönix myndu árin rísa úr öskunni. Gömlu árin, græðlingsárin. Rósaangan myndi sæta loftið, hvítt hár sortna, hrukkur hverfa og allt og allir myndu hverfa aftur til frjóvgunar, flýja dauöann og þjóta aftur að ósi sínum. Sól- ir myndu rísa á vesturhimni og setjast í dýr- legu austrinu, tungl fyllast og minnka öndvert við sinn venjulega gang og allt hverfa ofan í uppruna sinn svo sem eins og pípuhatt sjón- hverfingamanns. Allt og allir myndu snúa á vit hins endurnærandi dauða, frjóvgunardauð- ans, gróskudauðans, allt til tímans fyrir upp- hafið. Þessu mátti koma í kring með einu handtaki. Einu litlu handtaki. - Ótrúlegt, másaði Eckels. Vélarljósið glóði í magurri ásjónu hans. - Ekta timavél. Hann hristi höfuðið. - Svona nokkuð vekur mann nú til umhugsunar. Ef kosningarnar í gær heföu farið illa væri ég hingað kominn til að flýja úr- slitin. Guði sé lof að Keith sigraði. Keith verð- ur góður forseti Bandaríkjanna. - Já, sagði maðurinn bak við afgreiðslu- boröið. - Við erum heppin. Hefði Deutcher 38 VIKAN 19.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.