Vikan - 23.09.1993, Síða 40
komist að byggjum við nú við argvítugasta
einveldi. Deutcher er stríðshundur sem er
andhælis við alla menningu, alla trú og mann-
kynið yfirleitt. Veistu að fólk hringdi til okkar,
svona í gríni náttúrlega, og sagði að ef
Deutcher kæmist að vildi það fá að flytjast aft-
ur til ársins 1492. En auðvitað er okkar starf
ekki að hjálpa flóttamönnum heldur skipu-
leggja veiðiferöir. En hvað sem því líður þá er
Keith orðinn forseti núna. Allt sem þú þarft að
hafa áhyggjur af...
- Er að skjóta trölleðluna mína, botnaði
Eckels.
- Grameðluna, karl minn. Týrannósárus
Rex. Ótrúlegasta skrímsl í veraldarsögunni.
Skrifaöu undir þessa yfirlýsingu. Hún er til að
staðfesta það að við berum enga ábyrgð á því
sem kann að henda þig. Þessar risaeðlur eru
sísvangar.
Eckels roðnaði af reiði. - Ertu að reyna að
hræða mig?
- Frómt frá sagt, já. Við viljum ekki sitja
uppi með einhvern sem tapar sér af hræðslu
við fyrsta skot. Sex leiðsögumenn voru drepn-
ir í fyrra og tólf veiöimenn. Markmið okkar er
að veita þér þá mögnuðustu upplifun sem
sönnum veiðimanni getur hlotnast. Við förum
með þig sextíu og fimm milljón ár aftur í tím-
ann til að fanga mikilfenglegustu bráð sem
sagan getur um. Ávísunin er þarna ennþá.
Rífðu hana ef þú vilt.
Eckels leit á ávísunina og það fór kipringur
um fingur hans.
- Gangi þér vel, sagði maðurinn bak við
afgreiðsluborðið. - Þetta er þinn maður núna,
Travis.
Þeir tóku byssur sínar og gengu þegjandi
yfir salinn að vélinni.
*
Fyrst dagur, síðan nótt, svo dagur, svo nótt,
svo dagur-nótt, dagur-nótt-dagur. Vika, mán-
uöur, ár, áratugur. Það herrans ár 2055,
1999,1957. Horfnir.
Vélin drundi.
Þeir settu á sig súrefnishjálmana og próf-
uðu talkerfið. Eckels ók sér í bólstruðu sæt-
inu, fölur og gnístandi tönnum. Hendur hans
kreistu byssuhólkinn svo fast aö þær voru
farnar að titra.
Fjórir aðrir menn voru í vélinni. Leiðsögu-
maðurinn Travis, Lesperance aðstoðarmaður
hans og tveir aðrir veiðimenn, Billings og
Kramer. Þeir sátu og horfðu hver á annan
meðan árin þutu hjá umhverfis þá.
- Geta þessar byssur stútað risaeðlum?
heyröi Eckels sjálfan sig segja.
- Ef þú hittir á réttan stað, sagði Travis í
hljóðnemann í hjálminum. - Sumar risaeölur
hafa tvo heila, einn í höfðinu og annan langt
niðri í hryggsúlunni. Við höldum okkur frá
þeim. Annað væri of áhættusamt. Fyrstu
tveim skotunum skaltu skjóta I augun og
blinda þær ef þú getur og svo skaltu snúa þér
að heilanum.
Það hvein í vélinni. Tíminn var eins og kvik-
mynd sýnd aftur á bak. Sólir flugu undan og
tíu milljón tungl fylgdu þeim.
- Að hugsa sér, sagði Eckels. - Allir veiði-
menn sögunnar myndu öfunda okkur í dag.
Veiðilendur Afríku verða eins og gæsaskyttirí
hjá þessu.
Vélin hægði á sér og öskur hennar varð að
tuldri. Hún nam staðar.
Sólin á himninum nam staðar.
Þokunni, sem umlék vélina, létti og þeir
voru staddir f fornum tíma. Ævafornum. Þrír
veiðimenn og tveir leiðsögumenn með stálblá-
ar byssur á knjám sér.
- Kristur er enn ófæddur, sagði Travis. -
Móses er enn ekki genginn á fjallið að tala við
guð. Grjótið í pýramídana er enn ofan í
námunum og bíður þess að vera höggvið til
og hlaðið upp. Munið það. Alexander mikli,
Sesar, Napóleon, Hitler - enginn þeirra er
enn kominn til sögunnar.
Mennirnir kinkuðu kolli.
- Þetta, sagði Travis og benti, - er frum-
skógur frá því sextíu og fimm milljón tvö þús-
und sjötíu og fimm árum fyrir forsetatíð
Keiths.
Hann benti á málmslóða sem lá inn f græn-
ar óbyggðirnar, yfir gufugrúin fen milli risa-
burkna og pálma. - Og þetta, sagði hann, -
er slóði sem Tímaferðir hf. hafa lagt í ykkar
þágu. Hann er úr málmi sem gerður hefur
verið ónæmur fyrir aðdráttarafli jarðar og svíf-
ur í sex þumlunga hæð frá yfirborðinu. Snertið
ekki svo mikið sem eitt einasta strá, blóm eða
tré. Tilgangurinn með honum er að koma í
veg fyrir aö þið hróflið við nokkru í fortíðinni.
Haldið ykkur á stígnum. Farið ekki út af hon-
um. Ég endurtek: Farið ekki út af honum -
hvað sem á dynur. Það er sekt við því að
detta út af stígnum. Og skjótið ekkert dýr sem
við gefum ekki grænt Ijós á.
- Af hverju ekki? spurði Eckels.
Þeir tylltu sér niður í óbyggðu örófi aldanna.
Með vindinum barst þeim fuglagarg úr fjarska
og lykt af tjöru, sjávarseltu, döggvuðu grasi og
blóðlitum blómum.
- Við viljum foröast að hafa nein áhrif á
framtíðina. Ríkisstjórninni er illa við að við
séum hér og við verðum að borga of fjár fyrir
starfsleyfið. Tímavél er vandmeðfarinn gripur.
Óafvitandi kynnum við að drepa mikilvægt
dýr, lítinn fugl, skorkvikindi eða jafnvel blóm
og eyðileggja þannig mikilvægan hlekk í þró-
un tegundanna.
- Eg skil ekki alveg.
- Sjáðu til, hélt Travis áfram. - Setjum svo
að við dræpum hérna mús fyrir slysni. Það
þýöir að öllum músum, sem af þessari mús
eru komnar, væri tortímt um leiö, ekki rétt?
- Það er rétt.
- Og þar með öllum þeim músum sem
kynnu að hafa komið af afkomendum þessar-
ar einu músar. í einu skrefi tortímir þú sem
sagt fyrst einni mús, svo tíu músum, því næst
þúsundum, milljónum og loks milljörðum
músa sem annars kynnu að hafa dafnað.
- Og þó þær drepist, sagði Eckels. - Hvað
með það?
- Hvaö með það? hnussaöi í Travis. - Ja,
hvað með refina sem sækja viðurværi sitt í
þessar mýs? Ef tíu músa er vant deyr einn
refur. Ef tíu refa er vant sveltur eitt Ijón. Ef
Ijónum fækkar verða allra handa skordýr,
gammar og aðrar lífverur glundroða og eyði-
leggingu að bráð. Tugmilljón árum seinna
verður afleiðingin þessi; hellisbúi nokkur - og
þeir eru enn aðeins örfáir, mundu það - held-
ur dag einn út að veiða sverðtenntan tígur
eða villigölt sér til matar. En þú, góurinn, ert
búinn að drepa undir fæti þér hvern einasta
tígur á þessu svæði með því að stíga ofan á
eina einustu mús. Og athugaöu það að hellis-
búinn er ekki bara hver önnur forgengileg
mannvera. Nei, hann er heil framtíðarþjóð. Af
hans meiði myndu þúsund synir hafa vaxið.
Og af þeim sonum þúsundir annarra sona og
þannig áfram allt til siðmenningar. Verðir þú
þessum eina manni að fjörtjóni eyðir þú um
leið kynþætti, þjóð og heilli lífssögu. Það væri
sambærilegt við þaö að þú hefðir drepiö eitt af
afabörnum Adams. Það að þú skyldir stíga
ofan á mús kynni að valda slíku reiðarslagi í
veraldarsögunni að hún yrði skekin að grunni
um aldur og kynslóðir. Við dauða þessa eina
hellisbúa yrði milljörðum ófæddra synjað lífs.
Ef til vill myndi Róm aldrei rísa á hæðunum
sjö. Ef til vill myndi Evrópa alla tíð vera hulin
myrkviði og einungis Asía þróast og vaxa.
Stígir þú á mús mylur þú pýramídana. Stígir
þú á mús skilur þú eftir þig far á stærð við
MiklagIjúfur í eilífðinni. Ef til vill myndi Elísabet
fyrsta aldrei fæöast eða Washington sigla yfir
Delaware-ána. Ef til vill myndu Bandaríkin
aldrei verða til yfirleitt. Farðu því varlega.
Haltu þig á stígnum. Farðu aldrei af honum.
- Ég skil, sagöi Eckels. Það myndi þá ekki
borga sig fyrir okkur svo mikið sem snerta
grasið.
- Einmitt. Troði maður einhverjar plöntur
niður kynni það að hlaða óendanlega utan á
sig. Smáóhapp myndi margfaldast úr hömlu á
sextíu og fimm milljón árum. Auðvitað kann
að vera að tilgáta okkar sé röng. Ef til vill get-
um við ekki breytt tímans rás eða ekki nema
þá að óverulegu leyti. Dauð mús hér kynni að
valda óstöðugleika í skordýrafánunni þar. I
kjölfarið kynni svo að fylgja óhagstæð dreifing
mannvistar og enn seinna uppskerubrestur,
kreppur og þjóðfélagsumrót. Og ef til vill yrði
afleiðingin enn óverulegri en þetta. Ef til vill
yrði hún svo agnarsmá að þú myndir ekki
verða hennar var nema þú legðir þig sérstak-
lega eftir henni. Hver veit? Við vitum það ekki
sjálfir. Við getum okkur þess einungis til. En
við viljum fara að öllu með gát þangað til við
erum búnir að komast aö því hvaða áhrif
þetta fikt okkar meö tímann kann að hafa á
40 VIKAN 19. TBL. 1993