Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 41
■ Grameblan rétti úr sér. Það stirndi á skráp hennar eins og tíu
þúsund grænar málmnæfrar og þaá eimdi af slímugum næfrunum.
I slíminu iðuðu lítil skordýr þannig ab allur búkurinn virtist iða og
vindast, jafnvel þegar skrímsliá hreyfði sig ekki. Þab blés úr nös
og fnyk af hráu kjöti lagði yfir óbyggöirnar.
mannkynssöguna. Eins og þú veisl þá var
þessi vél, þessi stígur, fötin okkar og líkamar
allt sótthreinsað fyrir feröina. Viö erum meö
þessa súrefnishjálma til þess viö veitum engu
af okkar eigin bakteríum út í fornaldarloftiö.
- Hvernig vitum viö hvaöa dýr viö megum
skjóta?
- Þaö er búiö aö merkja þau meö rauðum
lit, sagöi Travis. - Áöur en ferö okkar hófst í
dag fór Lesperance í ferö meö vélinni. Hann
kom á þetta tiltekna tímabil og haföi uppi á
nokkrum skepnum.
- Og fylgdist svo með þeim, eöa hvaö?
- Einmitt, svaraði Lesperance. - Fyrir
hverja veiöiferð fylgist ég með öllu lífshlaupi
nokkurra dýra og skrái niður hver lifa lengst.
Fæst veröa langlíf. Ég fylgist meö því til dæm-
is hve oft þau tímgast - sem er ekki oft á
stuttri ævi. Þegar ég rekst á dýr sem fyrirsjá-
anlegt er aö muni drukkna í tjörupytti eða
veröa undir tré skrifa ég nákvæmlega niður
stundina, mínútuna og sekúnduna. Ég skýt
patrónu meö litarefni á dýriö og hún skilur eftir
sig rauða skellu á síöu þess. Þess vegna er
útilokað að nokkur misgrip eigi sér staö. Svo
haga ég hingaðkomu okkar þannig aö viö rek-
umst á skrímslið aöeins tveim mínútum áöur
en þaö heföi drepist hvort eð var. Fyrir vikið
drepum við eingöngu dýr sem eiga sér ekki
lífs von og myndu aldrei tímgast aftur. Þannig
aö þiö sjáiö hve gætnir viö erum.
- En ef þú fórst aftur í tímann í morgun
hlýtur þú aö hafa rekist á okkar eigin leiöang-
ur. Hvernig gekk? Tókst hann vel? Komu allir
aftur — lifandi?
Travis og Lesperance litu hvor á annan. -
Nei, þaö myndi þýða aö tíminn væri kominn í
þversögn við sjálfan sig og þaö leyfir hann
ekki. Menn geta ekki hitt sjálfa sig. Ef þaö er
fyrirsjáanlegt víkur tíminn til hliöar. Þaö er
svipað því þegar flugvél lendir í loftgati. Fund-
uð þiö dýfuna sem vélin tók rétt áöur en hún
nam staðar? Það var þegar við mættum sjálf-
um okkur á leið aftur til framtíöar. Það er eng-
in leið aö segja til um hvort leiðangurinn tókst
vel, hvort viö náöum ófreskjunni... eöa hvort
viö sluppum lifandi.
- Vertu ekki aö þessu, sagöi Travis hvasst
viö Lesperance. - Allir á fætur.
Frumskógurinn var hávaxinn og frumskógur-
inn var víöfeömur. Frumskógurinn var öll ver-
öldin um aldur og eilífö. Úr lofti bárust hljóö
sem minntu í senn á tónlist og súg í seglum.
Það voru flugeðlurnar sem hnituðu þarna á
íhvolfum, gráum vængjum. Finngáikn sótthita
og óráös. Eckels tók sér stööu á stígnum og
mundaöi byssuna.
- Hættu þessu, sagöi Travis. - Þú mátt
ekki einu sinni miða í gamni, andskotinn eigi
þig. Hvaö ef skot hlypi nú úr byssunni?
Eckels roðnaði. - En hvar er þá þessi
Grameðla okkar?
Lesperance leit á úriö. - Skammt undan.
Viö komum þvert á slóð hennar eftir sextíu
sekúndur. Hafið auga með rauöa litnum. Ekki
skjóta fyrr en við segjum ykkur og haldið ykk-
ur á stígnum. Haldiö ykkur á stígnum.
Áfram héldu þeir í morgungolunni.
- Skrítið, tautaöi Eckels. - Sextfu og fimm
milljón ár. Kosningadagurinn liöinn og Keith
oröinn forseti. Heima eru allir aö halda upp á
þaö en hér erum viö týndir í ármilljónunum.
Engar aörar manneskjur eru til f heiminum.
Hlutir sem viö vorum að vandræðast meö fyrir
mánuöi eöa mannsaldri eru enn ekki orðnir aö
veruleika.
- Öryggin af, skipaði Travis. - Þú skýtur
fyrstur, Eckels, svo Billings og þú síðastur,
Kramer.
- Ég hef veitt tígrisdýr, villigelti, vísunda og
fíla en þetta tekur öllu fram, sagöi Eckels. -
Ég skelf eins og krakki.
- Þarna, sagöi Travis.
Allir námu staöar.
Travis benti. - Framundan, hvíslaöi hann. -
í þokunni. Þarna er hún. Þarna er hennar
konunglega hátign.
Víöfeðmur skógurinn umdi allur af skríkjum,
skrjáfi, skvaldri og þyt.
Skyndilega datt allt í dúnalogn eins og dyr-
um hefði verið skellt aftur.
Þögn.
Þrumugnýr.
Hún kom stikandi á stórum, stæltum lýsis-
smituðum fótum. Eins og tröllaukiö illgyði
trónaöi hún ofar flestum trjánum í kring og
kreppti fínlegar krumlurnar aö nöörubrjóstinu.
Fæturnir voru eins og bullustrokkar, þúsundir
punda af hvítum beinum sökkt í þykka vööva-
strengi og allt síðan slíðraö í gljáandi skráp
sem var ásýndar eins og herklæði ógnarlegs
stríösmanns. Hvort læri um sig var heilt tonn
af beinum, kjöti og skráp. Framan á bringunni
dingluöu tvær nettar krumlur og meö þeim gat
eölan tekiö menn upp og borið aö glyrnum
sér. Höfuðiö sat eins og jarganlegt grettistak á
kubbslegum hálsinum en ófreskjan hóf þaö
léttilega til himins. Hún glennti upp hvoftinn,
beraöi rýtingssetta skoltana og augun sem
hún ranghvofldi f tóttunum voru gersneydd öll-
um geðbrigðum nema græögi. Giniö lokaðist í
feigðarglotti. Hún hljóp af staö. Lendarnar
ruddu til hliöar trjám og runnum og klærnar á
fótum hennar skildu eftir sig sex þumlunga
djúp spor hvar sem hún steig niður fæti.
Lymskulega kom skepnan fram í sólarsljósið
og fálmaöi meö krumlunum upp í loftiö.
Eckels gapti. - Hún... hún gæti náö alveg
upp til tunglsins.
- Þegiðu, sagði Travis ergilegur. - Hún er
ekki búin aö koma auga á okkur ennþá.
- Þaö er ekki hægt aö drepa hana, sagöi
Eckels allt f einu hæglátlega eins og hann
væri búinn aö leggja málið rækilega niður fyrir
sér og þetta væri niðurstaðan. Honum fannst
riffillinn hans ekki vera veigameiri en tappa-
byssa. - Þetta er martröð.
- Þegiðu sagði ég, hvæsti Travis. - Snúöu
viö. Faröu aftur aö vélinni. Viö endurgreiöum
þér helming fjárins.
- Ég vissi ekki aö hún væri svona stór,
sagöi Eckels. - Þetta voru mistök hjá mér og
nú vil ég komast burt.
- Hún sá okkur!
- Þarna er rauði liturinn á brjóstinu á
henni.
Grameðlan rétti úr sér. Þaö stirndi á skráp
hennar eins og tíu þúsund grænar málmnæfr-
ar og þaö eimdi af slímugum næfrunum. í
slíminu iöuöu lítil skordýr þannig að allur búk-
urinn virtist iöa og vindast, jafnvel þegar
skrímsliö hreyfði sig ekki. Það blés úr nös og
fnyk af hráu kjöti lagði yfir óbyggöirnar.
- Komiö mér héöan, sagði Eckels. - Þetta
er of hættulegt. Ég hef hingað til alltaf getaö
verið viss um aö sleppa lifandi. Alltaf veriö ör-
uggur. Ég get þetta ekki.
- Ekki hlaupa, sagöi Lesperance. - Snúöu
viö og feldu þig í vélinni.
Eckels staröi magnvana á tærnar á sér eins
og hann vildi mjaka þeim af staö meö augna-
ráðinu einu.
- Eckels!
Hann staulaðist áfram nokkur skref.
- Ekki í þessa átt.
Ófreskjan tók nú fyrsta viðbragðið og þusti
organdi fram. Hún fór hundraö metrana á sex
sekúndum. Rifflarnir glumdu meö eldglæring-
um. Stormsveipur hvolfdist yfir þá úr vitum
skepnunnar, mengaöur fýlu af slími og storkn-
andi blóði. Hún orgaði aftur og þaö blikaöi á
tennur hennar í sólskininu.
Eckels gekk sem í blindni út á jaðar stígs-
ins og byssan hengslaðist losaralega framan
á honum. Hann steig út af stígnum og gekk
stjarfur inn í frumskóginn án þess aö líta um
öxl. Fætur hans sukku í grænan mosann og
honum leiö eins og hann væri einn á ferö og
meö öllu óviökomandi því sem fram fór aö
baki hans.
Rifflarnir glumdu aftur en hvellir þeirra týnd-
ust í öskrum og gný eðlunnar. Hún hóf vold-
ugan hala sinn og slöngvaði honum til hliö-
anna. Tré splundruðust í skýi laufs og greina.
Skrímsliö teygöi fram krumlurnar eins og þaö
vildi tína mennina upp og merja þá sem ber á
lyngi. Snúa þá sundur og troða þeim ofan í
argandi ginið. Það laut niður aö þeim og þeir
sáu spegilmynd sfna í járnköldum glyrnunum.
Um leiö hleyptu þeir af byssum sínum á
málmkennd augnlokin og svört sjáöldrin.
Grameölan hrundi niöur eins og grjótskriða.
Með þrumugný þreif hún í tré og dró þau niö-
ur meö sér í fallinu. Mennirnir foröuöu sér
undan er skrokkurinn skall niður. Tíu tonn af
beinum og holdi sem braut og skældi undir
sér stíginn.
Byssurnar glumdu enn. Skrímsliö sveiflaði
19. TBL. 1993 VIKAN 41