Vikan


Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 42

Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 42
brynhala sínum og geiflaði nöðruskoltana. Blóðbuna gusaðist úr hálsi þess og einhvers staöar í innum þess sprungu vessablöörur lík- amans. Viðbjóðsleg spýja gegnvætti veiði- mennina og þeir stóðu eftir allir rauðslikjaðir. Þrumugnýrinn dó út. Frumskógurinn varð hljóður. Eftir hamfar- irnar færðist yfir friðsæld, eftir martröðina dög- un. Billings og Kramer sátu á stígnum og köst- uöu upp. Travis og Lesperance stóðu meö rjúkandi rifflana og bölvuðu hljóðlega. í tímavélinni lá Eckels titrandi á grúfu. Hann hafði ranglað aftur upp á stíginn og klifrað inn í vélina. Travis kom til baka en virti hann naumast viðlits. Hann greip baðmullargrisju úr málm- kassa og sneri svo aftur til hinna sem sátu á stígnum. - Strjúkið af ykkur. Þeir þurrkuöu blóðið af hjálmunum og tuldr- uðu einhver blótsyröi þegar þeir máttu loks mæla. Eðlan lá þarna eins og kjötfjall, hreyf- ingarlaus og innan úr henni heyrðist hvinur og korr þegar lífið fjaraði úr einum kima líkamans af öðrum. Líffærin gáfu sig og líkamsvessarnir seytluöu síðasta spölinn. Allt storknaði og lokaðist að eilífu. Þetta var eins og að horfa á úr sér gengna eimreið að lokinni hinstu för. Ýmist opnað fyrir ventla eöa skrúfað fyrir. Bein brustu og ofurþungi flikkisins braut netta armana sem orðið höfðu undir þegar skepnan féll. Titrandi seig holdið saman. Enn kvað viö þrumugnýr. Yfir höfðum þeirra féll jötunmeiöur af rót sinni og skall sem lokalag á dýriö. - Hana, sagði Lesperance og leit á úriö. - Nákvæmlega á réttum tíma. Þetta er tréð sem upprunalega átti að drepa dýrið. Hann leit á veiðimennina tvo. - Viljið þið taka myndir af bráðinni? - Ha? - Við getum ekki tekið hana með okkur. Hræið verður að vera nákvæmlega hér til þess að skordýr, fuglar og bakteríur geti kom- ist að því eins og til stóð. Allt verður að vera í jafnvægi. Skrokkurinn verður eftir. En við get- um tekið myndir af ykkur við hann. Mennirnir tveir reyndu að hugsa heila hugs- un en gáfust upp og fylgdu leiðsögumönnun- um auðsveipir aftur eftir stígnum. Þeir létu fallast uppgefnir ofan í sessur vélarinnar og horfðu í átt að skrímslinu þar sem kynlegir fuglar og gullin skordýr voru þegar tekin til við rjúkandi skrápinn. Það heyrðist þrusk af vélargólfinu og þeir stífnuðu upp. Á gólfinu sat Eckels og titraði allur. - Ég biðst afsökunar, sagði hann eftir nokkra þögn. - Stattu upp, sagði Travis. Eckels stóð á fætur. - Farðu út, sagði Travis og mundaði byss- una. - Þú kemur ekki með. Við skiljum þig eftir. Lesperance þreif í handlegginn á Travis. - Rólegur maður. - Skiptu þér ekki af þessu. Travis hristi hann af sér. - Þetta fífl var nærri búið að drepa okkur. En það er samt ekki það sem ég hef áhyggjur af. Lítiö á skóna hans. Hann hefur farið út af stígnum. Það getur átt eftir að setja okkur á hausinn. Við munum þurfa aö borga mörg þúsund dollara sekt. Við ábyrgjumst að eng- inn fari út af stígnum en þetta endemis fífl gerði það samt. Við verðum að gefa ríkis- stjórninni skýrslu og hún tekur ef til vill af okk- ur starfsleyfið. Það má svo guð einn vita hvað hann er búinn að gera þróunarsögunni. - Slakaðu nú á. Hann gerði ekki annað en að stappa upp dálítinn skít. - Hvað vitum við um þaö? æpti Travis. - Við vitum ekkert. Þaö hefur aldrei reynt neitt á hvað kann að gerast. Hypjaðu þig út, Eckels. Eckels fitlaði örvæntingarfullur við fiíkur sín- ar. - Ég skal borga hvaö sem er. Hundraö þúsund dollara. Travis sendi ávísanahefti Eckels illt auga og hrækti út úr sér. - Þú getur fengið að fara með til baka ef þú ferö og rekur handleggina upp í kjaftinn á eðlunni þarna. - Af hverju? Nýtur þú þess að kvelja mig? - Ófreskjan er dauð, aulinn þinn. Það eru kúlurnar sem ég er aö hugsa um. Kúlurnar mega ekki verða eftir. Þær eiga ekki heima í fortíðinni. Það er ekki að vita hverju þær kynnu að breyta. Hérna er hnífurinn minn. Graföu þær út. Frumskógurinn var aftur vaknaöur til lífsins, fullur af aldagömlum hræringum og fugla- skrækjum. Eckels sneri sér hægt við og virti fyrir sér þennan úrgang fornaldarinnar. Þenn- an hrauk martraðar og hryllings. Eftir drjúga stund skjögraði hann af stað eftir stígnum eins og svefngengill. Fimm mínútum síðar kom hann aftur, skjálf- andi og rauður upp að olnbogum. Hann rétti fram hendurnar. í hvorri um sig hélt hann á nokkrum stálkúlum. Síðan féll hann um koll. Hann lá hreyfingarlaus þar sem hann var kominn. - Þetta var nú ekki nauðsynlegt, sagöi Lesperance. - Ekki það? Það er enn of snemmt að segja til um þaö. Travis stjakaði við mannin- um sem lá og rótaði sér ekki. - Ég læt hann lifa. En hann fer ekki í aðra svona veiðiferð. Hann bandaði með hendinni til Lesperance. - Settu í gang. Viö skulum fara heim. 1492, 1776, 1812. Þeir neru af höndum sínum og andliti, fóru úr skurnuðum buxum og skyrtum og höfðu fataskipti. Eckels var aftur kominn á ról þó ekki drægist upp úr honum orö. í fullar tíu mínútur sat Travis og hafði ekki af honum augun. - Af hverju ertu að glápa svona á mig! æpti Eckels loks. - Ég hef ekki gert neitt. - Hvernig getur þú verið svo viss um þaö? - Ég hljóp bara út af stígnum. Það er dálítil leðja á skónum mínum, annað ekki. Hvað viltu að ég geri? Leggist á bæn? - Það kann að veröa þörf á því. Ég vara þig við. Ég get enn átt eftir að drepa þig. Ég verð með byssuna til taks. - Ég hef ekki gert neitt. 1990, 2000, 2055 Vélin nam staöar. - Farðu út sagði Travis. * Salurinn var þarna eins og þeir höfðu skilið við hann. En þó var einhvern veginn eins og eitthvað væri með öörum hætti. Sami maður sat bak við sama skrifborö en þó var maður- inn ekki alveg sami maður og borðið ekki al- veg sama borö og fyrr. Travis leit í kringum sig. - Er allt í lagi hér? spurði hann stuttaralega. - Allt í fínu. Velkomnir aftur. Travis var samt ekki rótt. Hann starði út í loftið eins og hann væri að reyna að lesa í sólarsljósiö sem streymdi inn um gluggana eða jafnvel rýna í sjálfar eigindir loftsins. - Allt í lagi þá, Eckels. Farðu og komdu aldrei aftur. Eckels stóð sem steinrunninn. - Þú heyröir hvað ég sagði, sagði Travis. - Á hvað ertu að glápa? Eckels stóð og nasaði út í loftið. Það var í því einhver eimur, svo fínn, svo sallafínn að einungis næmustu taugar skilningarvitanna fengu numið hann. Litirnir á veggjunum, hús- 42 VIKAN 19. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.