Vikan


Vikan - 23.09.1993, Side 55

Vikan - 23.09.1993, Side 55
- Hver skrattinn hefur hlaupiö í köttinn? tautaði Stefanía og hélt inn í stofuna til aö gæta aö honum. En það var sama hvað gamla konan kallaöi, kötturinn svaraöi því engu. - Harla óvenjulegt, hugsaði Stefanía og dró borðið örlítið frá sófanum. Hún kraup með erf- iðismunum á hnén og lyfti upp hluta af kögr- inu sem lá alveg niður á teppið. Hún kíkti undir sófann. Köttinn sá hún ekki svo hún þreifaði inn undir sófann með annarri hendinni í von um að ná til hans. Gamla kon- an fann til nístandi sársauka þegar Skolli beit af alefli í fingur hennar. Hún kippti hendinni að sér í ofboði. Beittar tennur kattarins höfðu skorið og rist holdið svo illa að fingurinn var eitt flakandi sár. Stefanía greip um blóðugan fingurinn og bar hann að vitum sér. Blóðið sprautaðist framan í hana og lak niður á heimasaumaða rósótta kjólinn. Snögg viðbrögð hennar við ó- væntri árás kattarins voru kröftugri en svo að veikt hjarta hennar þyldi. Hún skall á gólfið og missti meðvitund. Útlit Stefaníu gömlu var vægast sagt ó- hugnanlegt þegar hún vaknaði til meðvitundar nokkrum stundum síðar. Náhvítt andlitið var atað storknuðu blóði úr bitsárinu, líflaus lík- aminn klesstur við gólfið sem sandpoki. Hún reyndi að standa upp en hvorki hendur henn- ar né fætur svöruðu boðum hennar. - Guð minn almáttugur! hrópaði gamla kon- an en ekkert hljóö myndaðist í barka hennar. Lömunin var algjör, henni voru allar bjargir bannaðar. Hræðslan gagntók hana. Allt hið mögulega og ómögulega þaut í gegnum huga hennar. Hún haföi oft heyrt um fólk sem látist hafði og ekki fundist fyrr en nályktin var orðin svo megn að ekki var hægt að komast hjá því að finna hana væri á annað borð einhver lifandi sála í námunda. - Góði Guð, bað Stefanía. Láttu mig finnast áður en svo verður komið fyrir mér. Ég get ekki hugsað mér að fylla nokkra manneskju slíkum hryllingi aö ég geti ekki hlotið venju- lega útför. Tárin streymdu fram í augu hennar og blinduðu henni sýn. Sjón hennar skýrðist þó fljótt er saltur vökv- inn fann sér farveg niður með gagnaugunum og ofan í grátt hárið. - Ég á þetta ekki skilið, hrópaði Stefanía innra með sér. - Ég hef engu til sáð í þessu lífi, góði Guð, að mín bíði svo ömurleg örlög. Bænir Stefaníu gömlu urðu æ heitari en Guð virtist ekki svara þeim. Hún tók að stilla þeim í hóf og baö þess eins að finnast fljótt. Raunir hennar voru þó rétt að byrja. Hún hafði ekki enn hugsað til kattarins sem nú stóð við höfuð hennar og starði galopnum augum á hana. Hún fylltist óhug þegar hann þefaði af andliti hennar. Hann rak öðru hverju út úr sér grófa tunguna og sleikti blóðstorkna húð hennar. Ákafi Skolla jókst stöðugt. Við og við þrýsti hann hvössum tönnunum niður i hold Stefan- íu og skóf upp storkið blóðið af mikilli natni. Blóðbragðið svipti köttinn allri hollustu, villi- dýrseðlið hafði sagt til sín. Stefanía gamla heyrði kunnuglegt ánægjuurr frá Skolla. Hún varð skelfingu lostin. - Bjartmar minn. Ó, Bjartmar minn! Hvers vegna hlustaði ég ekki á þig? Stefanía reyndi itrekað að hreyfa hendurn- ar til að bægja kettinum frá en það kom fyrir ekki. Augu hennar leituðu í örvæntingu um stofuna eftir einhverju því sem mætti verða henni til hjálpar. En til hvers gagns gat það svo sem orðið? Máttleysi hennar var algjört og því ekkert til bjargar. Skolli hætti skyndilega að sleikja andlit hennar. Hann snusaði út í loftið, eitthvað bita- stæðara en blóðstorknan í andliti Stefaníu gömlu kitlaði þefskyn hans. Skelfingarþungi lagðist yfir líkama gömlu konunnar. Það leyndi sér ekki að Skolli hafði fest augun á lemstruðum fingri hennar. Hann stökk að blóðugri höndinni. Gamla konan sá aðeins aftan á svartan, gljáandi feldinn. Kunnuglegt hljóðið, er sterkir jaxlar Skolla klipptu sundur hrátt hold, sló Stefaníu þeim hryllingi að hún féll í ómegin. Það var komin morgunn þegar hún vaknaði aftur. Sólin var tekin að skína lítið eitt inn í stofuna. Ástand hennar var óbreytt að öðru leyti en því að hún fann til óbærilegs þorsta. - Vatn, ég verð að fá vatn. Skjálfti fór um hægri höndina. Örlítil vonarglæta kviknaði f brjósti hennar. Þaö var ekki um að villast. Ekki var alveg laust við að hún fyndi til líkamans öðrum megin. - Góði Guð, þér er nú ekki alls varnað, hugsaði hún. - Þú ætlar þá eftir allt saman ekki að láta mig deyja hér aleina. Hún fann mjúk- an feld Skolla strjúkast við vang- ann. Trú hennar og traust á Guði vék þegar í stað fyrir ótta. Hún reyndi af veikum mætti að bægja kettinum frá. Augu hennar stað- næmdust á líf- vana handleggnum sem lá út frá líkama henn- ar. Berar kjúkurnar og tætingslegt holdið báru þess ótvírætt merki að Skolli var sestur að sinni stærstu máltíð. Stefanía fylltist viðbjóði og yfirþyrmandi hatri til kattarins. Af veikum mætti kom hún hægri hendinni upp á sófaborðið og hóf æðis- lega leit að haldbæru vopni. Leit hennar bar loks árangur er hún snerti prjónana sem hún hafði lagt frá sér daginn áður. Eftir ítrekaðar tilraunir tókst henni loks að draga sér prjón niöur af borðinu. Viðurstyggð Stefaníu á Skolla gaf henni þann kraft sem til þurfti. Hún lagði prjóninn við hlið sér og teygði höndina yfir á vinstri öxlina. Smám saman fikraði hún sig niður eftir upphandleggnum uns hún fann faldinn á hálfsíðri kjólerminni. Hún stakk fingr- um undir ermina og kippti í. Máttlaus höndin nokkra hríð en svo varð allt óhugnanlega hljótt. Bjartmar gamli stóð við sófann með út- breiddan faðminn. - Ég er kominn til að sækja þig, sagði hann brosandi. Það var sem þungu fargi væri létt af Stef- aníu. Hún fann sig líða upp frá gólfinu, beint í fangið á honum. - Guði sé lof, Guði sé lof að þú ert kominn að bjarga mér frá þessari skelfingu. Hurðinni var hrundið upp og á augabragði fylltist litla íbúðin af ókunnu fólki. Bjartmar leiddi Stefaníu út að glugganum. - Stefanía mfn, þér varð að síðustu ósk þinni. Glugginn var þeim engin hindrun. Þau svifu út og sameinuðust dásamlegu vorveðrinu. □ sveiflaðist upp á brjóst hennar. Skolli átti ekki von á neinni truflun og rak upp urrandi hvæs en hentist svo á eftir handleggnum, ákveöinn í að sleppa ekki æti sínu. Það fór eins og Stefanía haföi vonað. Skolli kom sér fyrir á bringunni á henni og hélt á- fram að tæta í sig lifandi holdið. Hún fann heitan andardrátt hans leggja framan í andlit- ið. Lykt af kjöti, kjöti af hennar eigin líkama, fyllti vit hennar svo henni lá við köfnun. Stefanía krafsaði prjóninn upp í greipina. Hún lagði aftur augun dálitla stund og safnaði saman allri þeirri orku sem hún átti. Hún hóf síðan prjóninn á loft og rak hann af öllu afli í Skolla. Hann rak upp skerandi öskur og stökk hátt í loft upp. Hann linnti ekki látunum og hentist á allt sem fyrir varð, braut og bramlaði af heift og kvölum. Barátta hans hélt áfram 19. TBL. 1993 VIKAN 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.