Vikan


Vikan - 23.09.1993, Side 58

Vikan - 23.09.1993, Side 58
Frh. af bls. 10 Á Norðurlöndunum er kennsluskyldan styttri en við- vera kennara f skólanum lengri. Það eru skiptar skoð- anir á meðal kennara í þess- um efnum en á það ber að líta að forsendurnar hafa breyst á undanförnum árum. Kennarar hafa ekki lengur yfirvinnu í skólunum né heldur einhverja aukavinnu að hverfa að eftir skóla. Sumarvinnan hefur einnig dregist saman, þeir hafa ekki lengur Hrauneyjar- fossvirkjun eða sambærilegar framkvæmdir að sækja til á sumrin. Menn verða að horfast í augu við þetta. Lang- flestir kennarar sjá að eölileg- ast er að vinna starfið sitt inni í skólunum. Þá kemur hins vegar í Ijós að víða er engin aðstaða til þess. Um 500 milljónum króna á ári er varið í sérkennslu í skól- um. Ég trúi því aö sú upphæð myndi lækka ef hver kennari hefði aðeins einn bekk og gæti sinnt sínum krökkum. Þá er ef til vill hægt aö tryggja kennslu við hæfi hvers og eins þrátt fyrir blöndun f bekkjum. Þessar hugsanlegu breyt- ingar voru ræddar á haust- þingi Kennarafélags Reykja- víkur og víðar í fyrra. Æ fleiri gera sér grein fyrir að þetta mundi bæta skólana og auka virðingu á kennarastarfinu. Auðvitað þarf svo líka að borga kennurum almennileg laun. SPOR í RÉTTA ÁTT í Reykjavík verður yngstu börnunum boðiö upp á aukna viöveru í vetur. Hér er verið að horfast í augu við þann vanda aö fólk hefur engan möguleika til gæslu barna sinna eftir skóla nema leita til dagmæðra og þaö er dýrt. Mörg börn hafa því verið vegalaus að skóla loknum. Rannsóknir í fyrra varðandi gæsluúrræði leiddu f Ijós aö ástandið er slæmt. Árni Sigfússon, formaður skólamálaráðs Reykjavíkur, hefur haft mikinn áhuga á að bjóða börnum holla viðveru í skólunum, viðveru sem hefði eitthvert innihald á borð við leikjanámskeiðin á sumrin og slíkt yrði skipulagt í hverjum skóla. Við studdum þessa við- leitni því að þarna er verið að koma til móts við þarfir barna og foreldra. Við vonum aö þetta sé áfangi að því marki að við fáum einsetinn skóla og lengri skóladag. Flestir eru sammála um að skóladagur- inn hjá yngstu krökkunum sé of stuttur. En af því þessi aukna viðvera er ekki skylda kemur hún ekki í staðinn fyrir lengri skóiadag. Það er alveg auðheyrt að þeir foreldrar sem hafa þurft á þessu að halda eru þó ánægðir. Stundum fær maður eins og blauta tusku f andlitið at- hugasemdir á borð við: „Já, þið foreldrar viljið greinilega láta skólann bara passa börn- in ykkar." Sjáum til dæmis hvernig þetta er í Bretlandi, þar sem miklu fleiri mæður eru heimavinnandi en hér tíðkast. Þar byrja börn fimm ára í skóla og eru þar frá því hálfníu á morgnana til hálfþrjú á daginn. Þar talar enginn um að börnin séu í gæslu enda er það menntun þeirra sem máli skiptir. Þessi börn læra að mála og teikna, læra dans og á hljóðfæri svo dæmi séu nefnd. Hér á landi er viðhorfið gjarnan það aö börnin hafi gott af því að bjarga sér sjálf. Staðreyndin er sú að við erum með stóran hóp af tauga- veikluðum og illa förnum börnum og vandamálin eru geysileg. Eg fullyrði aö þetta ástand sé til komið vegna þess að börnin hafa of lítij samskipti við fullorðið fólk. í framhaldi af þessu má benda á hversu stórt framfaraspor það yrði ef tónlistarkennsla í grunnskólum yrði aukin og öll börn ættu þess kost að læra á eitthvert hljóðfæri, að minnsta kosti undirstöðuatriðin. Það eiga nefnilega ekki nærri öll börn foreldra sem hafa efni á því að greiða tugi þúsunda króna á hverjum vetri fyrir kennslu barna sinna í tónlist- arskólum. Þjóðfélag okkar hefur verið að breytast. Þú rekur ekki vel menntaða konu heim og segir henni að nú eigi hún að gæta barnsins síns. Þú rekur heldur ekki Sóknarkonuna heim, hún verður að vinna til að sjá heimilinu fyrir nægum tekjum - eða einstæðu móðurina. Hvað geröist ef allar vinnandi konur á sjúkrahúsum færu heim einn góðan veðurdag? SLÍKT ER ÚT Í HÖTT Það er hrikalegt að niður- skurðurinn um þessar mundir skuli valda því að fjölgað verði í bekkjum á nýjan leik. Við fáum fjölmargar fyrirspurnir frá foreldrum sem segja okkur að verið sé að slá saman þremur átta ára bekkjum í tvo og það verði því þrjátíu börn í hvorum. „Hvað eigum við að gera?“ spyr fólk. Við getum litlu öðru svarað en því að hvetja fólk til að skrifa bréf sem sent yrði ráðherra, deild- arstjóra í menntamálaráðu- neyti, formanni menntamála- nefndar, formanni skólamála- ráðs og fræðslustjóra. Þá vita viðkomandi hvað um er að ræða og að fólk sé ekki sam- mála því sem er verið að gera - þögn er sama og samþykki. Ég get ímyndað mér hvern- ig það er að vera kennari átta ára barna þar sem þrjátíu eru í bekk. Þar af eru kannski tvö misþroska, þrjú ofvirk, fimm þæg og góö sem sitja og fylgj- ast meö, nokkur sem vaöa á- fram, eru langt á undan hinum og bíða eftir nýjum verkefnum og loks einhver miðlungur. Öllum þessum nemendum þarf kennarinn að sinna á jafnréttisgrundvelli. Allir sjá að slíkt er ómögulegt. Sem betur fer eru foreldrar farnir að sýna skólum barna sinna aukinn áhuga og þeir um leið að opna dyr sínar. Þetta eykur skilning á báða bóga. Ég er sannfærð um að skólarnir hefðu ávinning af því að opna dyr sínar enn frekar og ég tala nú ekki um ef þeir geta sýnt foreldrum fram á hluti sem skólamenn vildu að betur mættu fara. Þeir gætu síðan beitt þrýstingi í krafti samtakanna. Það væri líka ráð að bjóöa þingmönnum og öðrum áhrifamönnum í skól- ana og sýna þeim hlutina svart á hvítu. Það voru bara smápeningar sem spöruðust á því að steypa saman nokkrum bekkjardeildum, þar sem það var gert, miðað við hvað tjónið af því verður mik- ið. EKKI ÖFUNDA ÉG ÞANN KENNARA---------- Kennari, sem einangrar sig í starfi og forðast endurmennt- 58 VIKAN 19. TBL. 1993 un og samskipti við fagfólk á sínu sviði, gefur ekki mikið af sér í vinnu, sumir eru útbrunn- ir og mæta illa. Duglegir og metnaðargjarnir kennarar finna mjög fyrir þessu. Það er merkilegt að ekkert eftirlit skuli vera með því hvort kennarar sækja námskeið á sumrin. Skólastjóri, sem verk- stjóri kennaraliðsins, hefur varla umboð til að skikka menn til að fara á námskeið. Engu að síður er gert ráð fyrir því í samningum kennara að þeir verji sem nemur 153 stundum á ári til endurmennt- unar, rúmum þremur vinnuvik- um. Kennarasamtökin segja, sem er rétt, að Kennarahá- skólinn geti ekki með nokkru móti tekið á móti nema tak- mörkuðum fjölda fólks á þau námskeið sem hann stendur fyrir. Okkar hlutverk er að ýta á stjórnvöld svo að framboðið veröi aukið á þessu sviði. Við bendum kennurum einnig á að þeir geti staðið fyrir nám- skeiðum í eigin skólum og fengið utanaðkomandi aðila til að aðstoða sig. Ég er kannski ekki mjög vinsæl meðal kenn- ara fyrir að benda á þessa hluti en málið snýst um fag- legt skólastarf og gæði. Skólakerfið hér á landi er dýrt en samt þurfum við að verja meiri fjármunum til skól- anna en við höfum gert. Reyndar er ég þeirrar skoðun- ar að það fjármagn sem við setjum í þá nýtist ekki alltaf nógu vel. í því sambandi vil ég benda á æviráðningar skólastjóra og kennara, sem og annarra stétta hjá hinu op- inbera. Þetta kerfi réttlætir það aö kennarar eða stjórn- endur skóla, sem standa sig ekki, haldi starfi sínu þangað til þeir fara á eftirlaun. Ef venjulegur launamaður stend- ur sig ekki sem skyldi er hann látinn fara, að minnsta kosti færi hann fyrstur um leið og harönaði á dalnum. Ekki öf- unda ég heldur þann kennara sem á fimm ár eftir í eftirlaun og kvíðir því á hverju einasta kvöldi að þurfa að fara í skól- ann næsta dag. Honum er kannski búið aö líða illa í mörg ár og veit innst inni að hann veldur ekki starfi sfnu - en hann þorir ekki að skipta. Það er hæpið að slíkur kenn- ari skili vinnu sinni, hann hef- ur jafnvel ekki gert það í áraraðir, kannski aldrei. FÁ HUNDARNIR MEIRA EN BÖRNIN? Ég vil líka gera kröfur á okkur foreldrana. Ég held að við sof-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.