Vikan - 23.09.1993, Side 62
Aukið blóðstreymi styrkir
einnig sinar, liðbönd og brjósk,
það er að segja alla umgerö
beinanna. Þetta gerir það að
verkum að beinin sjált styrkj-
ast en það dregur úr hættu á
beinþynningu á efri árum.
Konum er hættara við bein-
þynningu en körlum þar sem
þær verða fyrir meiri kalkskorti
í kjölfar barneigna og tíða-
hvarfa og því er þetta þeim
mun mikilvægara fyrir þær.
á að við likamlega áreynslu
eykst blóðflæöið til heilans um
25 prósent. Almennt er talið
að þetta sé afar styrkjandi fyrir
heilavöðvana og allt höfuðið
og minnki líkur á höfuðverk
þar sem æðarnar í höfðinu
verði sveigjanlegri og síður lík-
legar til að þrengjast og valda
verkjum. Með því að taka til
heilans nærandi og súrefnis-
ríkt bióð stuðlum við að sjálf-
sögðu að skýrari hugsun!
sama hvort um er að ræða
heilsu okkar eða eitthvað ann-
að. Okkur finnst við alltaf of
tímabundnar til eins eða ann-
ars og áttum okkur ekki á því
að til að viðhalda hreysti lík-
amans nægja yfirleitt svona
fimm mínútur á dag! Það er
ekki langur tími. Já, hlustið
nú, önnum kafnar nútímakon-
ur: íþróttalæknar eru almennt
á þeirri skoðun að fimm mín-
útna ótrufluð áreynsla, sem
/
leikfimi og þjálfun aö sjálf-
sögðum og ánægjulegum
hluta dagsverkanna. Mikil-
vægt er að hafa I huga að
engin ein þjálfunaraðferð er
annarri beinlínis fremri og að
sú aðferð sem maður hefur
sjálfur mesta ánægju af skilar
ævinlega bestum árangri.
Mestu skiptir að stunda reglu-
lega og stöðuga þjálfun,
minna máli skiptir hvað er
stundað.
HRAUSTUR UKAMI,
ALMENN VEUIÐAN
Aukið súrefnismagn í lík-
amanum leiðir einnig til hrað-
ari efnaskipta sem þýðir að
fitubrennsla verður mun skil-
virkari en ella. Af þeim sökum
verður megrun ævinlega á-
hrifaríkari þegar hún felst í
hreyfingu samfara breyttu
mataræði fremur en einföld-
um megrunarkúr án nauðsyn-
legrar hreyfingar. Margir
læknar hafa haldið því fram
að með hraðari efnaskiptum
minnki líkur á óeðlilegri frumu-
myndun sem geti leitt til
myndunar krabbameins.
Hraðari og skilvirkari efna-
skipti stuðla að styrkara og
virkara ónæmiskerfi. Við erum
því ólíklegri til að fá smitsjúk-
dóma, flensu, kvef og háls-
bólgu ef við fáum reglulega
og rétta hreyfingu.
Regluleg líkamsþjálfun hef-
ur mjög jákvæö áhrif á melt-
ingu þar sem meltingar-
vöðvarnir styrkjast um leið og
aðrir vöðvar og vinna því bet-
ur.
Regluleg áreynsla leiðir auk
þess til þess að við sofum
betur, þar sem líkaminn er
þreyttur á eðlilegan og heil-
brigðan hátt, fremur en undir-
lagður af stressálagi og
spennu sem auðvelt er að
losna viö í leikfimi eða annarri
þjálfun. Svefninn verður dýpri
og jafnari og við getum því
komist af með minni svefn en
áður. Þegar svefn er annars
vegar eru gæðin mikilvægari
en magniö.
Heilinn nýtur að sjálfsögðu
góös af auknu streymi heil-
brigös og súrefnisríks blóös.
Nýlegar rannsóknir sýna fram
Mikilvægt er að hafa í huga
að öll þessi jákvæðu áhrif,
sem regluleg og góð líkams-
þjálfun hefur á líkamann,
auka almenna vellíöan okkar
dagsdaglega. Það eru nefni-
lega bein tengsl milli andlegr-
ar og líkamlegrar vellíðunar.
Það eykur sjálfstraustið að
vera ánægður með sjálfan sig
og aukið sjálfstraust færir okk-
ur aukna velgengni í starfi og
einkalífi. Hraustur líkami fram-
leiðir auk þess meira af end-
orfíni sem er ópíumættaö efni
sem dregur úr verkjum í öllum
líkamanum og hefur róandi og
afslappandi áhrif á okkur. Þaö
er þetta efni sem veldur því
að margir komast í eins konar
„vímu“ þegar þeir hlaupa
langar og erfiðar vegalengdir!
Dagsdaglega hefur endorfín
jákvæð og góð áhrif á lík-
amann.
Þannig tengir rétt og jöfn
líkamsþjálfun saman allan lík-
amann og hefur góð og styrkj-
andi áhrif á allt líffærakerfi lík-
amans.
HVAÐ ERUM VIÐ
LENGI AÐ KOMAST
I GOTT FORM?
Hver kona ætti aö telja það
æskilegt, af augljósum ástæð-
um, að vera í góðu líkamlegu
formi. Jafn augljóst er að slíkt
gerist ekki af sjálfu sér eða
eftir pöntun. Því miður eru
þær konur of margar sem
telja það óskhyggju eina aö
vilja komast í gott form - þær
hafi jú engan tíma aflögu til
heilsuræktar og þjálfunar.
En þaö er endalaust hægt
að bera fyrir sig tímaskort,
beinist jafnt aö öllum hliðum
líffærakerfisins, leiði af sér
talsverða almenna örvun allra
stöðva líkamans.
Það segir sig auðvitað sjálft
að það er áhrifaríkara að
stunda yfirgripsmeiri líkams-
rækt og læknar telja að æski-
legast væri að eyða í það 45
mínútum og allt að klukkutíma
dag hvern, því að á þeim tíma
er unnt að örva allar líkams-
stöðvarnar að fullum afköst-
um. En þeir sem ekki geta
það hafa enga afsökun fyrir
því að vanrækja sjálfan sig.
Hafirðu vanrækt líkams-
þjálfun þína um langt skeið
getur raunar verið varasamt
að byrja strax á fullri þjálfun.
Það er mikilvægt að ofgera
sér ekki - líkaminn er eins og
vél sem stirðnar og jafnvel
ryðgar ef hún er ekki hreyfð
lengi! Þvf þart að smyrja hann
og liðka hægt og rólega þar til
afköstin eru orðin eðlileg á ný.
Því skiptir mestu að byggja
upp reglulega hreyfingu frekar
en að taka tryllt köst í kannski
tvær vikur á ári en ekkert
þess á milli. Margir taka slík
„köst“ ef frí gefst frá vinnu, til
dæmis í sumarfríum. Sumar-
fríið er vissulega gott tækifæri
til að hefja þjálfun en þá er
mikilvægt að gefa sér gott
tóm til að finna hvaða æfingar
henta manni best og koma
sér upp „æfingarútínu" sem
auðvelt er að halda við þegar
fríinu lýkur og dagsins önn
tekur við.
HVAR Á AÐ BYRJA?
Það er ekki eins erfitt og
margur heldur að gera létta
Athugið að það skiptir máli
hvenær dagsins þjálfunin fer
fram! Við erum ekki í sama lík-
amlega ástandinu allan daginn
og á ákveðnum tímum erum
við móttækilegri fyrir þjálfun en
á öðrum. Almennt má segja að
bestu tímarnir séu annað hvort
á morgnana, milli klukkan átta
og tíu, eða í eftirmiðdaginn,
milli klukkan fjögur og átta.
Þeir alhörðustu geta náttúrlega
nýtt sér báða þessa „æfinga-
tíma“! Þessir tímar ráðast af
hæð blóðþrýstings og styrk
hormóna í blóði; hvort tveggja
nær hámarki á þessum tímum
og líkaminn er því móttækileg-
asturfyrir áreiti.
Gott er þó aö hafa í huga að
varasamt er að hefja æfingar
strax eftir máltíð. Þá er líkam-
inn upptekinn við meltingu og
úrvinnslu næringarefna og ætti
ekki að leggja mikið á hann.
Það hægir á meltingunni og
gerir hana erfiðari ef meltingar-
færin fá ekki það blóöstreymi
sem þau þurfa vegna þess aö
maður er að hamast í leikfimi-
æfingum rétt á meöan!
Viljirðu koma þér upp þjálf-
unarferli sem hægt er að end-
urtaka reglulega (meö nauð-
synlegum breytingum) er gott
að hafa eftirfarandi í huga:
1. Ekki setja markiö of hátt
Ef þú hefur ekki lagt stund á
reglulega llkamsþjálfun er
nauðsynlegt að byrja blíðlega!
Það er engum til bóta að byrja
allt í einu á eins og hálfs tima
þrekleikfimi eftir margra ára
vanrækslu. Gott er aö byrja á
fimm mínútna léttri leikfimi
62 VIKAN 19. TBL. 1993