Vikan


Vikan - 23.09.1993, Side 64

Vikan - 23.09.1993, Side 64
VIÐTAL VIÐ MARSHALL HERSKOWITZ, LEIKSTJÓRA JACK THE BEAR OG SJÓNVARPSÞÁTTANNA „Á FERTUGSALDRI" LANGAR AD GERA KVIKMYND EFTIR ISLENDINGA- SOGUNUM Fljótlega verður tekin til sýninga í Sambíóunum myndin Jack the Bear með Danny DeVito í aðalhlut- verki. Hann leikur einstæðan i EINKAVIÐTAL LOFJURATLI EIRIKSSON Danny DeVito leikur einstæðan föAur meö tvo syni. föður með tvo syni, sem leikn- ir eru af Robert J. Steinmiller og Miko Hughes. Þetta er fyrsta mynd Roberts en Miko hefur áður verið í myndum á borð við Pet Sementary og Kindergarten Cop þar sem hann lék yngsta nemandann í bekknum. Baksvið sögunnar er sjöundi áratugurinn og myndin hefst þegar feðgarnir eru nýfluttir frá austurströnd Bandaríkjanna til Oakland, út- borgar San Francisco. Faðir- inn starfar sem kynnir í sjón- varpi og hann hefur einstakt lag á að setja sig inn f veru- leika barnanna í hverfinu og hafa ofan af fyrir þeim með kúnstugum uppátækjum. Hann á ekki eins létt með að hjálpa sonum sínum að sætta sig við fráfall móður þeirra en hún lést ári áður en áhorfend- ur koma til leiks. Jack the Bear er sérstak- lega vönduð mynd og þótt umfjöllunarefnið sé erfiðleikar feðganna við að laga sig að breyttum kringumstæðum og nýskipan hlutverka í fjölskyld- unni er myndin bráðfyndin og hrífur áhorfandann með í ferðalagi feðganna í gegnum litróf tilfinninganna. Danny DeVito hefur hingað til sýnt að hann er fullfær um að leika jafnt alvarleg sem gamanhlut- verk en í Jack the Bear sam- einar hann þessa hæfileika sfna á ógleymanlegan hátt. Leikstjóri Jack the Bear er Marshall Herskowitz en hann er áhorfendum Stöðvar tvö kunnur sem framleiðandi, leik- stjóri og handritahöfundur vin- sælla þátta sem sýndir hafa verið undir titlinum Á fertugs- aldri en þeir hafa vakið mikla athygli víða um heim og hlotið fjölda verðlauna. Þetta er fyrsta kvikmynd Herskowitz í fullri lengd en ber þess merki að hér er sérlega þroskaður og hæfileikaríkur leikstjóri á ferðinni, maður sem búast má við miklu af í framtfðinni. Ný- verið gafst mér tækifæri til að hitta Marshall Herskowitz að máli og ég spurði hann fyrst hvernig hann hefði farið að því að finna réttu leikarana f Jack the Bear. „Ég áttaði mig á því strax í upphafi að ef við hefðum ekki réttu krakkana í myndina mundi hún misheppnast. Kvik- myndaverið setti því í gang leit um öll Bandaríkin að róttu krökkunum og við skoðuðum þúsundir barna í tfu borgum. Við svona aðstæður er spurn- ingin bara að leita nógu vel og að lokum finnst rétta fólkið. Við fundum Robert í Chicago 64 VIKAN 19.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.