Vikan


Vikan - 23.09.1993, Síða 65

Vikan - 23.09.1993, Síða 65
en hann er í næstum þvi hverju einasta skoti í mynd- inni. Það sem ég var á höttun- um eftir í hans tilfelli var eigin- leiki sem er mjög vandfundinn hjá tólf ára dreng. Hann þurfti að hafa mikiö aðdráttarafl og eins konar „elli“ í andlitinu. Ég vissi að þetta andlit yrði að vera nokkurs konar gluggi fyrir áhorfendur inn í alla atburðina í sögunni og hann þyrfti að búa yfir ákveðinni kyrrð. Það er mjög erfitt að finna þessa eiginleika hjá leikara og ég vissi um leið og ég sá mynd- band með honum að hann væri rétti strákurinn í hlutverk- ið. Það var síðan mikill rugl- ingur í tengslum við valið á strák ( hlutverk yngri bróður- ins, þess sem Miko Hughes leikur. Við velktumst í vafa um hvort við ættum að fá tvíbura svo við gætum haft lengri vinnudag eða hvort við ættum að fá raunverulegan leikara og Guði sé lof að við tókum réttu ákvörðunina. Hann er mjög sérstakur leikari þrátt fyr- ir ungan aldur og skilur að hann verður að lifa sig inn i hlutverkið en ekki bara að þykjast.“ SJÓNRÆN TÚLKUN A HUGARHEIMI BARNSINS - Hverjir eru helstu erfiðleik- arnir við að vinna með börn- um? „Það var miklu léttara en ég hafði ímyndað mér. Allir krakkarnir voru mjög einbeittir og fullir áhuga. Þeir höfðu gaman af því að vera þarna og gera það sem þeir voru að gera. Krakkar þurfa hjálp að sumu leyti. Það er erfitt fyrir þá að segja hlutina á réttum tíma, það er erfitt fyrir þá að vera kyrrir og þeir eiga erfitt með að halda staðfestu í gegnum heilt myndskeið. Af þeim sökum þurfti ég að ein- falda sum myndskeiðin og kiippa á milli sjónarhorna þannig að myndatakan varð einfaldari fyrir vikið. Eitt sem ég hafði ekki hugsað út í voru allir þeir möguleikar á tilfinn- ingalegri tjáningu sem þessir krakkar gátu gefið atburðum myndarinnar. Miko og Robert áttu til dæmis báðir mjög auð- velt með að gráta þegar þurfti og engin þörf á svipu til að ná þeim tilfinningum út úr þeim,“ segir Herskowitz og hlær. „Þetta gerði starf mitt miklu léttara því þeir gátu náð þess- um tilfinningalegu hápunktum sjálfir. Ég leiðbeindi þeim en lokaframmistaða þeirra var ekki undir mér komin." - Hvað um atriðið þar sem varðhundarnir hræða næstum úrþeim liftóruna? „Það er athyglisvert hvað gerist með krakka... í gamla daga voru notaðir glyserín- dropar til að setja í augun á fólki til að hjálpa því að gráta. Núna eru notaðir mentólkrist- allar í vökvaformi og þeim sprautað í augun. Þegar börn- in finna að tárin eru að koma þá fara þau þara að gráta. Þau meiða sig ekki neitt, þetta er eins og tilfinningalegur hvati sem kemur ferlinu af stað. Þetta hafði ekkert með hundana að gera því við átt- um í mestu vandræðum með að fá þá til að gelta.“ - Hvað var það við söguna sem varð til þess að þú á- kvaðst að gera Jack the Bear? „Ég var ekki búinn að lesa söguna þegar ég sá kvik- myndahandritið en varð strax heillaður af þvi á hve raun- verulegan hátt það hjálpaði i 19.TBL. 1993 VIKAN 65

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.