Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 70
þakin grunnvatni og gætu því
reynst illfær. Eftir þriggja daga
dvöl í Uyuni við undirbúning,
aðallega öflun eldsneytis, mat-
væla og varahluta, fórum við á
fund bólivískra embætt-
ismanna því saltsléttuöræfin
eru einskis manns land sem
liggur á milli landamæra
Bólivíu annars vegar og Chile
hins vegar. Þetta eyðilega og
óbyggilega landflæmi hefur þó
hvorugt ríkið viljað eigna sér og
því urðum við að fá vegabréfs-
stimpla í Uyuni því til sönnunar
að við hefðum yfirgefið Bólivíu.
Þar hittum við fyrir embættis-
mann sem talaði dálitla frönsku
og tjáði okkur að þarna væru
þrír Kanadamenn sem væru
jafndjarfir og við og ætluðu að
freista þess að komast yfir salt-
sléttuvötnin á þessum tíma árs
og til Chile. Um kvöldið fórum
við á stúfana og höfðum uppi á
þeim félögum og eftir stutta
viðkynningu var ákveðið að
halda út á saltslétturnar í sam-
floti.
Fyrstu tvo dagana miðaði
okkur sæmilega en á þriðja
degi breytti landslagið um svip
og flatneskjan breiddi úr sér,
alhvít eins og um snjó væri að
ræða. Það eru einmitt salt-
kristallar sem mynda þunna
en harða skel á yfirborðinu.
Sólskinið varð geysilega
sterkt, bæði sökum hæðarinn-
ar og endurkasts frá alhvítri
jörðinni. Sums staðar var salt-
skelin svo hörð að við týndum
slóðanum og líkt og í eyði-
mörkum rann bókstaflega allt
saman f birtu og hillingum. Þá
voru það aðeins eldfjallatopp-
arnir og áttavitinn sem gátu
vísað til vegar. Á fjórða degi
komum við að grunnvötnunum
og eftir að hafa ekið nokkra
tíma meðfram þeim varð okk-
ur Ijóst hversu geysilega við-
áttumikil þau eru. Var því ekki
annað að gera en að freista
þess að keyra þvert yfir vötnin
í von um að saltskelin léti ekki
undan en þar sem við héldum
út á grunnvötnin var engin leið
að sjá fyrir endann á þeim þar
sem allt rann saman í að því
er virtist óendanlega og líf-
vana saltflatneskjuna.
Seinnipartinn þann sama
dag brast saltskelin undan
þunga fremri jeppans og sat
hann pikkfastur í um hálfs
metra djúpu vatninu. Við illan
leik tókst okkur að koma aftari
jeppanum fram fyrir og setja
tóg á milli þeirra. Siðan fjöl-
menntum við út í vel kalt vatn-
ið og tókum til við að moka og
ýta. Svona gekk þetta í nokkr-
ar stundir og miðaði mjög
hægt en þegar sólin tók að
lækka á lofti fór að hvessa og
bæði lofthiti og vatnshiti hröp-
uðu skyndilega. Því var ekki
um annað að ræða en hafast
við þarna í jeppunum um nótt-
ina. Það var spaugilegt þegar
menn stigu upp úr saltvatninu
því að á kuldabitna og tilfinn-
ingalitla sköflungana höfðu
hlaðist saltkögglar og þar sem
þeir héngu rækilega fastir í
hárunum var býsna óþægilegt
að slfta þá af.
BOTNINN SALTSTORK-
INN OG VEÐURBARINN
Þar sem ekki var mikið pláss í
farangursrými jeppans og við
Innfæddir
í vandræö-
um meö
yfirhlaðinn
bát sinn á
Titicaca
vatni sem
er eitt-
hvert
hæsta og
dýpsta
stöðuvatn
jaröar, á
hásléttu
Andes-
fjallgarös-
ins viö
landamæri
Perú og
Bólivíu.
Saltsléttu-
öræfin
milli
landa-
mæra
Bólivíu og
Chile eru
einskis
manns
land.
Flatneskj-
an er snjó-
hvít og
víöáttu-
mikil
grunnvötn
hylja
þunna en
haröa
saltskel-
ina. Stund
milli
strföa hjá
Riff.
umkringdir hálfs metra djúpu
vatni svo langt sem augað
eygði urðum við að hlaða tölu-
verðu af birgðunum á toppinn
svo að hægt væri að athafna
sig við matargerð enda menn
orðnir heldur svangir. Lengi get-
ur þó vont versnað því eitthvað
hafði meistarakokkurinn Riff flýtt
sér um of við matseldina og er
líða tók á þessa eftirminnilegu
nótt, rétt um það leyti sem ég
var að festa blund þarna í
hráköldu og illa þröngu farar-
tækinu, fór hin tiygga ferðavin-
kona magapaddan að gera vart
við sig með tilheyrandi maga-
krömpum og óslökkvandi þörf
fyrir að tefla við páfann. Þar
sem ég stóð síðan í tafl-
mennsku þessari annað slagið
fram í morgunsárið, hálfnakinn í
ísköldu vatninu, var ekki fjarri
því að sólaruppkoman væri sú
fegursta og langþráðasta sem
ég hef augum litið eða bossa
barið enda skjálftaköstin farinn
að hrjá mig með dálitlum hita og
bakhlutinn orðinn töluvert veð-
urbarinn og létt saltaður.
Um miðbik næsta dags, eftir
að við höfðum nýtt okkur bæði
trédrumba og gúmmímottur til
undirhleðslu og að loknum mikl-
um mokstri, náðum við báðum
bílunum upp. Þá héldum við til
baka og síðan í norðurátt í von
um að fá harðan botn alla leið
yfir. Sex tímum seinna glaðnaði
heldur yfir mönnum enda komn-
ir á þurrt undir ónefndu eldfjalli
og með söltu grunnvötnin að
baki. Um kvöldið héldum við
svo upp á þetta með varðeldi
þar sem nokkrar saltétnar flíkur
fuðruðu upp.
Það tók okkur allt að því þrjár
vikur að brjótast yfir saltsléttuör-
æfin að landamærum Chile og
það sem tímafrekast reyndist á
leiðinni voru bílfesturnar sem
við bösluðum við í tíma og ó-
tíma. Einnig tafði okkur allur sá
ótrúlegi fjöldi bílslóða sem við
þurftum að snúa af, ýmist sök-
um þess að þær enduðu
skyndilega eða reyndust með
öllu ófærar. Þrátt fyrir óblíða
veðráttu og harðneskju lands-
ins var ekki laust við að við
kveddum með söknuði þessi
öræfi sem umkringd eru sínum
stórkostlegu eldfjöllum. □
70 VIKAN 19. TBL. 1993