Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 10

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 10
FERÐALOG Il' ili, Magnúsi fannsi eins og Taj Mahal svifi í fögrum garöinum. í dag er Magnús tónlistar- ritstjóri Rásar tvö, auk þess aö spila á gítar í hljómsveit- inni Fánum. Starf hans á Rásinni felst meðal annars í að skipuleggja hvaða tónlist er spiluð, leggja línur í plötu- innkaupum og ákveða hverj- ir koma í viðtöl. „Þetta er lif- andi og skemmtilegt starf, þótt vitanlega sé hér óttalegt þref stundum," segir Magn- ús. „Útvarpið er opinber stofnun og háð öllum þeim takmörkunum sem því fylgja, en á móti kemur að ég vinn með skemmtilegasta fólki innan stofnunarinnar. Þrátt fyrir allt höfum við mikið frelsi vegna þess að við er- um ekki eins háð markaðs- öflunum og aðrar stöðvar." Magnús fæddist í Reykja- vík en fluttist á Seyðisfjörð fimm ára gamall. Árið 1977 var hann tónlistarkennari á Seyðisfirði og kynntist þá Catherine, enskri konu sem vann á íslandi um sumarið. Þau felldu hugi saman og Magnús flutti til Englands með henni. Ári síðar fluttu þau til Ítalíu og bjuggu í Lago Lugano, litlu fjallaþorpi við svissn- esku landamærin, í þrjú ár. Magnús stundaði nám í Míl- anó en að námi loknu seldu þau hjónin allar eigur sínar og áttu þannig nægt fé til As- íufarar. ÓTTI FYRSTA TILFINNINGIN Magnús hefur ferðasöguna: „Við flugum til Sri Lanka sem var fyrsta viðkynning mín af þriðja heiminum. Utanvið flugstööina í Kolombó er stór girðing og í henni hékk fólk eins og grindhoruð dýr. Maöur var hreinlega skít- hræddur og helst vildi ég hlaupa upp í flugvélina aftur og fara heim, enda skilst mér að ótti sé fyrsta tilfinning Vesturlandabúans viö kom- una til þriðja heimsins. Fólk- ið er allt svart, það er horaö, tötralega klætt, lyktin er yfir- þyrmandi og bílarnir eins og úr bílakirkjugaröi. Allt er svo dapurlegt og vonlaust. Húsin Ijót, allt í niðurníðslu, mikil örbirgö og ekkert til að gleðja augað. Þetta vandist þó ótrúlega fljótt en þaö er mjög mikil Eftir aö hafa gengö framhjá flugnamergðinni hjá slátrara í Indlandi skildi Magnús hvers vegna Indverjar eru grænmetis- ætur aö mestu. „Þaö er mikil lexia aö sjá viö hvaö hundruö milljóna manna þurfa aö búa,“ segir Mangús. „Þegar maöur er alinn upp viö siöfræöi miskunssama Samverjans er erfitt aö hofa upp á deyjandi barn í rennisteininum. . . Örbirgöin er ofboösleg." lexía að sjá við hvað hundruð milljóna manna þurfa að búa. Sri Lanka er Kka alger perla, fjöllótt land sem hefur verið byggt í þúsundir ára. Þar má sjá heilu fjöllin út- skorin I stalla sem á eru rækt- uð te og hrísgrjón. Þarna eru nokkrar fallegar borgir, glæsi- legar strendur og afskaplega vingjarnlegt fólk. Innfæddir heita Singhalese, flestir þeirra eru búddistar, glaðlegir og fordómalausir og taka fólki eins og það er, ólíkt því sem mætti manni á Indlandi." 10 VIKAN 3. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.