Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 12
ATORKUMAÐUR
Magnús Kjartansson hefur spilaö á hljóöfæri síð-
an hann man eftir sér. Hann breyttist ótrúlega
mikiö á árunum kringum fermingu en síðan hef-
ur hann eiginlega ekkert breyst nema hvaö hann hefur
aöeins róast. Eða hvað? Hann hefur alltaf haft í nógu aö
snúast og kannski vel það. Sautján ára gamall var hann
farinn aö kenna tónmennt við barnaskóla. Núna býr hann
í Hafnarfirði og rekur lítið hljóðver heima hjá sér. Þar
semur hann músík fyrir auglýsingar, kvikmyndir og hvað-
eina. Hann er í hljómsveitinni í þáttunum Á tali hjá
Hemma Gunn, skrifar nótnabækur og stjórnar hljómplötu-
upptökum. Hann er formaður STEFs og stjórnarmaður f
rokkdeild Félags íslenskra hljómlistarmanna og Félags
tónskálda og textahöfunda. Þar að auki er hann í sam-
bandi við hugmyndríkt fólk um víða veröld og er kominn á
kaf í pólitík. Þegar ég heimsótti hann um daginn, í snot-
urt, gamalt bárujárnshús í Hafnarfirði og hafði þegiö
kaffibolla í eldhúsinu og hann var tilbúinn í viðtal,
spurði ég hann fyrst, svona til að segja eitthvað,
hvernig hann hefði kynnst konunni sinni.
ÞESSA TEK ÉG FRÁ
MAGNÚS: Ég man það nú eins og það hefði
gerst í gær. Við Keflvíkingar bjuggum
við þau ógnarfríðindi að þegar fólk var
komið í þriðja bekk í gaggó, var eini
skólinn, sem kenndi það stig á öll-
um Suðurnesjunum, Gagnfræða-
skólinn í Keflavík. Það var því al-
veg svakaleg spenna hjá okkur
12 VIKAN