Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 61

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 61
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON/UÓStó.: HREINN HREINSSON ©©/IX3E VIKUVIÐTAL VIÐ JOHN DALTON FRA OKLAHOMA John Dalton heitir ungur maöur frá Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist síöastliðið vor frá Brown háskólanum á Rhode Island þar sem hann stund- aði nám í bókmenntum og stærðfræði. f bókmennta- náminu lagði Dalton aðal- áherslu á fornar engilsaxn- eskar og íslenskar bók- menntir og pældi hann meðal annars í gegnum Eddukvæði og sumar íslend- ingasagnanna á frummálinu. Þessi knái Bandaríkja- maður vakti athygli blaða- manns Vikunnar þegar hann tók þátt í þorramótinu í Glímu í íþróttahúsinu i Mos- fellsbæ á dögunum. Hann komst ekki í verðlaunasæti en og sýndi að hann hefur lært ýmislegt á þeim stutta tíma sem hann hefur æft þessa þjóðlegu íþrótt. „Ég hóf að þjálfa glímu hjá Ármanni í nóvember síðast- liðnum. Ég las það í Egils sögu að Egill hafi verið mikill glímumaður og mér datt í hug að gaman gæti verið að læra þessa gömlu íslensku íþrótt. Við fyrstu sýn gæti maður haldið að sá sterkari sigraði alltaf en það er ekki rétt - því að glíman byggir svo mikið á brögðum, tækni, lipurð og snerpu. Slíkt gerir íþróttina miklu áhugaverðari - þess vepna höfðar hún til mín. I gagnfræðaskóla æfði ég fjölbragðaglímu en hætti því þegar ég fór í menntaskóla. í Oklahoma er fjölbragða- glíma mjög vinsæl íþrótt og unglingar smitast oft af áhuganum." LEIÐ EINS OG KÖRFUBOLTAMANNI Dalton kom til íslands í ágúst síðastliðnum i fram- haldi af því að hann hlaut námstyrk frá Fullbright-stofn- uninni til þess að leggja hér stund á íslensku og íslensk- ar bókmenntir. Hann hóf nám við Háskóla íslands í haust og settist á skólabekk með öðrum útlendingum í námskeiði sem kallað er „ís- lenska fyrir erlenda stúd- enta“. Hann hóf um svipað leyti að sækja námskeið i ís- lendingasögum í íslensku- deild Háskólans og fornum kveðskap þar sem kennslan fer alla jafna fram á íslensku. „Það var býsna erfitt fyrir mig að sitja þarna í tímum án þess að skilja nokkuð í fyrstu. Ég held mér hafi liðið svipað og atvinnumönnun- um i körfuboltaliðum háskól- anna heima í Bandaríkjun- um þegar þeir sitja í tímum í hinum ýmsu greinum. Oftar en ekki eru þeir þar aðeins að nafninu til. Ég skildi lítið í fyrstu en eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég getað fylgst meira með. Það er mikill áhugi fyrir þvi að leyfa erlendum stúdent- um að sitja i hinum ýmsu námskeiðum í íslenskudeild- inni og því er komið verulega til móts við þá þegar unnt er að koma því við. Ég sæki meðal annars tíma hjá Heimi Pálssyni í fornum kveðskap. Þar eru fimm útlendingar, - fjórir norskir stúdentar auk mín. Af þeim sökum hefur Heimir boðið okkur upp á sérstaka tíma þar sem hann hefur flutt útdrátt úr efninu á sænku fyrir okkur - en það mál skil ég prýðilega þar eð ég dvaldi í eitt ár í Svíþjóð í tengslum við nám mitt við Brown háskólann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í Háskólanum. I tím- um með íslendingum hefur mér verið sýndur mikill skiln- ingur og ævinlega er reynt að skýra hlutina sérstaklega út fyrir mér á ensku þegar málakunnáttu mína hefur þrotið. Vegna þess að ég er styrkþegi er mér útveguð vinnuaðstaða á Stofnun Árna Magnússonar í Árna- garði þar sem ég hef mætt sérstökum velvilja. Ég er hugfanginn af bókasafninu þar sem er frábært. - Og gömlu handritinum sem eru hreint ótrúleg." SKIL EKKI BRANDARA OG SÖNGTEXTA - Hvernig hefur þér annars gengiö að læra málið? „Mér þykir málfræðin óhemju erfið, það verð ég að segja. Mér finnst auðveldara að skilja málið en að tala það sjálfur en ég get orðið gert mig sæmilega skiljan- legan. Ég reyni að blanda geði við fólk í skólanum eins og ég get til þess að æfa mig í íslenskunni. Talmálið er það sem ég tel mig hafa mest not fyrir. Ég reyni líka að lesa dagblöðin en þar koma oftar en ekki fyrir alls konar orð sem ég ekki skil. Ég á líka í erfiðleikum með að skilja söngtexta og brand- ara. íslendingar eru mjög um- burðarlyndir gagnvart út- lendingum sem eru að reyna að gera sig skiljanlega á þeirra máli. Ég hef orðið þess var að fólk hefur haft gaman af að tala við mig á íslensku og hjálpa mér þá gjarnan þegar ég segi eitt- hvað vitlaust. Margir freistast líka til að tala við mig ensku - sem auðvitað er auðveld- ”E? I?el? , , mer hafi ara og fljotlegra. |iðiö svip. í raun og veru er íslensk- aö og at- an mjög skyld enskunni og yinnum- það sér maður í fornbók- ^^u'boh menntum á báðum tungu- taiiöum málunum. I námi mínu í háskói- miðaldabókmenntum og a°na tungumáli þess tíma hafði teinla 'a- . . ....f , . , Bandankj- það mikil ahrif a mig þegar unUm.“ ég uppgötvaði hvað margt er John Dai- líkt með fólki þess tíma og *.°p ®kildi okkar daga. Um þessar litiö 1 mundir er vinsælt aö tala um efninu hér postmodernisma og það ífyrstu. 3. TBL. 1994 VIKAN 61 NAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.