Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 37
því að það treysta allir þeirri
þjóð best til að gera góð vín
og góða osta sem er fremst í
ilmvötnum. Það hlýtur að
vera út af því að þeir eru
með svona hárfínt nef. Alveg
eins gera þeir í tískunni. Þeir
eru með bílana sína öðru-
vísi, með öðruvísi hönnun -
og þeir láta þetta haldast í
hendur til að geta selt föt.
Nú, þeir eru fremstir í fötun-
um en það þýðir það að fólk
kaupir af þeim allskonar
aðra hönnun sem hefur ekk-
ert með föt að gera.
Svona helst þetta í hend-
ur. Það má ekki lengur hafa
þetta svoleiðis hér á íslandi
að ein sendinefndin með
einhverjum jakkafatabítlum
úr frystihúsageiranum er
send út með skjalatöskurnar
sínar. Á sama tíma eru ein-
hverjir aðrir þrír upp í öðru
horni á Leifsstöð með laxa-
flök og kannski einhverjir
enn aðrir í hinu horninu að
fara eitthvert annað með
ígulkerjahrogn. Þetta gerist
ekki svoleiðis, hefur aldrei
verið gert svoleiðis og mun
aldrei ganga upp svoleiðis.
En íslendingar henda tug-
milljónum út um gluggann á
hverju ári, akkúrat í það að
allir eru að fara sitt í hverja
áttina og enginn talar við
neinn. Það eru ekki margar
smáþjóðir í heiminum, minni
en íslendingar, að reyna að
koma einhverju á markað
einhvers staðar.
NORRÆNT
MILLJARÐASAMSTARF
VIKAN: Þú hefur líka verið í
sambandi við allskonar fólk
erlendis, t.d. varðandi mús-
ík.
MAGNÚS: Já. Ég hef þurft
að sitja töluvert af fundum
og ráðstefnum, aðallega
samnorrænum. Þar hefur
náttúrlega ýmislegt komið
fram sem er mjög áhuga-
vert. Þó verð ég að segja að
mér finnst undarlega háir
veggir á milli Norðurlanda-
þjóðanna. Til dæmis held ég
að það þurfi mjög mikið að
gerast á íslandi til þess að
danskar, norskar eða
sænskar þlötur fari að selj-
ast hérna. Ég held líka að
það þurfi mjög mikið til að
norskar plötur seljist í Sví-
þjóð eða finnskar í Dan-
mörku. Það skrýtna við
Norðurlandabúa er það að
þeir vilja ekki kauþa hljóm-
plötur hver af öðrum fyrr en
þær koma frá Englandi.
Þetta höfum við sannreynt.
Til dæmis gat hljómsveitin A-
ha frá Noregi ekkert selt á
Norðurlöndunum fyrr en
hljómplötur þeirra komu út á
Bretlandi. Við getum talið
upp Abba, Roxette, Björku
Guðmundsdóttur og fleiri al-
þjóðlega listamenn frá
Skandinavíu sem höfðu
enga möguleika á að koma
vöru sinni á markað á hinum
Norðurlöndunum fyrr en þeir
voru orðnir viðurkenndir og
búnir að fá stimpil á rassgat-
ið á Englandi. Þetta er sorg-
leg staðreynd. Þessi lönd
kalla sig vinaþjóðir, telja sig
og að hafa samnorrænan
sjónvarpsþátt þar sem hvert
land byði upp á tvö tónlistar-
númer eða skemmtiatriði.
Þetta gæti hver þjóð gert i
sínu heimalandi því að það
er hægt að svissa á milli
landa með gervihnattasam-
bandi í beinni útsendingu og
norrænt skemmtiefni er síst
verra en hvað annað. Þegar
Skandinavar ná loksins inn á
stæri markaði, þá furðar fólk
sig einmitt á gæðum tónlist-
arinnar og vinnubragðanna í
hvívetna. Þess vegna er ein-
mitt meira litið upp til Norður-
landaþjóðanna en við gerum
sjálf því að við gerum svo
■ Þetta er töfrateeki fyrir alla sem haffa
gaman aff tónlist og eru svolitlir grúsk-
arar í sér.
■ Það má ekki lengur hafa þetta svo-
leiðis hér á íslandi að ein sendinefndin
með einhverjum jakkafatabítlum úr
frystihúsageiranum er send út með
skjalatöskurnar sínar.
■ Fálk setur samasemmerki á milli þess
að snillingur fæðist i einhverju landi og
framleiðslunnar í landinu.
eiga sameiginlega menningu
og standa í gífurlegu sam-
starfi upp á milljarða króna á
menningarlegum grunni á
hverju ári.
Samt er staðan þannig að
við teljum að norræn tónlist
eigi bara að vera í norrænu
húsunum og öðrum stöðum
þar sem fólk kemur saman til
að éta hrökkbrauð og getur
leigt þetta út á plötum. En
það eru þó, sem betur fer,
ýmsar hugmyndir í gangi um
hvernig hægt er að breyta
þessu og ég vona að þær
nái fram að ganga. Við telj-
um að það sé m.a. hægt
með því að flytjendur ferðist
meira innan Skandinavíu og
að útvarpsstöðvar sinni
skandinavískri tónlist í al-
mennri dagskrá. Það á ekki
bara að fjalla um hana í ein-
hverjum þáttum milli tíu og
ellefu á kvöldin af einhverj-
um menningarvitum. Við
höfum varpað fram hug-
myndum eins og að efna til
skandinavískra verðlaunaaf-
hendinga í sérstökum sjón-
varpsþætti fyrir frammistöðu
á hljómplötum og annað slíkt
miklar gæðakröfur. En við
þorum ekki að meðtaka okk-
ur sjálf fyrr en búið er að
stimpla okkur í Bretlandi eða
Bandaríkjunum.
DRAUMAR ÞESS SEM
ER BUNDINN
VIKAN: Þú heldur semsagt
að íslensk nýmenning sé
vænleg útflutningsvara.
MAGNÚS: Hún er það nú
þegar, bara með öfugum for-
merkjum. Björk þurfti að
flytja til Englands til að geta
flutt sína músík sem ég lít á
sem íslenska hljómlist. Hún
þarf að flytja hana sem út-
lenska hljómlist til íslands til
að (slendingar kaupi hana.
Þessi tvískinnungsháttur
truflar mann í sífellu. Islenskt
samfélag er þannig innstillt
að það vill ekki kaupa sína
eigin framleiðslu fyrr en það
fær hana innpakkaða sem
útlenska. Maður hefur horft
upp á það síðastliðin tuttugu
ár hvernig íslendingum er
seldur útlenski draumurinn,
t.d. í gegnum um nöfn á
skemmtistöðum - Holly-
wood, Broadway og Hard
Rock. Menn grípa einn
MacDonalds eða eitt Kent-
ucky-læri o.s.frv. Við vitum
að þetta eru íslenskir ham-
borgarar og kjúklingar en allt
( einu er þetta orðið miklu
betra en áður af því að það
er búið að pakka því inn í út-
lenskar umbúðir. Ég hef
aldrei getað dáðst að þessu
beinlínis en kannski hefur
maður komist snemma yfir
þetta af því að maður er að
hálfu leyti alinn upp á Kefla-
víkurflugvelli og upplifði
þetta samneyti við útlönd
kannski svolítið öðruvísi en
aðrir landsmenn. Þess
vegna er maður kannski
með örlítið minni minnimátt-
arkennd fyrir því sem er út-
lenskt.
VIKAN: Hvað heldurðu að
þú verðir að gera um þetta
leyti næsta ár?
MAGNÚS: Ég held ég
verði að klára þetta Ijóða-
verkefni akkúrat um þetta
leyti á næsta ári og vonandi
verð ég líka að leggja síð-
ustu hönd á söngleik.
VIKAN: Söngleik? Er hann
langt kominn?
MAGNÚS: Ja, ég er kom-
inn með töluvert efni og sag-
an er komin. Þetta er ekki
mjög umsvifamikið stykki
eða glæsisýning, heldur er
þetta í huga mínum sýning
sem á að vera hægt að fara
með í skólana og flytja þar.
Efnið fjallar um stúlku sem
fæðist þroskaheft og er sett
á hæli. Svo kemur í Ijós, um
leið og samband næst við
hana í gegnum tölvubúnað,
að hún er siður en svo and-
lega þroskaheft. Þessa sögu
höfum við fengið að uþþlifa
svo sterkt á íslandi, t.d. í
gegnum hana Ásdísi Jennu.
Ég sá í sjónvarpinu sýnt frá
útskriftarhátíð Menntaskól-
ans við Hamrahlíð, þar sem
allir voru að taka á móti
brottfararskírteininu sínu, og
hún var sú eina af fleiri tug-
um nemenda sem réði sér
ekki fyrir kæti yfir því að vera
búin að ná þessum áfanga.
Hún brosti og naut þess svo
greinilega að hafa náð
þessu takmarki í lífinu með- '
an hinir hálf bölsótuðust í
gegnum þessa athöfn. Ég er
að fjalla um það í huganum
ennþá að ganga frá sýningu,
sem segir frá þessu ferli og
draumum þess sem bundinn
er af svona mikilli fötlun, en
sýnir okkur svart á hvítu að
vilji er allt sem þarf. □
3. TBL. 1994 VIKAN 37
ATORKUMAÐUR