Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 32
SALRÆN SJONARMIÐ
JONA RUNA MIÐILL
SKRIFAR UM
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
þá þegar líða tók á tilraunirn-
ar, að reyndust numin rétt, í
að minnsta kosti sumum til-
vikum. ,,Þegar við gerðum
og einhver virðist hafa gaman
af öllu saman og þá tilfinningu
fæ ég oftast á kvöldin," segir
Addi og áhyggjru hans eru
Magnaðar
tilraunir
Við skoðum og svör-
um að þessu sinni
bréf frá ungum strák
sem kýs að kalla sig Adda.
Hann hefur verið að gera
magnaðar tilraunir í seinni
tíð ásamt félögum sínum,
sem tengjast hugsanaflutn-
ingi ásamt ýmsu öðru dul-
rænu, og haft gaman af þar
til ýmislegt miður gott fór að
gerast.
DULARFULL HUÓÐ OG
HLUTIR HREYFAST ÚR
STAÐ
Því miður er svo komið að
hann er orðinn dauðhrædd-
ur, vegna þess að eitt og
annað óhuggulegt er að
koma upp i kringum hann og
vini hans. ,,Ég er rosalega
hræddur, vegna þess að eft-
ir að hafa gert tilraunir með
vinum mínum með hugsana-
flutning í nokkra mánuði þá
er eins og eitthvað sé að hjá
a.m.k. mér. Ég heyri alls
konar hljóð og sé hluti hreyf-
ast úr stað í kringum mig,“
segir Addi og lýsir fleiru sem
gerir hann hræddan og
óvissan.
EITTHVAÐ ER AÐ FARA
ÚR BÖNDUNUM
Þegar hann tók þátt í til-
raununum með hugsana-
flutninginn byrjaði það þann-
ig að hann sat heima hjá sér
og vinir hans annars staðar
og þeir sendu svo hver öðr-
um hugsanir í formi skila-
boða sem þeir sáu eftir á, og
þessar tilraunir virtist ekkert
vera rangt við það. Svo þeg-
ar líða tók á og tilraunirnar
urðu fleiri og voru endur-
teknar oftar þá virtist eitt-
hvað fara úr böndunum sem
ég get varla skilið eða sgt al-
mennilega frá,“ segir hann
og er óöruggur.
NEIKVÆÐAR HUGAR-
FARSBREYTINGAR
Þeir vinirnir urðu, segir
hann, oftar en ekki ósam-
mála um algjör aukaatriði í
þessum tilraunum og fóru að
senda hver öðrum leiðinleg-
ar hugsanir sem voru hrein-
lega neikvæðar, telur hann.
Addi fullyrðir að hann hafi
fundið mjög slæma strauma
gagntaka sig og sjálfur
brugðist við með þvf að
senda leiðindi frá sér á móti
til vina sinna sökum þess að
hann taldi óþægindi þessi
komin frá þeim. Það var ein-
mitt í kjölfar þessara hugar-
farsbreytinga sem hann fór
að verða þess var að eitt og
annað er að gerast í kringum
hann sem hefur neikvæð
áhrif á hann.
DULARFULLT
HREYFIAFL OG
TORKENNILEG HUÓÐ
,,Það byrjaði þannig að eitt
kvöldið þegar ég var að fara
að sofa hreyfðist greinilega
hlutur úr stað og þegar ég
varð hræddur og fór framúr
og kveikti þá sá ég mér til
mikillar furðu að tölvustóllinn
minn hafði hreyfst úr stað, um
það bil þrjá metra. Ýmis hljóð
heyrast líka, eins og út úr
veggjunum eða bara loftinu
eða eitthvað. Stundum er eins
óneitanlega miklar og mig
undrar ekki.
NEIKVÆÐID BEINIST
AÐ VINUNUM
Honum finnst þetta nei-
kvæði, sem hann upplifir á
milli, beinast gegn vinum
sínum stundum. Þeir fara
alltaf meira og meira í taug-
arnar á honum og honum
finnst óþægilegt að hafa þá
svo oft fyrir hugskotssjónum
sínum og raun ber vitni. Sér-
staklega eftir að þeim sinn-
aðist. Hann biður um ábend-
ingar og hugsanlegar úrskýr-
ingar mínar á ástandinu ef
hægt væri. „Mér þætti mjög
vænt um, kæra Jóna Rúna,
ef þú sæir þér fært að leið-
beina mér og ég þakka þér
innilega fyrir fyrirfram.“ Ég
nota áfram hyggjuvit mitt,
reynsluþekkingu og innsæi
til svaranna.
DULRÆN ÖFL
Vissulega er það leyndar-
dómsfulla í tilverunni mikil
freisting fyrir okkur mörg.
Alla vega má segja að það
sem blasir við og tengist hin-
um venjulega hversdags-
leika sé ófullnægjandi fyrir
mörg okkar vegna þess að
við eins og skynjum það dul-
úðuga á bak við lífið og til-
veruna og höfum flest til-
hneigingu til að kafa dýpra f
þau mál sem og náttúrlega
önnur og ögn jarðbundnari.
Sökum þannig sjónarmiða
leiðumst við oftar en ekki út í
einhvers konar leit að öðrum
og jafnvel, að við höldum,
fullkomnari veruleika sem
byggður er á forsendum
annars konar lögmála eins
og andaheimurinn augljós-
lega er og allt, sem tengist
þeim þáttum í mannssálinni
vitanlega, sem hefur með
sjötta skilningavitið að gera.
FIKT OG FORVITNI
Við verðum samt að fara
mjög varlega í allt fikt í þess-
um efnum sökum þess að
það er auðveldara að koma
sér í vandræði á þessum
sviðum tilverunnar en út úr
þeim aftur. Vinirnir þrfr fóru
eiginlega af forvitni að gera
einfaldar tilraunir með hugs-
anaflutning sem virtist ganga
vel, a.m.k. fyrst framan af,
en svo allt í einu var eins og
eitthvað færi úrskeiðis og
núna stendur a.m.k. Addi
frammi fyrir því að honum
líður óþægilega og er eigin-
lega skelfingu lostinn vegna
þess að í kringum hann hafa
magnast einhver þau öfl sem
honum stendur stuggur af.
ÆRSLANDAR
HÁVADASAMIR OG
ÓÞÆGILEGIR
Hann talar um að hlutir
hreyfist eins og ósjálfrátt
sem bendir til þess að ein-
hvers konar ærslandafyrir-
bæri sé á sveimi í kringum
hann. Með orðinu ærslandi
eða „poltergeist" eins og fyr-
irbærið er oftast kallað, er átt
við þann framliðna anda
sem er hávaðasamur og fyr-
irferðarmikill og leggur sig
eftir því að ástunda hrekki
eða stríðni þar sem viðkom-
andi getur komið því við, í al-
gjöru tilgangsleysi virðist
vera, a.m.k. í flestum tilvik-
um. Slíkur andi getur valdið
þó nokkrum óskunda og eitt
og annað gerst sem beinlín-
is gerir þeim, sem sitja uppi
með þannig fyrirbæri, lífið
virkilega óþægilegt og ótta-
blandið, a.m.k. um tíma eða
þar til búið er að uppræta
ástandið með þekkingu
þeirra sem svona fyrirbæri
gjörþekkja og skilja.
ÓÞÆGINDI REIMLEIKA
Um það bil fimm hundruð
slík fyrirbæri hafa í gegnum
tíðina skotið upp kollinum
víðsvegar um Evrópu og
Bandríkin og margt hefur
verið ritað og rætt um þau.
Sum hafa verið það hastar-
leg að fólk hefur orðið að
flýja húsakynni sín þegar
verst hefur látið. Þetta fyrir-
bæri er líka kallað reimleikar,
a.m.k. af mörgum sálarrann-
32 VIKAN 3. TBL. 1994