Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 45

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 45
þessa miklu áreynslu. í dáleiðslu er þetta aftur á móti mjög auð- velt. Ég efli hjá þeim líkamsstyrk- inn með hugarorku, því hugur stjórnar líkamanum. Það væri meira að segja hægt að láta tvær til þrjár manneskjur setjast ofan á eina og hún gæti auðveldlega borið þær. Styrkurinn verður meiri og þarna er bara verið að efla það sem þegar er til staðar." - Getur þetta ekki verið hættu- legt fyrir líkamann? „Nei, og fólk finnur hvorki fyrir eymslum né harðsperrum." - Hvað var það sem þú hvísl- aðir að krökkunum þegar þú dá- leiddir þau í sjónvarpinu? „Það er atvinnuleyndarmál." - Muna þau eftir því? „Já, já.“ - Hvaða fleiri atriði hefur þú notað þegar þú heldur dáleiðslu- sýningar? „Ég hef haldið ýmsar sýningar og er mikið í því núna. Fer í skóla og á ýmsar aðrar skemmtanir þar sem ég kem fram með nokkur sýningaratriði. Þetta eru svona atrið þar sem verið er að leika sér með ímyndunarhluta hugans. Ég læt fólk lifa sig inní margvísleg hlutverk og leika ímyndaðann veruleika. Þetta virkar mjög raun- verulegt, alveg eins og þegar við vorum krakkar að leika okkur og lifðum okkur inní hlutverk og bjuggum til það sem vantaði uppá. Það var alveg nógu raunverulegt. Það gerist það sama við dáleiðslu, maður lifir sig innf ímyndaðan heim sem er mjög skemmtilegur og raunverulegur fyrir manneskj- una á þeirri stund.“ - Maður veltir því fyrir sér þeg- ar maður sér dáleiðslusýningaratr- iði þar sem fólk hagar sér oft og tíðum eins og apakettir á fylleríi hvort það sé í raun og veru í dá- leiðslu eða hvort það leikur bara uppá grínið það sem því er sagt? „Það náttúrlega er að leika en það lifir sig inní atriðið mjög auð- veldlega alveg eins og krakki sem lifir sig inní leikinn sinn. Sviðsdáleiðarar nota það að efla stöð heilans sem er ímyndunar- aflið og gera leik fólksins mjög trúverðugan. Þetta ástand er ekki ólíkt því þegar mann dreymir. Draumar geta verið trúverðugir og þegar maður vaknar finnst manni þeir hafa verið raunveru- legir. Samt gerir maður skýran mun á draumi og veruleika." MARGSKONAR GOÐSAGNIR í SAMBANDI VIÐ DÁLEIÐSLUNA - Er hægt að dáleiða alla? „Nei, ekki þá sem vilja það ekki. Það getur líka verið mjög erfitt að dáleiða fólk sem er úr sambandi, ef svo mætti segja. Fólk sem getur ekki fylgt einföld- um leiðbeiningum. En það er hægt að dáleiða 98% þjóðarinn- ar. En alveg eins og sumir sofa fast og aðrir laust þá er fólk mis- móttækilegt fyrir dáleiðslu." - Geta allir dáleitt annað fólk? Gæti einhver manneskja fylgst nákvæmlega með því sem þú gerir og segir þegar þú dáleiðir, farið svo heim og dáleitt einhvern þar? „Ef manneskjan væri samþykk og sá sem dáleiðsluna reyndi myndi fylgja því eftir sem ég geri hér þá eru allar líkur á því að það gæti tekist. En þetta er bara eins - Sú hætta er þá ekki fyrir hendi að þú dáleiddir mann og yrðir síðan bráðkvaddur, að mað- urinn yrði fastur í dáleiðsluá- standinu? „Nei, það er enginn hætta á því. Maðurinn gæti vakið sig sjálfan." - Hverjar eru algengustu goð- sagnir í sambandi við dáleiðsl- una? „Þær eru margar og margs- konar. Til dæmis ómeðvitundin, fólk heldur að það verði ómeð- vitað og viti ekki hvað það segir eða gerir. Sumir halda að þetta geti verið hættulegt en það er alls ekki tilfellið, dáleiðsla getur aldrei verið hættuleg. Eins það og ef þú færir á sjúkrahús og fylgdist með uppskurði og færir svo heim og skærir einhvern upp. Þú gætir sjálfsagt skorið upp en það er spurning um hversu vel það væri framkvæmt. Það getur í sjálfu sér hver sem er lært að dá- leiða með þeim texta og formi sem notað er en beitingin yrði fúsk. En ólíkt því að skera upp manneskju þá er ekki hægt að valda eins miklum skaða með dáleiðslufikti. Amatörar gætu því hugsanlega dáleitt en kunna bara ekkert með það að fara.“ - Hefur það komið fyrir þig að erfitt hefur verið að vekja fólk úr dáleiðsluástandi? „Nei, aldrei. Það er ein af goð- sögnunum að ekki sé hægt að vekja alla eftir dáleiðslu. Það geta meira að segja allir vakið sig sjálfir hvenær sem er.“ að vakna ekki úr dáleiðsluást- andi, það er ástæðulaus ótti. Sumir halda líka að hægt sé að láta menn gera eitthvað í dá- leiðslu sem því er á móti skapi en það er ekki heldur hægt. Þetta eru svona helstu ranghug- myndirnar sem fólk hefur um dá- leiðslu." Dávaldurinn ásamt hluta af þeim prófskírteinum og viöurkenningum sem hann á í fórum sínum. AUDVELT AD LOKA FYRIR TÓBAKSLÖNGUN MEÐ DÁLEIÐSLU - Nú hefur maður séð í myndum að dávaldar dáleiða fólk þannig að það getur munað eða endurlif- að löngu liðna og annars gleymda atburði. Getur þú dáleitt fullorðna manneskju þannig að hún muni það sem gerðist t.d. á fimm ára afmæli hennar þó hún myndi það ekki í vöku? „Já, já, það er alveg hægt. En 3.TBL. 1994 VIKAN 45 DÁLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.