Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 33

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 33
sóknarmönnum. Það er sök- um þess að fyrirbærunum fylgir hávaði og mikil hreyf- ing hluta úr stað þannig að til óþæginda er fyrir þá sem fyrir verða. LÍFSÞROSKALEYSI OG BARNASKAPUR Sagt er að í tilvikum þann- ig fyrirbæra sé um að ræða mjög jarðbundinn einstakling eða anda sem hefur alls ekki, í eiginlegum skilningi, losnað frá jarðsviðinu og leggur sig eftir þeirri jarð- nesku orku sem verður fyrir honum og reynir að skaþa þau skilyrði í nálægð við lif- endur sem eru erfið og hvim- leið eins og t.d. þegar þeir hreyfa hluti úr stað, hvernig sem á því stendur. Það er auðvitað vísbending um barnaskap og lífsþroskaleysi viðkomandi einstaklings eða anda eins og sumir kalla látna gjarnan. VAXANDI PIRRINGUR OG TAUGASPENNA Þessi skýring gæti átt við í þeim tilvikum þegar Addi finnur og sér aðstæður og andrúmsloft breytast í kring- um sig. Andrúmsloftið virðist vera eins og einhver sé á staðnum sem þó sést ekki. Hin skýringin sem er mögu- leg á þessum fyrirbærum er sú að þau gætu átt upphaf sitt og tilvist í sálarlífi Adda. Það er að segja að vaxandi pirringur hans og tauga- spenna getur leyst úr læð- ingi orku sem er hreyfanleg, kröftug og andleg. Hún get- ur, vegna tilfinningalegs uppnáms Adda, komið af stað fyrirbærum sem þess- um. Þetta myndi þá kallast sálrænt ástand sem á upp- haf sitt í dulvitund hans sjálfs og ástandið er þá ómeðvitað og gerir ekki boð á undan sér en kemur og fer með miklum fyrirgangi og leiðind- um og virðist eiga uþþhaf sitt fyrir utan þann sem uþplifir það en kemur raunverulega innan úr sálarlífi viðkomandi og hegðar sér svona. VIÐ ERUM BÆDI VIDTÆKI OG ÚTVARP Hvað varðar hugsanaflutn- ing yfirleitt, þá er verið að þeita í þannig hughrifum hug- lægri orku í einhverjum til- gangi. Neikvæðar hugsanir framkalla vanlíðan hjá þeim sem við þeim tekur og hjá höfundi sínum líka. Við erum nefnilega bæði útvarp og við- tæki og verðum sökum þess að vanda allar okkar hugsanir og vera jafnframt vandlát á þær sem við tökum við. Það er því mikilvægt að hugsana- flutningur sé notaður í já- kvæðum tilgangi, en ekki bara til gamans og í full- komnu tilgangsleysi án ábyrgðar. NEIKVÆÐAR OG JÁKVÆÐAR HUGSANIR Allar okkar hugsanir hafa áhrif og það segir sig sjálft að það er fátt jákvætt við það að vera að gera tilraunir með hugsanaflutning sem er byggður á skökkum forsend- um eins og t.d. óánægju með vini sína og vonbrigðum í samskiptum. Við verðum að vera alveg klár á þeirri stað- reynd að hver einasta hugs- un tekur á sig form og er lif- andi og hefur nákvæmlega þau áhrif á okkur sjálf og aðra sem tilgangur þeirra segir til um. Neikvæðar hugsanir hafa neikvæð áhrif n jákvæð- ar þvert á móti. TVÍBENT FYRIRBÆRI Það segir sig sjálft að vin- irnir hefðu átt að nota já- kvætt form hugsana til að gera tilraunir sínar. Þeir hafa trúlega allir verið jákvæðir í byrjun, en svo hefur orðið misskilningur sem veldur þvi að á milli þeirra vina ganga mögulega mismunandi góð- ar hugsanir. Slíkur flutningur hugsana er vitanlega mjög tvíbent fyrirbæri og vel þess | virði að skoða það þetur til viðvörunar. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir eru að senda hver öðrum hin og þessi skilaboðin sem geta orkað tvímælis og það er eðlilegt að vara þá við slíku. NEIKVÆÐAR OG NIÐURRÍFANDI HUGSANIR Nauðsynlegt er því að benda Adda á að senda engum hugsanir nema í göf- ugum og jákvæðum tilgangi, vegna þess að það eru líkur á að allar okkar hugsanir hafi áhrif, stórar sem smáar og því ekki lítið mikilvægt að vanda þær. Við eigum ekki að senda út í andrúmsloftið hugsanir séu þær neikvæðar og niðurrífandi og beinist gegn öðrum. Niðurstaðan er mögulega sú að strákarnir hafi með tilraunum sínum komið einhverju því hug- lægu og dulrænu sambandi af stað milli sín sem getur orðið þeim til vandræða vegna vankunnáttu verði það ekki upprætt strax. VERND OG ANDLEGUR STUDNINGUR Addi ætti að efla með sér meira jákvæði og biðja for- sjónina um vernd og andleg- an stuðning í ótta sínum og óöryggi. Hann ætti ekki að ástunda hugsanaflutning sem er vita gagnslaus og fellur fremur undir kukl en nokkuð annað eins og honum hefur verið háttað í tilviki hans og vina hans. Það er alltaf mjög tvíeggjað að leysa úr læðingi öfl sem eru manni ókunnug og alls ekki víst að maður geti stýrt þeim eftir eigin geðþótta, þó að maður fegin vildi, þegar þau um síðir snúast upp í andhverfu sína. HÆTTUR OG VARKÁRNI Hugsanaflutningur er ein- ungis hentugur í formi fyrir- bæna og jákvæðra mark- miða sem eru hugsuð öðrum til blessunar, en alls ekki til skemmtunar fyrir þekkingar- snauða á sviðum yfirskilvit- legra fyrirbæra, þó freistandi geti verið fyrir okkur að kynnast því sem er tengt því leyndardómsfulla. Hættur þannig kannana eru of mikl- ar til að hyggilegt sé að beina sjónum sínum inn á þau svið sem auðveldlega geta snúist gegn manni ef fyllstu varkárni er ekki gætt. í dulfræðilegum efnum er ástæða til að fara gætilega og staðgóð þekking er mikil- væg. ÓKUNN ÖFL GETA VERIÐ VARHUGAVERÐ í þessum málum þarf að vera grandvar, jákvæður upplýstur og meðvitaður um mögulegar fyrirstöður, ekkert síður en það sem er ákjós- anlegt. Eða eins og forvitni strákurinn sagði: ,,Ég er handviss.um að það borgar sig frekar að vera föstum fót- um á jörðunni en að láta leyndardómsfull öfl teyma sig lengra en nefi manns nemur. Þess vegna er ég hættur öllu fikti og líður vel.“ □ Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík ' 3.TBL. 1994 VIKAN 33 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.