Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 22

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 22
LESBIUR viðbótar. Til dæmis á fyrri vinnustöðum hef ég ekki nennt að vera að tala um þetta þar sem mér finnst sem ég standi uppi sem eitt- hvað sérstakt tilfelli sem fólk kannski á bágt með að höndla. Núna er ég hinsvegar þannig stemmd að ég nenni ekki að standa í þessum feluleik lengur því í rauninni hef ég ekkert til að skamm- ast mín fyrir. Ég tel mig vera ■ „Mig langar til, með þessu viðtali, að taka af allan vafa þannig að ég þurfi ekki að standa mig að því að guggna þegar ég þarf kannski mest á því að halda að sannleik- urinn komi í Ijós." ■ „Það er í raun einfaldara fyrir tvær konur i sam- búð að eignast barn en fyrir tvo karlmenn." heiðarlega og koma fram við fólk af virðingu og því skyldi ég þurfa að skammast min fyrir það hvernig ég er gerð.“ Nú bjuggu þið í Færeyj- um. Hvernig var að stofna til sambúðar þar? „Það var i rauninni ekkert mál. Ég var að vinna með fullt af fólki en það var aldrei talað um okkur sem par eða elskendur. Ég veit ekki hvað fólk hugsaði eða talaði þeg- ar við heyrðum ekki til en við töluðum alltaf út á við eins og par. Við sögðumst ætla gera þetta og hitt saman. Anna þetta og Sólveig hitt. Við vorum að fara í frí sam- an og svo framvegis þannig að það hefði ekki átt ekki dyljast neinum hvað var í gangi. Það þarf kannski ekki að segja allt beinum orðum- en svona var þetta. Við höfum samt báðar lent í alls kyns óþægindum í sambandi við þessi mál. Ég fer til dæmis í banka og vil fá að vita innistæðu hennar á ákveðnum reikningi en ég fæ það ekki þar sem ég er ekki talinn aðstandandi. Mig hefur vantað kjark til að standa upp og segja sann- leikann - að þetta sé konan mín. Sama má segja um fyrrverandi vinnufélagana. Eg hef ekki gefið neitt annað í skyn en að hún sé konan mín, en þegar ég hef verið spurð hef ég stundum ekki fengið mig til að segja sann- leikann og eytt umræðuefn- inu. Mig langar með þessu viðtali til að taka af allan vafa í þessum efnum þannig að ég þurfi ekki að standa mig að því að guggna þegar ég þarf kannski mest á því að halda að sannleikurinn komi í Ijós. Ég get sagt þér smá sögu sem gerðist fyrir um fjórum árum. Ég var að vinna á nokkuð fjölmennum vinnu- stað þar sem stóð fyrir dyr- um að fara í utanlandsferð með mökum. Við áttum að gefa upp nöfn þeirra og það varð í raun alger sprengja í sálarlífi mínu þegar ég þurfti að standa upp og segja hver maki minn væri. Ég nefndi nafn viðkomandi stúlku og það fór bókstaflega allt úr kerfi. Svarið sem ég fékk var: „Það var verið að talað um maka, ekki vinkonu!" Þá gall við úr salnum. „Ertu lesbía?“ Og óg svaraði hreint og klárt. „Já.“ Mér létti mjög mikið við að þessi mál væru komin á hreint. Það var ágætt að þetta kom fram tímanlega eins og það var, því annars hefði ég verið áfram í einhverjum feluleik. Ég er jú eins og ég er, eins og ég hef áður lýst. Ég varð sem betur fer að fara mjög fljótlega af þess- um fundi þannig að ég þurfti ekki að horfast í augu við fólkið vera að melta þessa staðreynd. Það var hringt í mig nokkru seinna og viðkom- andi skipuleggjandi vildi fá nánari útlistun á þessu svari mínu og þá meðal annars hvort við lifðum sem par. Það varð úr að við fórum saman sem makar og þetta varð hin skemmtilegasta ferð í hvívetna. Fólki fannst þetta mjög athyglisvert og spennandi líf sem við lifðum og var mjög jákvætt í okkar garð. Þetta fólk er margt hvert enn þann dag í dag mjög góðir vinir mínir." Nú vilja elskendur oft láta vel hvor að öðrum og þá stundum opinberlega. Hvernig er þetta hjá ykkur? „Ég get ekki sagt að það sé eitthvert hörkukynlíf, frek- ar en hjá öðrum, en það kemur fyrir að við látum til dæmis vel hvor að annarri f bílnum á rauðu Ijósi og þá er að sjálfsögðu öðrum vegfar- endum í sjálfsvald sett hvort þeir horfa á eða ekki. Sama má segja þegar við erum í bíó og höldumst í hendur eða kyssumst bless þar sem fólk er nálægt. Við göngum einnig í gegnum miðbæinn og höldum utan um hvor aðra en ég hef ekki tekið eft- ir því að það vekti neina sér- staka eftirtekt en við gerum heldur ekkert í að svo verði, frekar en aðrir.“ GÆTUM ORÐIÐ BÁÐAR ÓFRÍSKAR Hvað finnst þér sem konu, einstaklingi og lesbískri konu í sambúð, um að eignast barn? „Það er alls ekki neitt sem er algerlega út úr myndinni. Það er í raun einfaldara fyrir tvær konur í sambúð að eignast barn en fyrir tvo karl- menn. Þeir þurfa að semja við einhverja konu um að ganga með, ala barnið og láta það af hendi. Ég er hins- vegar viss um að það er auðveldara fyrir tvær konur að fá aðstoð karlmanns, fá sæði eða annað. Þessi mál hafa komið til tals hjá okkur Önnu. Við höfum smátíma, hvað varðar aldur, en það er aldrei að vita hvað við ger- um. Við viljum, eins og sjálf- sagt flestir foreldrar, tryggja barninu sem besta vegferð. Við viljum eiga þak yfir höfð- ið og geta tryggt því fjár- hagslega velferð í framtíð- inni. Það eru nokkrir möguleik- ar fyrir okkur lesbíur í þess- ari stöðu. Einn er sá sem ekki hefur verið nefndur; hann er að ættleiða barn. Það er þannig núna að ég er ekkert sérstaklega upptekin af því að þetta þurfi að vera mitt eigið barn þannig að mér finnst það mjög góður kostur. Mér finnst það ekki skipta höfuðmáli að maður gangi sjálfur með barnið. Mér finnst einnig góður möguleiki að taka barn í fóstur sem væri orðið nokk- uð stálpað." Hver finnst þér vera óska- staðan í þessu máli? „Mér finnst það vera að við gætum orðið báðar ófrfskar eftir sama manninn, þannig að börnin væru syst- kini.“ Það koma auðvitað upp spurningar eins og hvað maður geri þegar barnið vill fá að vita um uppruna sinn og þessháttar. Ég held að það sé ekkert frekar vanda- mál lesbía en annarra í heiminum sem standa í þessum hlutum." Hvað finnst þér ef elsk- hugi þinn sefur hjá karl- manni. Getur afbrýðisemí ekki komið inn í spilið? „Nei, alls ekki. Konur valda mér meiri afbrýðisemi en karlmenn. Hvað finnst þér um að barn alist upp í samkyn- hneigðu umhverfi? „Mér finnst það alveg meiri háttar. Almenningsálitið virð- ist vera algerlega á móti því að börn alist upp undir þess- um kringumstæðum en það hefur aldrei komið fram hvers vegna. Ég held að þessi afstaða byggist á al- geru þekkingarleysi því fólk heldur að ef börn alast upp hjá samkynhneigðu fólki verði þau örugglega sam- kynhneigð. Það hugsar sennilega oft á tíðum líka að þessi börn hljóti að verða fyrir aðkasti. Rannsóknir hafa sýnt að þessi börn koma ekki út í lífið sem veik- ari einstaklingar en þeir sem hafa alist upp hjá gagnkyn- hneigðum foreldrum. Að sjálfsögðu fer þetta mjög mikið eftir þeim aðilum sem ala upp börnin, hvort sem það eru foreldrarnir eða kennararnir. Ég held að slík börn hafi það ekki síðra og séu alveg örugglega vel- komin í þennan heim.“ AÐ TVÆR KONUR GIFTIST Hvernig lítur þú á samkyn- hneigð. Er þetta að þínu mati eitthvað sem er eðli- legt? „Já, mér finnst þetta eðli- legur hlutur en mér finnst mjög vafasamt að þetta sé eitthvað sem sé áunnið. Sþurningin snýst þá um hvar þetta liggur? Mér finnst mun líklegra að þetta sé eitthvað 22 VIKAN 3. TBL, 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.