Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 13

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 13
strákunum, sem áttum þennan skóla, þegar við sátum og töldum út úr rútun- um allt liðið sem kom úr Höfnunum, Vogunum, Njarðvíkunum, Sandgerði og Garðinum til að fara í skólann þarna sátum við og athuguðum hvort það væru einhverjir góðir bitar í fénaðinum sem streymdi þarna í réttina. Og þeg- ar Sigríður kom með Njarðvíkurrútunni þá sagði ég við kunningja minn: „Þessa tek ég frá og látið hana í friði.“ Sambandið er búið að standa síðan. VIKAN: Hvernig gekk ykkur svo að rugla saman reytum ykkar? MAGNÚS. Það gekk nú brösuglega. Tilhugalífið í Keflavík og Njarðvík á þessum árum fór fram í nokkrum sjoppum. Það var Mánabar, Stjarnan og Þórðarsjoppa. Svo, út af einhverju ósjálfráðu fyrirkomulagi, sem ég kann enga skýringu á, varð maður aö fara þetta strik milli sjoppanna á hverju kvöldi. Svo voru alltaf skólaböll í Æskulýðsheimilinu eða skólanum til skiptis um helgar og þar var kjörinn vettvangur til að nálgast bráðina. VIKAN. Varstu ekki byrjaður að spila með hljómsveitum á þessum árum? MAGNÚS. Jú, eitthvað. Ég komst nú á eitt og eitt ball fyrir því. Ég var með hljómsveitina Ecco og spilaði á þessum skólaböllum á móti Skuggum. Ég komst líka fljótlega að því að stúlkunni fylgdi heimanmundur og það minnkaði ekki áhugann. Pabbi hennar átti semsé þennan æðislega fína bílskúr, stóran og rúmgóðan, sem við strákarnir gátum æft okkur í. VIKAN (viö Sigríði): Hvernig tók pabbi þinn þessu? SIGRÍÐUR: Hann sagði ekki neitt. Það var aldrei kvartað. MAGNÚS: Það gekk eðlilega á ýmsu til að byrja með - áður en ég komst í skúrinn - og ég er alveg viss um það að ég hef ekki verið frýnilegur kostur neins foreldris fyrir dóttur sína á þessum tíma. Unglingur er það kannski aldrei en Sirrí var nú líka í uppreisn og við vorum eiginlega sam- taka í þessu bítlaæði okkar. Við vorum rétt rúmlega fermd þegar þetta var að byrja og var sem eitraðast. ■ Magnús Kjartansson lætur sér ekki nægja að semja tónlist og flytja hana, hann er einnig á kafi i margskonar félagsstarfi tónlistarmanna hér og erlendis. Svo er hann farinn að skipta sér af stjórnmálum, kominn i bæjarmálaflokk Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. í þessu lauflétta viðtali kemur hinn gamansami en um leið ábyrgaðrfulli Suðurnesjastrákur viða við. M.a. segir hann frá því þegar hann kom fyrst auga á hana Sigríði. . . VIKAN 13 ATORKUMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.