Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 54

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 54
MYNDLIST ^ Hann- es viö eitt þeirra verka sem var til sýnis á Mokka þegar viótaliö var tek- ió. innan hennar háttað. Engu að síður er engin spurning í mínum huga að það getur verið mjðg skapandi að setja saman texta þegar fjallað er um myndlist. Ég áttaði mig fljótt á að út frá lestri kvikna hugmyndir og það verður síðan til þess að maður rað- ar saman ýmsum staðreynd- um í kringum þær. Hægt er að leika sér með upplýsingar og snúa þeim alveg á hvolf ■ „Hér vantar miklu meira aff storkandi, hugsanaörvandi, þema- tískum sýningum. Það þarff að opna listræna umræðu út í þjóðfélagið, upplýsa ffólk um sjón- rænar staðreyndir og kenna því að lesa sjón- rænt. Almenningur er nónast ólæs ó sjónrænt tungumól." eins og hverjum öðrum laga- bókstaf. Þannig skapast ákveðin gerviheimur ekki ósvipaður listaverkum. Möguleikarnir eru óþrjótandi og hugmyndin, sem byggt er á, aðeins ein lausn við spurningunni, en ekki endi- lega hinn eini stóri sannleik- ur. Listfræðin er samkvæmt mínum skilningi leið til að skapa nýja sagnfræðilega veröld úr þeim heimildum sem eru til staðar. Ég geri ráð fyrir því að margir mundu mótmæla þessu því við erum að vinna með ákveðnar staðreyndir en ekki að semja skáldsögu. Listfræðingurinn getur ekki leyft sér að setja fram full- yrðingar sem ekki er fótur fyrir en ég held að hér sé að- eins um stigsmun en ekki eðlismun að ræða. Honum er aðeins þrengri stakkur sniðinn líkt og rithöfundi sem semur sögulegar skáldsög- ur, svo ég nefni hliðstæðu. Hver er munurirm á list- fræðingi og gagnrýnanda? Þessum starfsgreinum er sífellt ruglað saman í ís- lensku samfélagi vegna þess að starfsmöguleikar listfræðinga eru takmarkaðir þannig að þeir enda oft sem gagnrýnendur og skrifa um samtímalistina. Erlendis er annar háttur á því listfræð- ingar einbeita sér að fjalla um hluti sem gerðust fyrir a.m.k. fjörtíu til fimmtíu ár- um. Listfræðingur, sam- kvæmt þessari skilgreiningu, er því sérmenntaður sagn- fræðingur sem einbeitir sér að sjónlistum. Gagnrýnandi getur verið hvaða maður sem hefur grundvallarþekk- ingu á myndlist og er reiðu- búinn til að tjá sig um skoð- un sína á listum. Mér finnst ég standa nokkuð til hliðar við þessar skilgreiningar og ástæðan er sennilega sú að ég kom inn í háskólakerfið með listamannsmenntun að baki. Námið í Myndlistaskól- anum var frekar laust í reip- unum en þegar út kom tók við akademísk spennitreyja, nokkurskonar færiband þar sem maður var laminn á hægri og vinstri vanga í hug- myndafræðilegum skilningi. Ég held ég hafi aldrei full- komlega gengist inn á þetta kerfi og listamannseðlið hafi alltaf blundað í mér. Eins og ég kom inn á áðan þá er list- fræðileg umfjöllun alltaf hlut- læg og eitthvað sem mótast af höfundi sínum. Út frá þessu fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til skapandi listgreiningu og byggja hliðstæðu við listaverkið sem er ekki speg- ilmynd þess heldur sjálfstætt verk í formi texta." LJÓDVÉLIN OG STÁLKONAN Ef við ræðum aðeins starf sýningastjórans, hvernig kom það til? „Mér bauðst tækifæri til að sjá um sýningar á Mokka fyr- ir u.þ.b. tveimur árum. Salur- inn hafði gott orð á sér og verið með fjölbreyttar sýn- ingar í gegnum árin. Ég byrjaði með sýningu á indverskum smámyndum og í kjölfarið fylgdu sýningar ís- lenskra listamanna og loks 54 VIKAN 3. TBL. 1994 sýning á japönskum trérist- um. Á síðasta ári vakti sýn- ing á verkum bandaríska Ijósmyndarans Sally Mann sennilega mesta athygli en á eftir fylgdi síðan röð óvenju- legra sýninga. Sjón sá um að koma saman sýningu, sem nefndist Ljóðvélin, en þar voru Ijóðskáld með hug- leiðingar sínar um kaffi. í haust voru tvær sýningar er tengdust kvenlíkamanum. Fyrst sýning, sem kallaðist „Stálkonan", en þar voru myndir af vaxtaræktarkon- um, teknar af Ijósmyndara sem vinnur fyrir öll stærstu vaxtarræktarblöð Bandaríkj- anna. Strax á eftir fylgdi samsýning fjórtán íslenskra listakvenna sem fjalla um kvenlíkamann út frá forsend- um hverrar fyrir sig. Á að- ventunni opnaði sýning, sem unnin var í samvinnu við flest kirkjuleg samfélög í landinu, og þar var krossinn viðfangsefnið. Þá gafst gest- um sýningarinnar kostur á að taka þátt í henni með því að hengja upp krossa úr eig- in hirslum. Á þessu ári verð- ur líka mikið um að vera og má þar m.a. nefna sýningu á Ijósmyndum Joel-Þeter- Witkin sem er væntanlega einn þekktasti og umdeild- asti Ijósmyndarinn innan listaheimsins í dag. Þetta starf hefur gefið mér möguleika til að setja upp sýningar án þess að vera bundinn af einhverju stóru skrifræðisbákni; sýningar sem eru oft á mörkum þess að vera innan ramma Mynd- listarinnar, með stórum staf, en eru þó allar sjónræns eðl- is. Þetta væri ekki hægt nema í einkafyrirtæki af þessu tagi. Ég uppgvötaði með þessu alveg nýjan flöt á listfræðinni því í stað þess að skrifa eingöngu gefur þetta mér svigrúm til að gefa út yfirlýsingar með þeim fók- us sem er á sýningunum. Mér finnst allt of mikið af stefnulausum sýningum á ís- landi. Margir virðast halda að sýning sé það að fylla sal af verkum, opna með boðs- kortum og skála í kampavíni. Auðvitað væri gott að hafa fallegan, stóran sal og slíkt vantar hér á íslandi en góð sýning byggist ekki á stærð- inni heldur skerpu þess brennidepils sem málið snýst um. Hér vantar miklu meira af storkandi, hugsana-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.