Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 32

Vikan - 20.06.1995, Side 32
ÍSLENDINGAR ERLENDIS starfa sem verktakar til að geta einnig sinnt börnum sínum og heimili. Palla, sem heitir reyndar Brynhildur Pál- ína Másdóttir, er gift Norð- manni og eiga þau tvo stráka. Eiginmaður Hildar, sem er Björnsdóttir, er ís- lenskur læknir, starfandi í Osló og eiga þau þrjú börn. Blaðamanni Vikunnar lék forvitni á að vita hvar þær hefðu lært, í hverju námið væri falið og fyrir hverja þær væru aðallega að vinna í dag. FJÖLBREYTT OG KREFJANDI STARF „Við vinnum fyrst og fremst fyrir aðila sem reka margar verslanamiðstöðvar. Við gerum langtfmasamn- inga við þessa stóru við- skiptavini og búum til svo- kallaðar sjáanlegar mark- aðsáætlanir fyrir þá. Það er að segja, við teiknum í þrí- vídd það sem við höfum upp á að bjóða og berum það ÍSLENSKUM KONUM GENGUR VEL í NORSKU VIÐSKIPTALÍFI: KVENSJARMANN ADVOPNI MYND OG TEXTI: BRYNDÍS HÓLM Þær eru ákveðnar, duglegar og með bein í nefinu, enda eru þær íslenskar þó að þær séu nú að feta sig upp metorða- stigann í norsku viðskiptalífi. Þær hafa í mörg ár búið í Osló í Noregi en þar lærðu þær báðar sama fag fyrir nokkrum árum. Þetta eru þær Palla og Hildur og kalla sig gluggaskreytingahönn- uði, þótt starf þeirra felist reyndar í fleiru en að skreyta glugga. Palla og Hildur störf- uðu báðar að námi loknu hjá fyrirtækjum sem sérhæfðu sig í skreytingum ýmiss kon- ar. En þegar leiðir þeirra lágu saman ákváðu þær að sameina krafta sína og í dag reka þær saman fyrirtæki sem hlotið hefur nafnið Pall- as Deko. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim stöll- um frá því þær hófu sam- starf og hafa þær getið sér gott orðspor. Þær eiga orðið marga fasta viðskiptavini og alltaf eru einhverjir að bæt- ast í hópinn. Stærstur hluti starfsins felst í viðskiptum við stórar verslunarmið- stöðvar en fyrir þær gera Palla og Hildur heilsársáætl- anir varðandi gerð skreyt- inga, bæði í verslunarhús- næðinu sjálfu og í gluggum. Þetta krefst að þeirra sögn mikíllar vinnu. Helstu álags- tfmar eru í kringum jól, vor, páska, sumar og þjóðhátíð Norðmanna, enda hefur hver tími sitt sérstaka þema sem unnið er útfrá, bæði í skreytingum og litum. Palla og Hildur kjósa að síðan undir þá er málið varð- ar. Þannig sér fólk, svart á hvítu, um hvað málið snýst og það er enginn vafi á því hvaða hugmyndir við erum með. En við störfum líka fyrir einstaklinga sem reka minni verslanir og veitum þeim oft ráðgjöf varðandi t.d. Ijós, innréttingar eða glugga- skreytingar. Einnig hjálpum við oft við að skipuleggja auglýsingaherferðir," segir Palla. Og Hildur bætir við: „Hérna í Noregi hafa versl- anamiðstöðvar á borð við Kringluna í Reykjavík sprott- ið upp eins og gorkúlur. Þær eru orðnar mjög margar og mikið lagt upp úr að hafa þær sem fínastar. Sam- keppnin á milli verslana er mjög hörð, enda miklu eytt í skreytingar. Við Palla byrjuð- um á að hugsa um eina „Kringlu" og það leiddi til þess að það fréttist af okkur. í kjölfarið höfðu forsvars- menn annarra miðstöðva samband við okkur og nú er- um við með samninga við þrjár stórar „Kringlur". Samn- ingur við þá fjórðu gæti orðið að veruleika innan skamms. Við byrjum hvert ársplan með því að halda fund með framkvæmdastjóra viðkom- andi miðstöðvar og hann leggur fyrir okkur þá fjár- hagsáætlun sem um ræðir. Síðan er leitað í ákveðið þema fyrir hvert tímabil og e.t.v. gluggað í söguna varð- andi það hvað einkennir hverja árstíð. Þannig er hægt að vinna skreytingar á fjölbreyttan máta. Jólin eru alltaf vinsælust og þá er allt- af mest að gera hjá okkur. Ósjaldan höfum við pant- að kílómetra af slaufubandi, skreytt 250 jólatré með yfir 250 seríum. Þessi verkefni taka langan tíma og því þurf- um við að ráða til okkar aukafólk. Stundum höfum við fengið lærlinga til liðs við okkur f desember og koma þeir frá þeim skóla í Osló þar sem við lærðum þetta fag,“ segir Hildur af brennandi áhuga. SKÓLINN KREFST MIKILLA HÆFILEIKA Hvar lærðuð þið að verða glugga- skreytingahönnuðir og í hverju fólst námið? „Skólinn, sem við fórum í, heitir Sverre Wolf Reklame- og dekora- sjonsskole og er í Osló. Þetta er mjög vinsæll skóli, enda eru umsækjendur mörg hundruð á hverju ári. Einungis 25 nemendur eru teknir inn hverju sinni. Þetta er tveggja ára nám og út- skrifaðist ég þaðan 1988,“ segir Palla. „Hildur kláraði skólann fyrir fjórum árum. ( honum lærðum við allt á milli himins og jarðar sem snýr að því að teikna og skreyta. í byrjun er lögð áhersla á að nota stöðuga hendi þegar um teikningu og hönnun er að ræða. Við lærðum að sameina hugsun og hönnun, það er að segja hvernig koma eigi vissum hugmynd- um á framfæri svo vel sé. Svo lærðum við iðnað á borð við trésmíði, málning- arvinnu, húsgagnabólstrun og Ijósmyndun. Einnig feng- um við kennslu í gerð inn- 32 VIKAN ó. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.