Vikan


Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 32

Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 32
ÍSLENDINGAR ERLENDIS starfa sem verktakar til að geta einnig sinnt börnum sínum og heimili. Palla, sem heitir reyndar Brynhildur Pál- ína Másdóttir, er gift Norð- manni og eiga þau tvo stráka. Eiginmaður Hildar, sem er Björnsdóttir, er ís- lenskur læknir, starfandi í Osló og eiga þau þrjú börn. Blaðamanni Vikunnar lék forvitni á að vita hvar þær hefðu lært, í hverju námið væri falið og fyrir hverja þær væru aðallega að vinna í dag. FJÖLBREYTT OG KREFJANDI STARF „Við vinnum fyrst og fremst fyrir aðila sem reka margar verslanamiðstöðvar. Við gerum langtfmasamn- inga við þessa stóru við- skiptavini og búum til svo- kallaðar sjáanlegar mark- aðsáætlanir fyrir þá. Það er að segja, við teiknum í þrí- vídd það sem við höfum upp á að bjóða og berum það ÍSLENSKUM KONUM GENGUR VEL í NORSKU VIÐSKIPTALÍFI: KVENSJARMANN ADVOPNI MYND OG TEXTI: BRYNDÍS HÓLM Þær eru ákveðnar, duglegar og með bein í nefinu, enda eru þær íslenskar þó að þær séu nú að feta sig upp metorða- stigann í norsku viðskiptalífi. Þær hafa í mörg ár búið í Osló í Noregi en þar lærðu þær báðar sama fag fyrir nokkrum árum. Þetta eru þær Palla og Hildur og kalla sig gluggaskreytingahönn- uði, þótt starf þeirra felist reyndar í fleiru en að skreyta glugga. Palla og Hildur störf- uðu báðar að námi loknu hjá fyrirtækjum sem sérhæfðu sig í skreytingum ýmiss kon- ar. En þegar leiðir þeirra lágu saman ákváðu þær að sameina krafta sína og í dag reka þær saman fyrirtæki sem hlotið hefur nafnið Pall- as Deko. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim stöll- um frá því þær hófu sam- starf og hafa þær getið sér gott orðspor. Þær eiga orðið marga fasta viðskiptavini og alltaf eru einhverjir að bæt- ast í hópinn. Stærstur hluti starfsins felst í viðskiptum við stórar verslunarmið- stöðvar en fyrir þær gera Palla og Hildur heilsársáætl- anir varðandi gerð skreyt- inga, bæði í verslunarhús- næðinu sjálfu og í gluggum. Þetta krefst að þeirra sögn mikíllar vinnu. Helstu álags- tfmar eru í kringum jól, vor, páska, sumar og þjóðhátíð Norðmanna, enda hefur hver tími sitt sérstaka þema sem unnið er útfrá, bæði í skreytingum og litum. Palla og Hildur kjósa að síðan undir þá er málið varð- ar. Þannig sér fólk, svart á hvítu, um hvað málið snýst og það er enginn vafi á því hvaða hugmyndir við erum með. En við störfum líka fyrir einstaklinga sem reka minni verslanir og veitum þeim oft ráðgjöf varðandi t.d. Ijós, innréttingar eða glugga- skreytingar. Einnig hjálpum við oft við að skipuleggja auglýsingaherferðir," segir Palla. Og Hildur bætir við: „Hérna í Noregi hafa versl- anamiðstöðvar á borð við Kringluna í Reykjavík sprott- ið upp eins og gorkúlur. Þær eru orðnar mjög margar og mikið lagt upp úr að hafa þær sem fínastar. Sam- keppnin á milli verslana er mjög hörð, enda miklu eytt í skreytingar. Við Palla byrjuð- um á að hugsa um eina „Kringlu" og það leiddi til þess að það fréttist af okkur. í kjölfarið höfðu forsvars- menn annarra miðstöðva samband við okkur og nú er- um við með samninga við þrjár stórar „Kringlur". Samn- ingur við þá fjórðu gæti orðið að veruleika innan skamms. Við byrjum hvert ársplan með því að halda fund með framkvæmdastjóra viðkom- andi miðstöðvar og hann leggur fyrir okkur þá fjár- hagsáætlun sem um ræðir. Síðan er leitað í ákveðið þema fyrir hvert tímabil og e.t.v. gluggað í söguna varð- andi það hvað einkennir hverja árstíð. Þannig er hægt að vinna skreytingar á fjölbreyttan máta. Jólin eru alltaf vinsælust og þá er allt- af mest að gera hjá okkur. Ósjaldan höfum við pant- að kílómetra af slaufubandi, skreytt 250 jólatré með yfir 250 seríum. Þessi verkefni taka langan tíma og því þurf- um við að ráða til okkar aukafólk. Stundum höfum við fengið lærlinga til liðs við okkur f desember og koma þeir frá þeim skóla í Osló þar sem við lærðum þetta fag,“ segir Hildur af brennandi áhuga. SKÓLINN KREFST MIKILLA HÆFILEIKA Hvar lærðuð þið að verða glugga- skreytingahönnuðir og í hverju fólst námið? „Skólinn, sem við fórum í, heitir Sverre Wolf Reklame- og dekora- sjonsskole og er í Osló. Þetta er mjög vinsæll skóli, enda eru umsækjendur mörg hundruð á hverju ári. Einungis 25 nemendur eru teknir inn hverju sinni. Þetta er tveggja ára nám og út- skrifaðist ég þaðan 1988,“ segir Palla. „Hildur kláraði skólann fyrir fjórum árum. ( honum lærðum við allt á milli himins og jarðar sem snýr að því að teikna og skreyta. í byrjun er lögð áhersla á að nota stöðuga hendi þegar um teikningu og hönnun er að ræða. Við lærðum að sameina hugsun og hönnun, það er að segja hvernig koma eigi vissum hugmynd- um á framfæri svo vel sé. Svo lærðum við iðnað á borð við trésmíði, málning- arvinnu, húsgagnabólstrun og Ijósmyndun. Einnig feng- um við kennslu í gerð inn- 32 VIKAN ó. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.