Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 56

Vikan - 20.06.1995, Side 56
< ÖO O UJ !< Z O < z z < o UPPSKRIFTASAMKEPPNIM BEYKIELDHUS- INNRÉTTING FRAAXIS í þessari Viku birtum við tvær þeirra uppskrifta sem borist hafa í uppskriftasam- keppni Vikunnar og Flugleiða og Ólafía B. Matthíasdóttir hefur prófaö í tilraunaeldhúsi Vikunnar. Um eldhúsinnréttinguna á myndinni er það að segja, að Axis húsgögn hf. hefur hafið framleiðslu á eldhúsinnrétt- ingum fyrir almennan markað. Hér má sjá spónlagða innrétt- ingu úr beyki. Til aö gefa létt- ara yfirbragð er notaður litur og glerskápar með viðnum. Borðplatan er Ijóst Duropol með rúnnuðum kanti. Axis býður upp á marga möguleika f útfærslu eldhúsinnréttinga hvaö varðar efnis- og litaval. Borðplötur, innréttingar inn í skápa, skúffur og höldur eru fáanlegar í miklu úrvali. Þann- ig er hægt að skapa góða vinnuaðstöðu og fallegt útlit. f. 4 1-2 flök búri (má líka nota skötusel) fer eftir stærö 1 egg 1 msk. sítrónusafi 1 msk. mjólk 1 bolli rasp 1 bolli hveiti 1/2 bolli fínt mulið Ritskex 1 tsk. karrý 1 tsk. Aromat 1 tsk. kjöt og grill krydd 1 1/2 tsk. Picanta krydd salt pipar Aðferö: Búrinn er roðflettur og passa skal vel að öll hvíta fitan fari með, síðan er flak- ið skáskorið í litla bita (ca 7x5 sm) gott er að sprauta svolitlum sítrónusafa yfir bit- ana og láta bíða í sa 15 mín. 1 egg, 1 msk. mjólk og 1 msk. sítrónusafi er pískað saman og búra-bitarnir settir í. Gott er að láta þá standa í ca 10 mín. Hveitinu og öðrum þurr- efnum er svo blandað sam- an í skál (gott er að nota líka bara plastpoka og hrista). Búranum er síðan velt vel upp úr þessu og síðan er hann steiktur vel á pönnu upp úr smjöri (gott er að hafa hann svolítið stökkan). Sósa: 4 msk. majónes 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. sætt sinnep 1 msk. sykur hnífsoddur salt hnífsoddur pipar 2 tsk. steinselja Öllu hrært saman. Sósan er borin fram Nauðsynlegt meölæti: 1/2 dós af kurluðum ananas 1/2 dós af gulum baunum hrísgrjón Aromat Hært saman við 1 msk. af majónesi og 1 msk. af an- anassafa. Hrísgrjón soðin upp úr Aromat krydduðu vatni eftir smekk (gott að setja smá af Turmerik sem gefur skemmtilegan gulan lit). 56 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.