Vikan - 20.01.1996, Side 32

Vikan - 20.01.1996, Side 32
September: Frá 8. september koma nýir straumar í tilfinningalíf þitt. Þú getur ekki endalaust anaö áfram og tekið við skilaboðum úr ýmsum áttum. Hrútar í föstu sambandi eiga margar rómantískar stundir um þetta leyti sem renna traustari stoðum undir samband- ið. Fyrstu tvær vikurnar verðurðu að vera á varðbergi og gæta orða þinna til þess að ekkert misskiljist. Það er auðvelt að hlusta án þess að heyra og þú ættir að leggja þig sérstaklega eftir því hvað liggur maka þínum á hjarta. Október: Þú ert ákaflega upptekin af eigin framavonum og öllu því sem snertir þig persónulega. Þú hefur á tilfinningunni að ýmislegt megi betur fara en áttar þig ekki á því hvað það er. Það verður varla í þessum mánuði sem allt fellur í Ijúfa löð, eiginlega þvert á móti. Það getur verið að þú sért ekki með á hreinu hvað þú vilt og án þeirrar vissu kemstu lítið áfram. Samband þitt við makann verð- ur í brennidepli fyrstu daga mánaðarins. Þú mátt eiga von á nokkr- um skemmtilegum og andríkum dögum en á móti kemur að aðra daga verður þú að taka á honum stóra þínum. Nóvember: Þú vinnur mjög jafnt og vel í þessum mánuði. Þú hefur næga orku til að hrinda áformum þínum í framkvæmd og þú þekkir styrk þinn. Framti'ðin er í brennidepli og þú þarft að ráða í það hvert þú vilt stefna og hverjar þínar forgangskröfur eru. Nóvember- mánuður fer í vangaveltur af þessu tagi og ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til 24. nóvember er óróleiki í sambandi þínu við makann og þú hefur tilhneigingu til að halda uppi andstöðu sem gárar yfir- borðið. Það gagnast ekki sambandinu en þú færð þá tilfinningu að þú haldir um taumana. Eftir 24. kemur ró yfir ykkur á ný og þið fáið tækifæri til að spjalla saman um þennan litla ágreining og sjáið hlutina í réttu Ijósi. Desember: í jólamánuðinum opnast tilfinningalíf þitt upp á gátt á ný. Gagnkvæmt tillit og virðing verður til þess að ástalífið fær nýja innspýtingu. Frumkvæði af þinni hálfu kemur flatt upp á maka þinn en verður til þess að ný ævintýri eru ( vændum. Þú þarft ekki að beita miklum brögðum.til þess að aðrir taki eftir þér og dáist að lífs- gleði þinni. Það verður engin lognmolla í þínu lífi í þessum mánuði en það gildir sem fyrr að vera vakandi fyrir tækifærum og taka snöggar ákvarðanir. 30 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.