Vikan - 20.01.1996, Síða 33

Vikan - 20.01.1996, Síða 33
NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Febrúar: Fólk í nautsmerkinu ætti að einbeita sér að því að njóta fyrstu daga febrúarmánaðar til hins ýtrasta. Ástæðan er að kær- leikurinn er ríkjandi f stöðu merkisins um þessar mundir. Vertu nærgætinn við nánustu fjölskyldumeðlimi, sýndu maka þínum meiri ástúð sem þú átt í svo ríkum mæli. Seinna verður þér umbunað svo um munar. Útistandandi skuld, sem þú hafðir gleymt, verður greidd að fullu í byrjun mánaðar. Þú skalt umfram allt vernda þá góðu stemmningu sem er heima fyrir. Það getur verið að maki þinn hafi annað í huga eða að þú gleymir þér yfir of mikilli vinnu en það er nauðsynlegt að þú gefir þig að fjölskyldunni. Mars: í byrjun mánaðar verður þú frekar til baka og forðast að lenda í nánum tilfinningasamböndum. Þann 7. verða kraftarnir frá Venus það sterkir að ekki er undankomu auðið. í mars verður spil- að á strengi erótíkur og sterkra tilfinningasamþanda. Hafðu fjöl- skyldu þína í huga áfram, þú þarft svo lítið til að gleðja þína nán- ustu. Þú hefur úr töluverðri orku að spila sem gerir þér kleift að láta þína villtustu drauma rætast og þú getur með seiglunni unnið þín- um málum farveg. Þú ert ekki neinni hættu með að „brenna upp“ en hafðu í huga að þér hættir til að ganga um of á orkuforðann. Apríl: Þessi mánuður er flestum nautum mjög hagstæður og frið- samur. Vorið verður í jafnvægi og þú vilt helst eyða tíma þínum í þá sem þér þykir vænst um, sérstaklega eigin börn. Frá 20. koma nýir fletir upp og þú verður mjög upptekinn við að hafa samband við marga. Ferðalag út í náttúruna um páska er upplagt fyrir nautin sem líður best í gróandanum. Fólk í nautsmerkinu, sem reka eigið VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.