Vikan - 20.01.1996, Síða 50

Vikan - 20.01.1996, Síða 50
September: Það er ýmislegt spennandi í uppsiglingu en þú verður að leggja spilin út og nýta hugmyndirnar. Þú hefur tilhneigingu til að tvístíga og það er of slítandi. Láttu vaða og segðu meiningu þína. Þú munt uppgötva að fólki líkar það betur. Eftir 8. september finnur þú nýjar leiðir til að laga til f fjármálum. Á sama tíma þrífst rómantíkin í kringum þig. En þú verður að vita hvað þú vilt. Það eru möguleikar á yfirborðslegum samskiptum en ef þú ætlar þér að finna hina stóru ást er hún líka innan seilingar. Eldri fjölskyldumeð- limur kemur til með að leita ráða hjá þér í kringum 23. september. Október: í þessum mánuði muntu öðlast meiri vídd í andlegum málum ef þú tekur eftir þeim straumum sem koma frá þór. Nú snýst líf þitt um samskipti og menntun í víðasta skilningi. Þú átt gott með að tileinka þér upplýsingar í hvaða formi sem er og ert ekki að fela skoðanir þínar. Ákveðin atriði, sem þú hefur þegar byrjað á, munu þróast til muna í rétta átt og þú munt eiga von á niðurstöðu fljótlega. Þér mun auðnast að prófa margt nýtt en hafðu í huga að flest verð- ur að byggja á raunsæi. Fjámálin ættu að lagast en jafnframt eykst löngunin til að eyða og spreða. Reyndu að halda jafnvægi. Nóvember: Þú kynnist nýju fólki og af því þú ert opin fyrir nýjungum mun það virka mjög hvetjandi á þig. Blástu í glæðurnar. Það eru miklar líkur á því að þú lendir í ástarsambandi og þeir sem eru þeg- ar í sambandi munu sjá að það blómstrar á nú. Fjárhagslega ertu með þitt á þurru og þar með hefurðu meiri möguleika til athafna. Þér gefst tækifæri á að uppfylla óskir maka þíns sem getur leitt til þess að þið náið betur saman. Það verða breytingar á vinnustaðn- um. í tenslum við þær skaltu hafa í huga að forðast að vinnufélagar eða stjórnendur verði til þess að þú gerir eitthvað í fljótfærni. Desember: Frá byrjun desember og fram til jóla mun flest ganga þér í hag. Þú ert til í að byrja á nýjum verkefnum og þú veist sem er að nú er tækifærið til að sýna hvað í þér býr. Ef þú spilar rétt úr því sem þú hefur á hendi muntu ganga í gegnum breytingar sem verða þér til góðs. Hafðu ekki áhyggjur þótt þú missir jafnvægi um stund og reyndu þig á nýjum vettvangi. Þér finnst mánuðurinn frek- ar dauflegur framan af en þegar líður nær jólum ertu í góðu formi. Nýársheit þitt er: Ég læt ekki þvinga mig til neins. 48 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.