Vikan - 20.01.1996, Síða 57

Vikan - 20.01.1996, Síða 57
STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Febrúar: Það er órói í kringum þig en einkalífið sleppur og er frem- ur átakalítið. Það hentar þér ágætlega nú um stundir því þú ert ekki í standi til að standa í stórræðum. Eftir þann 16. eru líkur á átökum í sambúðinni. Það er engu líkara en þú sért að sannreyna valda- hlutföllin milli þín og makans. Þú ert óvenju hörundssár þessa stundin og þolir gagnrýni illa, jafnvel þótt hún sé jákvæð. Fyrstu 16 daga mánaðarins ertu í ágætu formi. Þú ferð víða og hefur sam- skipti við marga. Fjárhagurinn er á réttri leið. Mars: í starfi ertu á réttu róli og þér líkar vel að vera í rútínu. En reyndu að halda þér vakandi því allt of mikil rólegheit geta komist upp [ vana. Þú ættir að nota tímann til að gera áætlanir til framtíð- ar. Þú kýst að taka áhættu en verður að varast að rasa ekki um ráð fram. Ef þú hefur átt í peningavandræðum muntu sjá fram úr þeim eftir 7. mars. Jafnvel áttu von á vinningi. Ástin hefur farið sér hægt og er raunsæ og auðvelt er að byggja framtíð á slíku. Þú skalt þiggja hjálp þegar hún býðst. Apríl: Frelsi til athafna og ánægja er í hápunkti. Það er mjög áríðandi að þú færist ekki of mikið í fang og takir ekki á þig allar byrðar. Ef þú festist í hversdagslegu fari áttu á hættu að missa hreyfanleikann í lík- ama og sál sem verður til þess að möguleikaar þfnir til framfara skað- ast. Notaðu fríið vel því ástin þarf næringu. Þú hefur verið til baka í samskiptum þínum við makann í stað þess að njóta þess sem lífið hef- ur upp á að bjóða. Makalausir geta lent í ástarsamböndum sem standa stutt. Allt sem tengist útlöndum kemur þér til góða fjárhagslega. Maí: Þú hefur tekið ákvarðanir sem verða til framfara og heilla. Þú VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.