Vikan


Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 6

Vikan - 10.09.1998, Qupperneq 6
Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir úr einkasafni Fagurkerinn Bara skreytir borðstofu- borðið af mikilli list. Inni í stofunni eru dokkir litir og þvi notar Bara matarstell með dokku mynstri þar. Myndir af heimili frú Báru Sigurjónsdóttur í Drápu- hlíðinni hafa margoft birst á síðum blaða og tímarita, enda annálað myndarheimili. Nú hefur Bára látið gamlan draum rætast og hefur komið sér fyrir í hjólhýsi nálægt Kirkjubæjarklaustri, þar sem hún segir ábúendur einstaklega hjálpsamt og elskulegt fólk. s Eg valdi þennan stað því Suður- land er að mínu mati fallegsti hluti íslands og þar átti ég rómantísk- ustu stundir lífs míns fyrir rúmum fimmtíu árum,“ segir Bára. „Upphaflega langaði mig og syni mína að byggja þarna sumar- bústað, en við fundum út að það er mun ódýrara að búa í hjólhýsi en að reisa sumarhús!“ Þau fóru af stað í hjól- hýsaleit og fundu húsið á Laugarvatni; notað, en mjög vel farið: „Þetta er stórt hjólhýsi; lengdin á því eru sjö metrar og því fer vel um okkur í því. I öðrum enda hússins er stofa, eldhús í því miðju og svefnherbergi og snyrting í hinum endan- um. Synir mínir, þeir Guðjón og Sigurjón, festu húsið niður og smíðuðu sólpall umhverf- is það. Pallinn er hægt að hita upp með rafmagni." S Ihjólhýsinu eru öll þægindi og Bára segir skápaplássið með eindæmum. Þar geymir hún meðal annars tvenns konar matarstell; annað fyrir borðstofuna, hitt fyrir morgunverðar- stofuna, sem er inni í tjaldi sem reist hefur ver- ið yfir einn hluta pallsins: „Hér geta sjö manns auð- veldlega gist, því það er hægt að breyta sófunum í rúm.“ Hjólhýsið er un- aðsreitur fjöl- skyldunnar og þar væri hægt að dvelja allan ársins hring. Auk þess að taka á móti fjöl- skyldu og vinum í allt sumar lét Bára sig ekki muna um að halda 40 manna veislu í septem- ber! En hver er eftirlætis- tími Báru á þessum slóð- um? „Morgnarnir," segir hún umhugsunarlaust. „Þá drekk ég kaffið mitt úti á palli. horfi á Vatnajökul og Lómagnúp og spái í skýin..." 6

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.