Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 6

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 6
Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir úr einkasafni Fagurkerinn Bara skreytir borðstofu- borðið af mikilli list. Inni í stofunni eru dokkir litir og þvi notar Bara matarstell með dokku mynstri þar. Myndir af heimili frú Báru Sigurjónsdóttur í Drápu- hlíðinni hafa margoft birst á síðum blaða og tímarita, enda annálað myndarheimili. Nú hefur Bára látið gamlan draum rætast og hefur komið sér fyrir í hjólhýsi nálægt Kirkjubæjarklaustri, þar sem hún segir ábúendur einstaklega hjálpsamt og elskulegt fólk. s Eg valdi þennan stað því Suður- land er að mínu mati fallegsti hluti íslands og þar átti ég rómantísk- ustu stundir lífs míns fyrir rúmum fimmtíu árum,“ segir Bára. „Upphaflega langaði mig og syni mína að byggja þarna sumar- bústað, en við fundum út að það er mun ódýrara að búa í hjólhýsi en að reisa sumarhús!“ Þau fóru af stað í hjól- hýsaleit og fundu húsið á Laugarvatni; notað, en mjög vel farið: „Þetta er stórt hjólhýsi; lengdin á því eru sjö metrar og því fer vel um okkur í því. I öðrum enda hússins er stofa, eldhús í því miðju og svefnherbergi og snyrting í hinum endan- um. Synir mínir, þeir Guðjón og Sigurjón, festu húsið niður og smíðuðu sólpall umhverf- is það. Pallinn er hægt að hita upp með rafmagni." S Ihjólhýsinu eru öll þægindi og Bára segir skápaplássið með eindæmum. Þar geymir hún meðal annars tvenns konar matarstell; annað fyrir borðstofuna, hitt fyrir morgunverðar- stofuna, sem er inni í tjaldi sem reist hefur ver- ið yfir einn hluta pallsins: „Hér geta sjö manns auð- veldlega gist, því það er hægt að breyta sófunum í rúm.“ Hjólhýsið er un- aðsreitur fjöl- skyldunnar og þar væri hægt að dvelja allan ársins hring. Auk þess að taka á móti fjöl- skyldu og vinum í allt sumar lét Bára sig ekki muna um að halda 40 manna veislu í septem- ber! En hver er eftirlætis- tími Báru á þessum slóð- um? „Morgnarnir," segir hún umhugsunarlaust. „Þá drekk ég kaffið mitt úti á palli. horfi á Vatnajökul og Lómagnúp og spái í skýin..." 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.