Vikan


Vikan - 10.09.1998, Page 9

Vikan - 10.09.1998, Page 9
Ingólfur Margeirsson og Jóhanna Jónasdóttir blómstra í Englandi sem allir töluðu um en fáir höfðu lesið. Og það þurfti ekk- ert að lesa bókina. Dómurinn var fallinn, úrskurður upp kveðinn. Esra S. Pétursson sál- könnuður var fjölmiðlaskrímsli ársins. Auðvitað verður maður vonsvikinn yfir viðbrögðum sem byggjast að mestum hluta á fordómum. En sannleikurinn var sá, að Esra sagði aldrei frá neinni sjúkraskýrslu. Hann hélt aldrei sjúkraskýrslu yfir barnsmóður sína, Áslaugu Jónsdóttur, sem hafði verið sjúklingur hans í áratug áður en ástarsamband þeirra hófst. Það var engin sjúkraskýrsla til. Esra segir ekki frá neinni per- sónu í bókinni sem máli skiptir nema hann skilgreini hana að einhverju leyti með aðferðum sálkönnunar. Það er hans eðli- Illar tungur heima á íslandi vilja aftur á móti meina að ástœðan sé allt önnur. Nefnilega sú að fjölskyldan hafiflúið land vegna hörkulegra viðbragða og kjafta- gangs eftir að Ingólfur skrifaði og gaf iit œvisögu Esra S. Péturssonar geðlœknis, Sálumessa syndara. legi máti að meta og greina fólk. Áslaug var þar engin und- antekning. En hún hafði hins vegar eitt sinn verið sjúklingur hans og það var notað gegn Esra á mjög grimman hátt. Esra var fyrst og fremst að segja frá ástarsögu sinni og Ás- laugar sem endaði með barni. Þegar hann var orðinn ekkill vildi hann giftast Áslaugu en hún hafnaði honum. Það hafði gífurleg áhrif á hann. Þetta er ástarsagan sem gerð var að trúnaðarbroti læknis við sjúk- ling - frásögnin sem kostaði Esra læknaleyfið, úrsögn úr Læknafélagi Islands og okkur báða dóma og sektir í undir- rétti. Það er ekki síst út af ýms- um prinsippatriðum sem ég, sem meintur hlutdeildaraðili að „glæpnum“, hef áfrýjað málinu fyrir mína hönd til Hæstaréttar. Og ég er þakklát- ur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið bæði frá stjórnum Blaðamannafélags íslands og Rithöfundasambandsins í þessu máli.“ SANNLEIKANUM VERÐUR HVER SÁRREIÐASTUR Líklega er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það er að lenda á milli tannanna á fólki í litlu samfélagi eins og á Islandi. Daglegt líf er gert opinbert í fjölmiðlum og þegar síminn hringir eru það ekki endilega símtöl frá vinum, vandamönn- um og starfsfélögum, heldur er viðbúið að á línunni sé einhver gjörókunnugur sem vill láta álit sitt í ljós. „Auðvitað hefur svona gaura- gangur áhrif á fjölskyldulífið, „ segir Ingólfur. „Ekki bara okk- ar, heldur allra hinna sem urðu aðilar að málinu. Þetta var erf- iður tími fyrir alla. Þegar ég hugsa til baka er það gremju- legasta að þetta var svo mikill óþarfi. Og ég velti því oft fyrir mér, hvort hafi skaðað syni Ás- laugar meira, hin átakanlega, sanna en einnig hlýja mynd sem Esra dregur upp af móður þeirra eða djöfulgangurinn sem komið var af stað innan læknafélaganna, í embættis- kerfinu og í fjölmiðlum.“ Og Jóhanna bætir við: „Gleymum ekki að svona hasar þjappar einnig fjölskyldu saman. Við gengum saman í gegnum þenn- an storm. Og sem fjölskylda erum við enn sterkari á eftir.“ Eins og allir vita er Ingólfur einn virtasti ævisagnaritari þjóðarinnar. Bókum hans hef- ur alltaf verið vel tekið og þær verið ofarlega á listum yfir mest seldu bækurnar. Hvað var það sem gerði þessa bók öðru- vísi? Var eitthvað í henni sem kom illa við íslensku þjóðina? „Ég held að Sálumessa synd- ara hafi komið illa við kaunin á mörgum,“ segir Ingólfur hugsi, „vegna þess að sem ævisaga setur hún lesandann upp að vegg. Því fleiri leyndarmál sem lesandinn sjálfur á, þeim mun meira fer bókin í taugarnar á honum. Það er svo miklu hættuminna að lesa ævisögu þar sem allir eru alltaf í sól- skinsskapi og segja brandara fram á síðustu síðu. Ég hef alltaf litið á ævisöguskrif sem framlag til mannhyggju: Að skilja manninn betur og gefa um leið lesandanum betri skilning á sjálfum sér. Ég hef í öllum þeim ævisögum sem ég hef skrifað reynt að grafast fyr- ir um orsakir atburða, kafa undir yfirborðið, vinna í sálar- lífi viðmælenda minna. Taktu Guðmundu Elíasdóttur, Árna Tryggvason eða Maríu Guð- mundsdóttur: Um hvað fjalla þessar bækur í kjarnanum? Að standa berskjaldaður frammi fýrir sjálfum sér. Að ljúga engu. Þær fjalla að stórum hluta um drykkjusýki, þung- lyndi, mistök, að vera fórnar- dýr nauðgunar, frægðar, leyndrar ættleiðingar. Bókin um Esra tók skrefið lengra vegna þess að persónan bauð upp á það: Geðlæknir og sál- könnuður sem hafði gengið sjálfur í gegnum sálgreiningu. Én heiðarleiki hans var of mik- ill fyrir íslenska lesendur - enn sem komið er. Esra segir svo mikið að mörgum lesendum fannst hann ósjarmerandi. Hann afhjúpar sjálfselsku sína, tillitsleysi, framhjáhald og svo framvegis. Hann er meiri ger- andi en þolandi. Esra er ekki hin dæmigerða hetja - fómar- dýrið sem stendur keikur í lok ævisögunnar. Ég er hins vegar sannfærður um að tíminn muni vinna með Sálumessu syndara. Hverjum hefði dottið í hug fyr- ir nokkrum misserum að fram- hjáhald og kynlíf Bandaríkja- forseta yrði gert opinbert í minnstu smáatriðum fyrir allan heiminn á Internetinu? Skýrsla Starrs kemur við kaunin á öll- um karlmönnum sem hafa 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.