Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 9

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 9
Ingólfur Margeirsson og Jóhanna Jónasdóttir blómstra í Englandi sem allir töluðu um en fáir höfðu lesið. Og það þurfti ekk- ert að lesa bókina. Dómurinn var fallinn, úrskurður upp kveðinn. Esra S. Pétursson sál- könnuður var fjölmiðlaskrímsli ársins. Auðvitað verður maður vonsvikinn yfir viðbrögðum sem byggjast að mestum hluta á fordómum. En sannleikurinn var sá, að Esra sagði aldrei frá neinni sjúkraskýrslu. Hann hélt aldrei sjúkraskýrslu yfir barnsmóður sína, Áslaugu Jónsdóttur, sem hafði verið sjúklingur hans í áratug áður en ástarsamband þeirra hófst. Það var engin sjúkraskýrsla til. Esra segir ekki frá neinni per- sónu í bókinni sem máli skiptir nema hann skilgreini hana að einhverju leyti með aðferðum sálkönnunar. Það er hans eðli- Illar tungur heima á íslandi vilja aftur á móti meina að ástœðan sé allt önnur. Nefnilega sú að fjölskyldan hafiflúið land vegna hörkulegra viðbragða og kjafta- gangs eftir að Ingólfur skrifaði og gaf iit œvisögu Esra S. Péturssonar geðlœknis, Sálumessa syndara. legi máti að meta og greina fólk. Áslaug var þar engin und- antekning. En hún hafði hins vegar eitt sinn verið sjúklingur hans og það var notað gegn Esra á mjög grimman hátt. Esra var fyrst og fremst að segja frá ástarsögu sinni og Ás- laugar sem endaði með barni. Þegar hann var orðinn ekkill vildi hann giftast Áslaugu en hún hafnaði honum. Það hafði gífurleg áhrif á hann. Þetta er ástarsagan sem gerð var að trúnaðarbroti læknis við sjúk- ling - frásögnin sem kostaði Esra læknaleyfið, úrsögn úr Læknafélagi Islands og okkur báða dóma og sektir í undir- rétti. Það er ekki síst út af ýms- um prinsippatriðum sem ég, sem meintur hlutdeildaraðili að „glæpnum“, hef áfrýjað málinu fyrir mína hönd til Hæstaréttar. Og ég er þakklát- ur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið bæði frá stjórnum Blaðamannafélags íslands og Rithöfundasambandsins í þessu máli.“ SANNLEIKANUM VERÐUR HVER SÁRREIÐASTUR Líklega er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það er að lenda á milli tannanna á fólki í litlu samfélagi eins og á Islandi. Daglegt líf er gert opinbert í fjölmiðlum og þegar síminn hringir eru það ekki endilega símtöl frá vinum, vandamönn- um og starfsfélögum, heldur er viðbúið að á línunni sé einhver gjörókunnugur sem vill láta álit sitt í ljós. „Auðvitað hefur svona gaura- gangur áhrif á fjölskyldulífið, „ segir Ingólfur. „Ekki bara okk- ar, heldur allra hinna sem urðu aðilar að málinu. Þetta var erf- iður tími fyrir alla. Þegar ég hugsa til baka er það gremju- legasta að þetta var svo mikill óþarfi. Og ég velti því oft fyrir mér, hvort hafi skaðað syni Ás- laugar meira, hin átakanlega, sanna en einnig hlýja mynd sem Esra dregur upp af móður þeirra eða djöfulgangurinn sem komið var af stað innan læknafélaganna, í embættis- kerfinu og í fjölmiðlum.“ Og Jóhanna bætir við: „Gleymum ekki að svona hasar þjappar einnig fjölskyldu saman. Við gengum saman í gegnum þenn- an storm. Og sem fjölskylda erum við enn sterkari á eftir.“ Eins og allir vita er Ingólfur einn virtasti ævisagnaritari þjóðarinnar. Bókum hans hef- ur alltaf verið vel tekið og þær verið ofarlega á listum yfir mest seldu bækurnar. Hvað var það sem gerði þessa bók öðru- vísi? Var eitthvað í henni sem kom illa við íslensku þjóðina? „Ég held að Sálumessa synd- ara hafi komið illa við kaunin á mörgum,“ segir Ingólfur hugsi, „vegna þess að sem ævisaga setur hún lesandann upp að vegg. Því fleiri leyndarmál sem lesandinn sjálfur á, þeim mun meira fer bókin í taugarnar á honum. Það er svo miklu hættuminna að lesa ævisögu þar sem allir eru alltaf í sól- skinsskapi og segja brandara fram á síðustu síðu. Ég hef alltaf litið á ævisöguskrif sem framlag til mannhyggju: Að skilja manninn betur og gefa um leið lesandanum betri skilning á sjálfum sér. Ég hef í öllum þeim ævisögum sem ég hef skrifað reynt að grafast fyr- ir um orsakir atburða, kafa undir yfirborðið, vinna í sálar- lífi viðmælenda minna. Taktu Guðmundu Elíasdóttur, Árna Tryggvason eða Maríu Guð- mundsdóttur: Um hvað fjalla þessar bækur í kjarnanum? Að standa berskjaldaður frammi fýrir sjálfum sér. Að ljúga engu. Þær fjalla að stórum hluta um drykkjusýki, þung- lyndi, mistök, að vera fórnar- dýr nauðgunar, frægðar, leyndrar ættleiðingar. Bókin um Esra tók skrefið lengra vegna þess að persónan bauð upp á það: Geðlæknir og sál- könnuður sem hafði gengið sjálfur í gegnum sálgreiningu. Én heiðarleiki hans var of mik- ill fyrir íslenska lesendur - enn sem komið er. Esra segir svo mikið að mörgum lesendum fannst hann ósjarmerandi. Hann afhjúpar sjálfselsku sína, tillitsleysi, framhjáhald og svo framvegis. Hann er meiri ger- andi en þolandi. Esra er ekki hin dæmigerða hetja - fómar- dýrið sem stendur keikur í lok ævisögunnar. Ég er hins vegar sannfærður um að tíminn muni vinna með Sálumessu syndara. Hverjum hefði dottið í hug fyr- ir nokkrum misserum að fram- hjáhald og kynlíf Bandaríkja- forseta yrði gert opinbert í minnstu smáatriðum fyrir allan heiminn á Internetinu? Skýrsla Starrs kemur við kaunin á öll- um karlmönnum sem hafa 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.