Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 45

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 45
Iliilila Gitdniuiulsdomr félcij’sráógjafi srarar bréfum lesenda. Fyllsta trúnaðar ergœtt og bréfbirt niidir didnefiii. Senclið brejtn til: „Kcira Htdclci“ Vilcan, Seljavegi 2 101 Reykjavík. Netfang: vikan@frodi. is Má hún vinna? Kæra HuJda... Ég er að leita ráða hjá þér varð- andi unga vinkonu mína sem er öryrld. Hún er metin 100% ör- yrld en telur sig þó geta unnið létt verk af og til. HeUsa hennar er misjöfn og það koma tímar þar sem hún er vel fær um að vinna létta flilaupavinnu í nokkrar idst. á viku. Má hún það án þess að bæturnar skerð- ist? Ef svo er, hversu miklar tekjur má hún hafa án þess að Idipið sé af þessum lágu bótum? Gott væri að fá svar sem fyrst því hún veit um létt starf fyrir veturinn. Ama Kæra Arna Það er fallega gert af þér að leita ráða fyrir hönd vinkonu þinnar varðandi spuminguna um það hve mikið megi vinna, eða réttara sagt hve mikilla tekna hún megi afla sér án þess að farið verði að skerða trygg- ingabœtur hennar, eða „klípa af'þeim, eins og þú orðar það. Hún telur sig geta unnið létt verk eða íhlaupavinnu nokkra tíma á viku og eflaust vœri það henni andleg upplyfting og heilsubót að geta gert eitthvað slíkt, fundið um leið að hún er alls ekki „einskis nýt“ eins og sumum finnst sem vinna ekki. Engin manneskja er þó einskis nýt eða einskis verð fyrir þœr sakir einar að geta ekki unnið fyrir tekjum. Hversu miklar slíkar tekjur mega vera og nákvæmar upp- lýsingar um lög og reglur varð- andi spumingu þína hef ég því miður ekki handbærar, þar sem taka þarf tillit til svo margra at- riða. Oftast geta einstaklingar þénað um 20.000 kr. á mánuði án skerðingar. Því ráðlegg ég þér að hafa samband við Trygg- ingastofnun ríkisins, frœðslu- og útgáfudeild. Kær kveðja, Hulda Ástfangin af kvæntum presti Kæra Hulda... Viltu hjálpa mér. Ég er svo ástfangin að það er að fara með mig. Ég hef aldrei upp- lifað þetta áður (er 34 ára). Maður hefur orðið skotin í eitt og eitt skipti og eitt sinn bjó ég með manni um tíma. Þá var engin alvara á ferð en núna hugsa ég ekki um ann- að en þennan mann. Við náum vel saman og störfum saman að félagsmálum. Hann hefur ekki beint gefið í skyn að hann sé hrifinn af mér en það er eitthvað á ferðinni. Þessi maður er gift- ur og hann er prestur hér (í frekar litlu plássi). Við störf- um dálítið saman, eins og ég sagði, og ég get ekki hugsað mér að hætta þeirri þátttöku en ég get ekki lengur verið nálægt honum án þess að hjartað hamist og ég verð svo skrýtin. Ég er ekki með sjálfri mér. A ég að reyna að komast að því hvort hann sé líka hrifinn af mér, eins og mig grunar eða vona allavega að hann sé. Með þökk. Ein í vanda Kæra „ein í vanda“ Þú ert geysifjarri því að vera „ein“ í þessum vanda! Með einlœgum orðum vekurðu eina þeirra alvarlegu spurn- inga sem lífinu hafa lengi fylgt. Sterkar tilfinningar eins og þínar geta komið óboðnar, reynst illviðráðanlegar og ógnað leiðarljósi skynsem- innar. Hjartslættinum og þrá- hyggjunni fylgir sterk von um gagnkvæmni og svörun ann- arrar mannveru. Hrifningin, spennan og óskhyggjan fyrir- byggja raunsœtt, „kalt mat“ og vonin verður að grun og grunurinn að vissu. Óhikað segir þú að eitthvað sé á ferð- inni þótt hann hafi ekki gefið það í skyn. Þú veist innst inni að þú veist ekkert um þetta. Það er því sterk löngun, en mjög varhuga- verð, að „reyna að komast að því“. Slíkt gœti reynst frum- hlaup, orðið vandrœðalegt, en liði hjá, spillt núverandi sam- starfi sem þú tœp lega vilt, vakið upp tilfinningar hjá honum í ímyndaðri hrifningu í fátinu, sem e.t.v. vœri bara dulbúin freisting i til að falla fykir tilbreyt- ingu, með mikilli sektar- kennd, togstreitu og mið- ur heppilegum afleiðingum. Hann á leik og frumkvæð- ið er hans ef hann kærir sig um. Hafi hann engar djúp- ar tilfinningar til þín nær það ekki lengra, en þið get- ið starfað áfram saman ef þú kærir þig um. Sé hann aftur á móti hrifinn af þér horfir málið öðruvísi við, en hann verður sjálfur að ákveða hvað hann kýs að gera - á eigin ábyrgð. Margt fer öðruvísi en við hugsum hverju sinni. Sum- ir draumar ræt- ast, aðrir ekki. Aðstæður geta átt hlut að máli. En sterk hughrif og tilfinningar, eins og þínar, bera vott um heilbrigt sálarlíf án deyfðar og doða. Þjáningum vonbrigða getur tíminn breytt í dýr- mœta minningu. Að nýta mótlæti til þroska er meðal námsefnis í skóla lífs ins. Kær kveðja, Hulda Netfang: vikan@frodi.is 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.