Vikan


Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 7

Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 7
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Björn Blöndal verða að setjast niður og hanna eitthað til þess að geta sofið á nóttunni. Ann- ars má segja að skúlptúr sé næsti bær við hönnun. Skúlptúrinn er meira á til- finningalegu línunum, hönnunin er meira lögð út frá notagildi. Ég er á þeirri skoðun að það ætti að gera meira að því að samræma list og nytjahluti. Mig langar til þess að fara í framhaldsnám þegar náminu Yerðlaunaskórnir. Guðrún Margrét er á leiðinni til Kína til þess að fylgja hönn- un fyrsta skóparsins eftir. í MHÍ lýkur og snúa mér þá meira að hönnuninni. Ég er mikið að spá í því sambandi og eins og er langar mig helst að læra í Barcelona eða Prag. í báðum þessum borgum eru mjög góðir skólar og margt spennandi að gerast í listum og hönn- un. Við sem búum á lítilli eyju verðum að fá tækifæri til þess að ferðast og fylgj- ast með því sem er að ger- ast annars staðar í heimin- um. Fá að þreifa á hlutun- um og koma við þá.” Nú höfum við séð út- færslu Guðrúnar Margrétar í skóm, bíl og kjól. Ef til vill fáum við í framtíðinni að sjá krónupening hannaðan af henni. Krónan hefur nefnilega sérstakan sess í huga hennar. „Daginn fyrir Facett keppnina fann ég krónu á götunni. Auðvitað tók ég hana upp, því mamma kenndi mér á sín- um tíma að króna, sem maður finnur á götunni, sé happapeningur, daginn eftir stóð ég uppi sem sigurveg- ari í keppninni.”

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.