Vikan - 16.02.1999, Síða 9
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson
HVAÐ SEGIR BÚÐARÞJÓFURINN?
Þessi þjófur vill að sjálfsögðu ekki gefa upp nafn sitt.
Þ
X i
að er alltaf betra að taka með sér meira af fötum inn í
Imátunarklefann en þau sem maður ætlar sér að stela.
Ef ég ætla að stela skyrtu vel ég tvær samskonar
skyrtur í mismunandi stærðum til þess að taka með mér inn
í mátunarklefann. Þar fer ég í aðra skyrtuna, fer með hina
fram og set bæði herðatréin inn í hana. Þá lítur út eins og ég
hafi farið inn með eina og komið fram með eina. í sumum
verslunum er starfsmaður sem fylgist með því hversu marga
hluti farið er með inn í mátunarklefann. Það er þess vegna
sem ég fer inn með tvær skyrtur af mismunandi stærð. Þá
lítur út eins og ég sé að máta þær báðar til þess að athuga
hvor stærðin passar mér betur. Nú hugsar þú eflaust sem
svo: Gott og vel, ef búið er að telja hversu marga hluti þú
ferð með inn í klefann og þú skilar þeim ekki öllum til baka
þegar þú kemur út úr klefanum, hvað þá? Eg get fullvissað
ykkur um það að þessi talning er eingöngu til málamynda.
Verslunin vill láta líta svo út sem það sé fylgst með þér og
það sé eins gott fyrir þig að reyna ekki að stela. Þeir hafi yf-
irsýn yfir allt sem gerist inni í mátunar-
klefanum. Þetta er einfaldlega þeirra að-
ferð til þess að hræða viðskiptavininn.
í fyrsta lagi þá veistu að enginn telur
hlutina sem þú skilar til baka. Þannig að
ef ég fer inn í klefann með sex hluti og
ætla mér að stela tveimur þeirra þá gæti
ég þess að setja þá tvo hluti innst í fata-
bunkann sem ég held á. Þá hluti sem þú
ætlar ekki að stela skaltu hafa stóra og
mikla um sig, t.d. frakka eða jakka. Þeir
eru góðir til þess að hylja þá hluti sem þú
ætlar þér að stela. Stóru hlutirnir verða að
vera áberandi þegar þú kemur aftur út úr
klefanum. Þetta er auðveldasta leiðin til
þess að fela það sem þú tekur með þér inn
í klefann.
f öðru lagi er það algengt að viðskipta-
vinir skilji eftir fatnað, sem þeir ætla sér
ekki að kaupa, inni í mátunarklefanum.
Þannig að það lítur ekkert endilega illa út
þó að ég komi ekki fram með alla þá hluti
sem ég tók með mér inn í klefann. Stað-
reyndin er sú að fyrir okkur þjófana er
þetta mjög hagstætt. Ég skil oft eftir hlut-
ina sem ég ætla mér ekki að stela.”
Þessi þjófur segist notfæra sér það út í
ystu æsar að bannað er að hafa eftirlits-
myndavélar inni í mátunarklefunum og
segir það gera hlutina ennþá auðveldari.
Hann varar samt væntanlega þjófa við
þjófavarnarmerkingunum sem festar eru á
fatnaðinn. Það sé ekki ólíklegt að upp
komist um þjófnaðinn ef það gleymist að
fjarlægja þær inni í mátunarklefanum.
Hann bendir væntanlegum þjófum á að
fullvissa sig um það oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar. Þá sé þetta einfaldasta
mál í heimi!
Svo mörg voru þau orð. Vonandi er
vandasamara að fást við starfsfólk versl-
ana og þjófavarnarkerfi heldur en þessi
kappi vill vera láta. Búðarþjófnaður er
nefnilega ekkert grín heldur er hann, eins
og Hjalti Pálmason orðar það, dauðans al-
vara!
Vikan 9