Vikan


Vikan - 16.02.1999, Síða 27

Vikan - 16.02.1999, Síða 27
eins og nemendurnir, víðs vegar að úr heiminum. Þeir eru mjög hæfir og vel menntaðir. Nemendur eru fáir og valkostirnir fleiri en gengur og gerist í íslenskum menntaskólum.” í skólanum eru nemendur frá 63 þjóðlöndum og er helmingur þeirra innfæddir, þ.e.a.s. 60 nemendur af 120. Skólinn er styrktur af rík- inu, sem borgar helming skólakostnaðar fyrir alla nemendur skólans, og hinn helmingurinn kemur úr sjóðum góðgerðarfélaga. „ Ég fæ þrjá fjórðu hluta kostnaðarins greiddan en sjálfur þarf ég að borga mis- muninn, sem er 350 þúsund krónur fyrir námsárið. Þess utan borga ég sjálfur allan ferðakostnað og ýmsilegt annað sem til fellur. Þegar upp er staðið er þetta dýrt ævintýri fyrir tveggja ára nám. Það vildi svo vel til að ég var búinn að leggja fyrir í mörg ár og var kominn með ágætan sjóð sem ég reyndar hugsaði mér að eiga til að fjármagna háskólanám þeg- ar að því kæmi. En ég sé fram á það að sá sjóður verður uppurinn þegar kem- ur að háskólanámi. En ég sé ekki eftir peningunum sem fara í þetta; það er þess virði þar sem stúdentspróf úr þessum skóla opnar mér ýmsa möguleika þegar kem- ur að því að velja framtíðar- nám. Islenska ríkið styrkir ekki nemendur til þessa náms og það er ekki nógu gott. Jafnvel þótt þessir skólar hafi stóra sjóði til þess að veita úr geta þeir ekki veitt öllum nemendum fullan styrk. Ríkari þjóðir Vesturlanda fá einungis hlutastyrki vegna þess að það er litið svo á að ríkis- stjórnir þeirra landa geti lagt eitthvað á móti.Nem- endur frá fátækari þjóðum fá fulla styrki, skólagjöld greidd og vasapeninga, þar sem litið er svo á að nem- endur eigi að geta komið frá öllum heimshornum, óháð efnahag.” Skólinn leggur ekki ein- göngu áherslu á bóklegt nám. „Bóklega námið er vissulega mjög strangt, en lífið innan skólaveggjanna er mjög skapandi. Þess er krafist af nemendum að þeir noti ákveðinn fjölda klukkustunda á viku til góð- gerðar-, félags- og skapandi starfa. Ég er t.d. að vinna á bókasafni skólans og við rannsóknir á kóralrifum í Hoi Ha Wan sæþjóðgarðin- um. í þeim tilgangi þurfti ég að læra að kafa og hef nú köfunarskírteini upp á vas- ann. Niðurstöður rannsókn- anna sendum við til World Wilde Fund For Nature hér í Hong Kong. Þetta er mjög mikilvægur hluti af nám- inu.” Hafliði segir nemendur skólans ekki kynnast mikið daglegu lífi í Hong Kong. „Skólinn sér okkur fyrir húsnæði og við lifum og hrærumst innan skólalóðar- innar. I raun og veru má segja að þar sé sérheimur, en sá heimur er alveg frábær og hér myndast góð vináttu- bönd. Bæði kennarar og nemendur búa í heimavist- arblokkum. Ég er með þremur strákum í herbergi, tveimur frá Hong Kong og einum frá Tansaníu. Hér er einnig mjög góð íþróttaað- staða; tennis- og körfubolta- vellir og stór útisundlaug. Sundlaugin kemur að góð- um notum í veðráttunni sem hér ríkir. Mikill raki er í loft- inu og litlar veðrabreyting- ar, yfirleitt er hitinn í kring- um 30 gráður. Þægilegast er veðrið í nóvember og fram í febrúar. Þá ná Síberíuvindar hingað niður eftir. Þótt þeir séu ansi máttlausir þá bera þeir með sér ferskan and- blæ.” Hafliði segist hafa orðið glaður þegar hann heyrði að von væri á öðrum nemanda frá íslandi í haust. „Það verður frábært að hafa ein- hvern til að tala við á eigin tungumáli. Reyndar er í Hong Kong annar íslenskur menntaskólanemi, Óskar Guðlaugsson, sem er gamall kynna sér kínverska menn- ingu og farinn að tala málið mjög vel eftir stuttan tima.” Að lokum segir Hafliði að hans heitasta ósk sé sú að ís- lenska ríkið styrki nemend- ur til þess að geta sótt þessa alþjóðlegu menntaskóla með góðu móti. „Ég vildi Rannsakar kóralrif og lærir köfun í skólanum skólafélagi minn. Hann er skiptinenri, býr hjá kín- verskri fjölskyldu og gengur í almennan menntaskóla. Hann stendur sig þar frá- bærlega vel, er duglegur að óska þess að sá tími kæmi að þetta yrði sjálfsagður val- möguleiki þegar íslensk ungmenni velja sér mennta- skólanám.” Vi kan n

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.