Vikan - 16.02.1999, Síða 30
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Náttúrulegt
þunglyndislyf
Jónsmessurunni eða
St. Johns Wort er
þekkt lækningajurt
sem notuð hefur verið
um aldir í Evrópu.
Þetta er lágvaxinn
runni með fallegum
gulum blómum. Hann
blómstrar um miðsum-
arsleytið eða í kringum
Jónsmessu og því hef-
ur hann jafnan verið
tengdur þeim yfirnátt-
úrulegu öflum sem trú-
að var að ríktu óheft á
Jónsmessunótt. Sagt
var að með jurtina að
vopni væri hægt að
hrekja burt slæðing og
verjast illum öflum.
Lækningamáttur
blómanna var einnig
vel þekktur en líkt og
margar aðrar jurtir féll
Jónsmessurunninn í
gleymsku með stór-
stígum framförum í
læknisfræði í lok síð-
ustu aldar og byrjun
þessarar. Á síðustu
árum hafa menn þó
verið að endurupp-
götva þessa fornu
læknisdóma og rann-
saka þá vísindalega. í
Ijós hefur komið, að
reynsla og þekking
kynslóðanna á við rök
að styðjast í mjög
mörgum tilfellum og
hollusta náttúrulyfja er
oft meiri og aukaverk-
anir færri en hinna
sem framleidd eru í
verksmiðjum.
eyði unnið úr blómum
Jónsmessurunnans
hefur þau áhrif að fólk
verður bjartsýnna og hefur
því reynst einkar vel við
þunglyndi, svo vel raunar,
að geðlæknar og sálfræðing-
ar í Þýskalandi og í Banda-
ríkjunum hafa í síauknum
mæli mælt með notkun, þess
við sjúklinga sína. Geðlækn-
ar flokka þunglyndi í ákveð-
in stig eftir alvarleika sjúk-
dómsins og er jurtin ekki
notuð við „klínísku” þung-
lyndi, eins og það er kallað,
enda er þá yfirleitt þörf á
sjúkrahúsvist og stöðugri
meðferð. Margar rannsókn-
ir hafa verið unnar á virkni
jurtarinnar og þótt menn
viti ekki enn hvernig virka
efnið (hypericum) í henni
vinnur er því haldið fram að
jurtin hefur ekki síðri áhrif á
vægt, tímabundið eða með-
alerfitt þunglyndi og lyfið
prozac.
Seyði úr Jónsmessurunna
hefur einnig þann kost að
það veldur minni aukaverk-
unum en önnur þekkt þung-
lyndislyf. Mörgu fólki er illa
við lyf, ekki síst geðlyf, en
telur náttúrulyf á borð við
þau sem unnin eru úr Jóns-
messurunna betri kost. Oft
kýs fólk sem þjáist af vægu
þunglyndi að reyna sjálft að
yfirvinna sjúkdóminn, en
allflestir ganga í gegnum
þunglyndistímabil eða fá
svartsýnisköst einhvern
tíma á lífsleiðinni. Þá þekkja
menn einkennin og kjósa að
bregðast við með úrræðum
sem þeim henta. Grasa-
lækningar hafa verið flokk-
aðar undir svokallaðar
hjálækningar en þær eru í æ
ríkari mæli að verða val-
kostur þeirra sem vilja sjálf-
ir bera ábyrgð á heilsu sinni
og treysta frekar á hægan
bata en að þurfa að hafa
áhyggjur af aukaverkunum
samfara lyfjainntöku.
En jurtin gagnast ekki
eingöngu við þunglyndi.
Hún hefur áhrif á boðefnið
serótín og hefur þess vegna
gagnast fólki sem hættir til
að fá krampaköst. Hún inni-
heldur einnig hypercin sem
sagt er draga úr virkni veira,
minnka verki, hafa róandi
áhrif og draga úr bólgum í
liðum. Á hypercini hafa
einnig verið gerðar
þónokkrar rannsóknir sem
miða að því að finna út
hvort það muni gagnast í
meðferð gegn HIV veirunni
og herpes veirunni.
Helen Sjöfn Steinarsdóttir
hefur notað te af Jónsmess-
urunna við þunglyndi og
segir það reynast vel.
„Þetta hefur mjög góð
áhrif. Ég næ að slaka á og
sef betur. Ég er vefjagigtar-
sjúklingur og var búin að fá
lyf hjá lækni til að ná djúp-
um svefni en hef getað
sleppt þeim eftir að ég fór
30 Vikan