Vikan - 16.02.1999, Page 46
Persónuleikapróf
Horfðu á myndirnar, og veldu þá sem höfðar mest til þín.
Taktu titlit tilforma og liia.
Þegar þú
hefur
valið mynd
skaltu lesa
um per-
sónuleika
þinn hér
fyrir
neðan.
Mynd 1
Frjálslyndur,
glettinn og
gamansamur
Þú vilt lifa frjálsu og við-
burðaríku lífi. Þú reynir að
nota öll tækifæri til að njóta
lífsins til fullnustu og lifir
samkvæmt slagorðinu:
„Maður lifir aðeins einu
sinni.”
Þú ert forvitinn og opinn
fyrir nýjungum og þú þrífst
á breytingum. Ekkert er þér
andstæðara en að vera
fastur í sama farinu. Þú
upplifir heiminn sem stað
tækifæranna og þér tekst
alltaf að koma á óvart.
Mynd 2
Sjálfstæður,
óháður og
frumlegur
Þú vilt vera frjáls og þú vilt
geta tekið þínar eigin
ákvarðanir áháður öðrum.
Þú ert listrænn og nýtir þá
hæfileika í einkalífi þínu og
við vinnuna. Frelsisþörf þín
fær þig oft til að taka
ákvarðanir sem koma öðr-
um á óvart.
Lífsstíll þinn er mjög mark-
aður af þínum eigin þörfum,
þú lætur tískuna aldrei
stjórna þér og syndir hik-
laust á móti straumnum ef
þú telur þig þurfa þess.
Mynd 3
Siálfsrýninn,
viðkvæmur og
hugsandi
Þú ert í nánara sambandi
við sjálfan þig og umhverfi
þitt en flestir aðrir. Þú hefur
ýmugust á yfirborðs-
mennsku og þú vilt frekar
vera einn en í kæruleysis-
legum partíum þar sem
umræðuefnin eru léttvæg.
Samband þitt við þína nán-
ustu er þér mikilvægt og
gefur þér þá innri ró sem
þú þarfnast. Þér leiðist
sjaldan og getur vel verið
einn á báti um langt skeið
án þess að líða fyrir það.
Mynd 4
Jarðbundinn,
heiðarlegur og í
góðu jafnvægi
Þú ert náttúrubarn og vilt
hafa hlutina einfalda og
náttúrulega. Fólk dáist að
þér því þú hefur báða fæt-
urna á jörðinni og það er
alltaf hægt að treysta þér.
Þú veitir fólki öryggistilfinn-
ingu og gefur því ráðrúm til
að vera það sjálft. Þú ert
holdgervingur humanism-
ans og náttúruverndar-
stefnunnar. Gamlar óþjálar
hefðir og skipulag eru þér
þyrnir í augum og þér er
líka illa við yfirborðskennda
tískustrauma.
46 Vikan
Texti: Jóhanna Harðardóttir