Vikan - 16.02.1999, Side 49
Hverju svarar lœknirinn ?
Kvíðinn unglingur
Kœri Þorsteinn,
Ég skrifa þér út af ung-
lingnum mínum sem er
reyndar til fyrirmyndar í
hvívetna, duglegur og góð-
ur. Samt hef ég smá áhyggj-
ur - ekki þó mjög miklar.
Hann stendur sig vel í námi,
tónlist og íþróttum, er fé-
lagslyndur og vinsæll. Hann
er dálítið hlédrægur, þó
ekki beinlínis feiminn, enda
vanur að koma fram. Hann
hefur sig ekki mikið í
frammi og er óáreitinn.
Unglingurinn minn tekur
hlutina svolítið alvarlega,
hefur smá áhyggjur og það
vottar fyrir kvíða hjá hon-
um fyrir íþróttakeppnir og
próf. Hann á þá erfitt með
að sofna á kvöldin og það
skelfir mig því sjálf átti ég
við svefnörðugleika að
stríða, og það eyðilagði svo
sannarlega fyrir mér.
í fyrrasumar horfði ég
upp á að hann gat ekki
sofnað kvöldið fyrir leik og
honum gekk ekki vel dag-
inn eftir. Vinkona mín sem
hafði farið til Bandaríkj-
anna vildi gefa mér örfáar
töflur til að gefa honum við
svona tækifæri. Þetta er
melatonin 500 mcg. Ég
hafði lesið um melatonín og
var því ekki hrædd við það
og sonur minn sofnaði fljótt
og vel og vaknaði frískur.
Nú eru töflurnar löngu
búnar og þær fást ekki hér á
landi. Er hægt að fá þær hér
og þá hvernig? Hvernig er
hægt að halda svona góðum
efnum frá okkur, ungum
sem öldnum?
Unglingurinn minn vill
ganga menntaveginn, -
langa leið. Sá sem ekki get-
ur sofið kemst ekki á leið-
arenda. Ég vil því leita úr-
ræða fyrir hann til að læra
slökun sem verkar- þó að
ég vilji einnig hafa melatón-
in við höndina.
Nú langar mig til að leita
ráða hjá þér. Unglingar eru
fæstir innstilltir á tímafrek-
ar æfingar í einhverju sem
er óljóst fyrir þeim. Ég held
að minn unglingur vildi síð-
ur vera í hópi fólks á slök-
unarnámskeiði. Maður
heyrir talað um líföndun,
dáleiðslu, jóga og ótalmargt
fleira, en ef til vill er eitt
öðru betra fyrir ungling og
árangur fljótari að koma í
Ijós.
Að endingu vil ég árétta
að unglingnum mínum líður
mjög vel að jafnaði. Hann
er ákaflega sæll og gengur
vel. En svo koma þessar
spennuþrungnu stundir og
þá væri gott að kunna ráð
til að hafa vald yfir sjálfum
sér. Svona spennuþrungnar
stundir eiga það líka til að
fjölga sér og vaxa, það veit
ég af eigin raun.
Með kœrri kveðju,
Móðir
Kœra Móðir
Þakka þér fyrir bréf þitt,
þakka þér fyrir að segja
okkur frá unglingnum þín-
um, til hamingju með þenn-
an frábæra dreng þú átt
það sannarlega skilið að
eiga svona einstakan ung-
ling. Kvíði eða spenna fyr-
ir því sem er framundan er
vissulega mjög algeng
ástæða svefnleysis, sem
reyndar leiðir oft til víta-
hrings svefnleysis því ein-
staklingurinn tekur að
kvíða svefnleysinu líka. Það
er því nauðsynlegt að
kunna einhver ráð til að
sofna þegar mikið liggur
við. Þú nefnir melatonin, en
það er eitt af þessum nátt-
úrulyfjum sem virðast geta
lagað sum léttari svefn-
vandamál, en er oftar notað
til að hjálpa líkamanum til
að jafna tímamun á ferða-
lögum. Melatonin er hægt
að fá hér á landi, en læknir
þarf að sækja um undan-
þágu til lyfjanefndar og
rökstyðja hvers vegna hann
vill nota melatonin en ekki
eitthvað annað. Mér er sagt
að það sé nokkuð dýrt að fá
það þannig. Svefnlyf ávísuð
af læknum eru töluvert not-
uð en ávani er hætta sem
fylgir þeim. Vissulega eru
til lyf sem fullyrt er að ekki
séu ávanabindandi, en oft
er erfitt að greina á milli
vanabundinnar hegðunar,
þ.e. geta ekki sofnað nema
að taka töfluna sína, og
ávana sem er nánast fíkn.
Eg veit um marga, sem búa
við sama vanda og sonur
þinn, og veistu að sumum
dugar að vita af úrræði uppi
í skáp og þá róast þeir að-
Engiferte við kvefi
I engifer eru mörg góð efni, meðal annars sterkar
olíur sem kalla fram hinn dásamlega kryddilm.
Engiferrrót hefur í aldaraðir verið notuð við gigt og
meltingartruflunum sem stafa af skemmdum mat.
En engiferinn hefur fleiri góða eiginleika; hann eyk-
ur blóðstreymið í líkamanum og hefur þótt feikilega
góð vörn gegn kvefi og flensu. Best er að laga te
af engiferrótinni, þá er ein teskeið af hakk-
aðri engiferrót sett í bolla af sjóðandi vatni og
látið bruggast í 5-10 mínútur. Góður drykkur
á köldum vetrardegi.
Þorsteinn Njálsson heimilislæknir
eins niður og sofna án lyfja.
Enn aðrir nota venjuleg
verkjalyf með áran^ri, e.t.v.
er það bara trúin. Eg man
eftir gömlum karli sem
hafði eitthvað snúið lyfjun-
um sínum við og ákveðið
að C-vítaminið hans væri
svefntöflurnar, það hreif
alltaf og hann gat ekki sofn-
að án þess að taka það.
Svona er nú máttur hugans
og trúarinnar. Almennar
ráðleggingar við svefnleysi
eru margar. Reynið að forð-
ast kvöldfréttirnar, slökkvið
á sjónvarpinu klukkustund
áður en þið ætlið að fara að
sofa. Gott er að hreiðra um
sig og lesa bók, spjalla sam-
an, hlusta á róandi tónlist
og drekka gjarnan eitthvað
heitt, heitt vatn, kakó eða
flóaða mjólk, gjarnan með
heilli kardimommu út í.
Skríða síðan upp í rúm og
reyna að hugsa um eitthvað
sem skemmtilegt væri að
dreyma um. Og veistu að
þó hann sé ungur getur
hann haft gagn af slökunar-
og dáleiðsluspólum sem
hægt er að fá víða, m.a. í
bókabúðum, heilsubúðum
og apótekum. Kúnstin er að
gleyma sér, dreifa hugan-
um, þá nær maður að líða
inn í draumalandið.
Góða nótt
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?"
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Netfang: vikan@frodi.is
Vikan 49