Vikan


Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 2

Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 2
Lcikkoniiii oji lcikstjórinn Hclga Vala Hclgadóttir. Hiin fór ckki auiivcldustu lcióina í fyrsta lciksf jóra- vcrkcfninu sínu og var ann- U" ar stjórncnda á iippfærslu á Brúðkaupi Fígarós scni sctt var upp á Akurcyri af siing- dcild Tónlistarskólans. Helga Vala á ekki langt að sækja leik- listarhæfileikana því hún er dóttir eins ástsælasta leikara íslands, Helga heit- ins Skúlasonar og Helgu Bachmann leikkonu. Sem nýút- skrifuð leikkona hef- ur hún nú þegar spreytt sig sem leik- stjóri og á frumsýn- ingu fékk hún það hrós að hún hefði hæfileikana því hún væri passlega leiðin- leg á köflum. ^rumraun Helgu Völu var uppsetning söng- deildar Tónlistarskól- ans á Akureyri á óperu Mozarts, Brúðkaupi Fíg- arós, en það voru kennarar og nemendur skólans sem réðust í það verkefni. Djörf frumraun Stjórnandi uppsetningar- innar var stjórnandi söng- deildar skólans, Jóhann Smári Sævarsson, en að sögn Helgu Völu er hann kjarnorkumaður, enda gerði hann allt sjálfur sem hann mögulega gat tengt upp- færslunni. Hann þýddi tal- sönginn á íslensku, stjórnaði tónlistinni og þjálfaði söngv- arana, hannaði leikmyndina og leikskrána. Að því kom þó að hann strandaði ein- hvers staðar og þá hóaði hann í Helgu Völu til að stjórna leikrænni hlið sýn- ingarinnar. Frumraun Helgu Völu sem leikstjóra var því ekki af einfaldara taginu. "Þetta var alveg rosalega gaman og með þessu verkefni sé ég líka hvað ég lærði mikið í leiklistarnáminu," segir Helga Vala. "En ég var nátt- úrlega ekki ein í þessu verk- efni því Jóhann Smári var búinn að undirbúa þetta rnikið en sem annar af leik- stjórum sýningarinnar þá fann ég hvað lítið er hægt að gera þegar maður er búinn að skila verkefninu frá sér. Ég sat og engdist úti í sal á frumsýningunni. Fékk nett magasár en það stóðu allir sig betur en ég nokkurn tíma þorði að vona." Róleg á frumsýningar- daginn Helga Vala lék eftir ára- mótin hjá Leikfélagi Akur- eyrar í verkinu Systur í syndinni. Það voru því hæg heimtaökin að taka að sér uppfærsluna hjá söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri á Brúðkaupi Fígarós. Helga Vala hefur þó kvatt Akur- eyri í bili og er aftur komin til Reykjavíkur, þar sem hún býr. "Nemendur og kennar- ar söngdeildarinnar byrjuðu að æfa sönginn fyrir óper- una í nóvember í fyrra og það er aðdáunarvert enda allt þetta fólk áhugafólk sem er að þessu utan síns vinnu- tíma. Með þetta í huga bjuggust ekki allir við því að þessi sýning næði að verða að veruleika og gengi hrein- lega upp en annað kom á daginn." Margir söngvarar sýning- arinnar eru að ljúka námi frá Tónlistarskólanum og nefnir Helga Vala að með tilliti til þess að þeir fari í frekara nám í óperusöng þá hafi nemendurnir haft mjög gott af því að taka þátt í uppfærslunni vegna leik- rænu hliðarinnar. Miklar kröfur séu gerðar til nem- enda í óperusöng og þess krafist að þeir hafi einhverja sviðsreynslu. Þeir verði að geta sungið og leikið. En býst Helga Vala við því að hún eigi eftir að spreyta sig frekar á leik- stjórn? Það stendur ekki á svari: "Ó já. Ég fékk litla ræðu eftir frumsýninguna þar sem mér var sagt að ég hefði allt til að bera til að verða góður leikstjóri. Ég gæti verið passlega leiðinleg á köflum á æfingatímabilinu en nógu róleg á frumsýning- ardaginn. Þetta átti víst að vera hrós," segir hún að lok- um ánægð með hólið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.