Vikan


Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 8

Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 8
Kristín Sörladóttir kaffihússeigandi... skyniar meira enmargurser Gamail farmaður sem flækst hafði víða um heim- inn sagði eitt sinn í út- varpsviðtali að áhugaverð- asta fólkið væru kaffihúsa- og bareigendur. Algengt væri þegar heimsborgarar með skemmtilega lífs- reynsiu að baki settust í helgan stein, settu þeir á stofn kaffi- eða veitinga- hús. Á Laugaveginum er kaffihússeigandi sem lætur nærri að sanni þessa kenn- ingu gamla mannsins. Það er Kristín Sörladóttir í Kaffi Vín. Kristín giftist austur- rískum manni Helmut Finze og flutti með honum fyrst til Þýskalands, síðan til ír- iands og þá til Afríku. aðurinn minn vann hjá stóru þýsku byggingarfyrirtæki sem tók að sér verkefni víða um heim, aðallega byggingu hraðbrauta, brúa og verk- smiðjuhúsa. Hann var fram- kvæmdastjóri erlendra verk- efna og fór þangað sem starfið krafðist. Við kynntumst í ál- verinu í Straumsvík og ég fór fyrst með honum til Pýska- lands. Við bjuggum skammt frá Frankfurt og mér leið illa þessa átta mánuði sem við dvöldum þar. Ég talaði ekki málið og viðmót fólksins var langt frá því að vera vingjarn- legt. Við bjuggum í fjölbýlis- húsi og ég átti tvö ung börn frá fyrra sambandi. Þegar ég kom inn sá ég hvernig allar gættir opnuðust og fólk fylgdist með mér bak við hurðina allt þar til ég komst inn til mín. Þjóðverjum virð- ist einnig þykja vænna um hunda en börn svo börnin mín voru alls staðar fyrir og ekki mátti heyrast í þeim. Ég mátti heldur ekki senda þau út að leika sér í rigningu þá var lögreglunni sigað á mig. Það tíðkaðist einfaldlega ekki þarna að börn léku sér úti þegar ringdi. Að sumu leyti var mannin- um mínum um að kenna. Hann áleit að reynslan væri besti skólinn og mér hollast að læra allt af sjálfri mér og reka mig á. Ég kunni ekki málið, ekki að taka lest, var skelfingu lostin þegar kom þrumuveður og hafði aldrei ver- ið utanlands Kristín dansar hér við höfð- ingja eins ætt- bálksins en fólk- ið trúir því að höfðingjarnir búi yfir yfirnátt- úrulegum kröft- um. áður og var því alveg óvön að þufta að standa í pappírsvinn- unni sem því fylgir. Ég var mjög fegin þegar við fluttum til írlands, þar var allt annað andrúmsloft. Fólkið vingjarn- legt og skemmtilegt og landið fallegt, samt dvöldum við þar á umbrotatímum í sögu lands- ins. IRA var að endurskoða afstöðu sína til Norður-írlands og kalla að nýju til starfa gamla liðsmenn. Þeir sem skoruðust undan voru drepnir. Kristín að leiðsegja útlend- inga um landið Bauð bílstjóranum í kaffi Maðurinn minn keypti sér einhverju sinni veiðileyfi ásamt vini sínum í skógivöxn- um hæðum. Þeir fengu ekki byssuleyfi en ákváðu að fara í útilegu yfir helgi svo leyfin nýttust eitthvað. Þegar kvölda tók hófst mikil skothríð í skóginum og þeir kúrðu skelf- ingu lostnir og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í tjaldbúðum sínum. Seinna var þeim sagt að hæðirnar væru alþekkt æfingasvæði IRA sveita. Þess vegna var svo auð- velt að fá veiðileyfi. Eftir tveggja og hálfs árs dvöl á írlandi var maðurinn minn kallaður aftur til Þýska- lands. Ég neitaði að fara með honum og hélt heim með börnin. Við áttum þá tvíbura saman og hann var ósköp leið- ur að sjá að baki fjölskyld- unni. Hann bað mig eins vel og hann gat að koma til sín og þegar jólin nálguðust sá ég aumur á honum og kom út til hans. Ég sá ekki eftir því. Við bjuggum í Múnchen og þar var allt annar andi og viðhorf en í Frankfurt. Ég er fegin að hafa kynnst annarri hlið á Þýskalandi. Næst vorum við send til Nígeru. Langt út í óbyggðir á stað sem heitir Ukpilla. 300 km voru til næstu borg- ar og í 30 km fjarlægð var lítið þorp annars var bara frumskógurinn allt í kring. Við bjuggum í glæsilegu einbýlishúsi og höfðum kokk, bílstjóra og annað þjónustu- fólk. Ég var svo íslensk í mér að ég bauð bflstjóranum um- svifalaust inn í stofu í kaffi og sagði honum að koma sem oft- ast og drekka með mér bolla. Maðurinn minn benti mér á endanum á að þetta einfald- lega tíðkaðist ekki en ég lærði mikið um siði og venjur í land- inu af þessum bflstjóra mínum. Naut sérstakrar vernd- ar föður síns Hann var sonur höfðingja ættbálks nokkurs sem bjó í ná- 8 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.