Vikan


Vikan - 14.06.1999, Síða 36

Vikan - 14.06.1999, Síða 36
Larperusalat með beiKom og osta- dressingu 2 lárperur sítrónusafi u.þ.b. 1I2 jöklasalat 150 - 200 g beikon steinselja ostadressing: 50 g rjómaostur 50 g blár kastali 3 msk. rjómi 1 msk. ólífuolía salt og pipar Aðferð: Hrærið saman rjómaosti og bláum kastala. Bætið rjómanum og olíunni saman við svo að úr verði frekar þykk sósa. Bragð- bætið með salti og pipar. Rífið niður salatið og setjið það í skál. Þurrsteikið beikonið. Afhýðið lárper- urnar, skerið þær í tvennt, langsum. Fjarlægið steininn og skerið kjötið í þunna báta. Munið að velta þeim upp úr sítrónusafa. Raðið þeim yfir salatið. Brjótið beikonið og stráið því yfir ásamt steinseljunni. Berið fram með ostadressingunni. Einnig er hægt að setja blað- lauk saman við ef maður vill. Þetta salat er frábært sem forréttur, borið fram með brauði. Sítrusdesert 2 greip 3 appelsínur 3 lime 3 msk. sykur 3-4 msk. líkjör, t.d. Grand Marnier eöa það sem tilfellur Aðferð: Afhýðið ávextina og skerið þá í báta. Setjið þá í skál, stráið sykri yfir og hellið líkjörnum yfir. Þessi desert er tilvalinn á heitum sumardegi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.