Vikan


Vikan - 14.06.1999, Síða 46

Vikan - 14.06.1999, Síða 46
hún miður sín. Hvar á ég að búa? Viktoría yppti öxlum. Ég hafði ekki hugmynd um að þú byggir hér. Þú getur svo sem fengið að vera hér í eina viku meðan þú leitar þér að öðru húsnæði. Þakka þér fyrir, sagði kon- an og bauð góða nótt. Rósalía vissi að frú Mills var 59 ára en á þessu augna- bliki sýndist hún tuttugu árum eldri. Hún dró á eftir sér annan fótinn og Viktoría hugsaði mér sér hvort hún gerði það til þess að fá með- aumkvun. Ef það var til- fellið er því kastað á glæ, hugsaði hún fyrirlitlega. Hvað var það annars sem Agnes Mills hafði sagt? Að Rósalíu hefði aldrei dottið í hug að skilja hana eftir á götunni? Hvers vegna í ósköpunum hafði hún sagt það? Það gat ekki verið að hún væri búin að gleynta því hvernig Rósalía var vön að koma fram við hana! Viktoría kveikti á þremur kertum og lét vax dr júpa í kertastjakann til þess að festa þau tryggilega. Hún tók kertastjakann og tösk- una sína með sér niður í kjallarann, í leikherbergið. Það var kalt og rakt í kjallaranum og fúkkalykt af gömlu stólunum og sófan- um. Það var ekki hægt að segja að herbergið væri vist- legt. Ekki ennþá. En bráð- um yrði það eins og her- bergið sem pabbi hennar hafði ætlað að innrétta handa henni. Hún mundi hvernig hann hafði kallað hana „litlu prinsessuna" og hann þreyttist aldrei á því að segja henni hvað her- bergið yrði fallegt. Það var búið að klæða einn vegginn með panel. Lengra hafði hann ekki komist áður en hann dó. Hún beygði sig niður, opn- aði töskuna og tók frarn svörtu bókina. Aftur virti hún vandlega fyrir sér and- litin ellefu á myndinni. Hún horfði í kringum sig og rifj- aði upp hvar hvert þeirra hafði staðið fyrir átta árum þegar mamma hennar ákvað að koma henni á óvart á 16 ára afmælinu hennar. Hvernig gat henni dottið í hug að bjóða þeim? Hún mundi meira að segja eftir svipnum á andlitum þeirra þegar hún tók upp andstyggilegar gjafirnar. Mamma hennar hafði hvorki skilið upp né niður. Það hafði hún aftur á móti gert. Já, og auðvitað þau. Þessi veisla yrði öðruvísi. Já, allt öðruvísi. Hún virti fyrir sér andlitið sem var búið að draga hring utan um með rauðu tússi, strauk fingrunum blíðlega eftir sterklegri hökunni og ljósa, óstýriláta hárinu og þrýsti vörunum að rnynd- inni. Hún stakk höndunum aft- ur í töskuna og fann brúð- una sem hafði deilt með henni öllum hennar leyndar- málum frá því hún var lítil stelpa. Hún snerti blá aug- un, svart, flókið hárið og mundi hversu falleg brúðan hafði verið rneðan hún var Viktoría Louisa. Og Rósal- ía; Rósalía var horfin að ei- lífu. Eða hvað? Ertu hér enn, Rósalía? hvíslaði Viktoría. Frá brúðunni kont ekkert svar. Ertu heyrnarlaus, eða hvað? Carol þaut fram hjá bróður sínum sem lá á svefnsófanum í stofunni og greip símann. Halló? Hún beið smá stund og spurði svo: Hver er þetta? Leggðu bara á, sagði Rustý og geyspaði. Hver er þetta? spurði Carol aftur. Leggðu bara á, sagði Rustý aftur og settist upp í sófanum. Carol andvarpaði. Þetta hefði getað verið eitthvað áríðandi, sagði hún. Hvað er klukkan orðin? Carol gægðist inn um eld- húsdyrnar og leit á klukk- una. Hana vantar fimm mínút- ur í níu. Hún gekk að glugganum og dró gluggatjöldin frá. Það er sól úti, en svolítið kalt. Hvernig veistu að það er kalt? Ljós hárlokkur hékk niður á enni hennar og hún strauk hann frá andlitinu. Vegna þess að gallabuxur nágrann- ans hanga á snúrunni og það lílur út fyrir að hann sé í þeim. Rustý sveiflaði fótunum fram á gólfið og geispaði aft- ur. Laugardagur, sagði hann og virtist svekktur. Eini dag- urinn sem maður má sofa fram eftir og einhver asni ákveður að gera símaat. Systir hans kinkaði kolli. Furðulegt, ekki satt? Að ein- hver skuli nenna þessu. Hún þagnaði snögglega og bróðir hennar horfði á hana. Hefur þetta gerst áður? Af hverju sagðir þú mér ekki frá því? Hún yppti öxlum. Vegna þess að þú ert eins og pabbi, þú tekur hlutina alll of alvar- lega. Síntinn hringdi aftur. Það er komið að þér að svara, sagði Carol við bróður sinn og flýtti sér út úr eldhúsinu. Rustý tók upp tólið. Halló, svaraði hann hörkulegri röddu. Er þetta Rustý Erlich, spurði konurödd. Já. Mér var sagt að þú takir að þér smíðaverkefni. Það passar. Við hvern tala ég? Fyrirgefðu, ég gleymdi víst að kynna mig. Ég heiti Vikt- oría Louisa. Ég fann nafnið þitt á gulu síðunum í síma- skránni. Carol var meistari í að baka pönnukökur og Rustý var pakksaddur þegar hann settist upp í gamla vörubíl- inn. Um leið og hann renndi úr hlaði leit hann upp í gluggann og sá Carol standa við eldhúsborðið. Hún var einungis klædd stórum bómullarbol og lang- ir, grannir fótleggirnir blöstu við frá götunni. Gluggatjöld, hugsaði Rustý. A heimleið- inni yrði hann að kaupa rúllugardínur fyrir eldhús- gluggann. Svona nokkuð hafði aldrei angrað hann áður en for- eldrar þeirra fluttu. Pabbi þeirra þjáðist af erfiðum lungnasjúkdómi og læknir- inn hafði ráðlagt honurn að l’lytja í þurrara loftslag. Rustý varð eftir og þurfti að bera ábyrgð á sextán ára unglingi. Hann brosti með sjálfum sér. Innst inni var hann því feginn að Carol hafði viljað verða eftir hjá honum. Hann var viss um að annars hefði hann orðið einmana. En það var rneira en að segja það að bera ábyrgð á fallegum, líf- glöðum táningi. Hann mundi hvernig hann hafði verið á hennar aldri. Þegar hann stoppaði fyrir utan byggingavöruverslun- 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.