Vikan - 14.06.1999, Side 47
ina varð honum hugsað til
hringinganna sem Carol
hafði sagt honum frá. Var
einhver úr vinahópi hennar
að stríða henni? Eða gæti
það verið..? Nei, systir hans
hafði rétt fyrir sér. Hann átti
það til að taka hlutina of al-
varlega.
Rae Lemkin hafði varið
morgninum í byggingavöru-
versluninni og innkaupa-
vagninn hennar var orðinn
fullur. Hún hafði gaman af
að kaupa ósamsetta hluti og
var búin að finna allt sem
hún þurfti til þess að smíða
hillur í nýju íbúðina. Á leið-
inni að kassanum rakst
vagninn utan í ungan mann.
Hvernig væri að líta fram
fyrir fæturnar á sér? sagði
hann og nuddaði á sér fót-
legginn.
Fyrirgefðu, meiddi ég þig?
Rustý leit á hana. Ég held
ég lifi þetta af, sagði hann
svo.
Hún sá brosið í augunum
á honum og roðnaði. Þú
vildir þá kannski vera svo
góður að leyfa mér að kom-
ast framhjá þér? sagði hún
kuldalega.
Hann hreyfði sig ekki en
horfði á hana rannsakandi
augnaráði. Hún var óneitan-
leg falleg. Hárið var rauð-
gullið og þykkt og hún var
með freknur á nefinu. En
það voru augun, stór og
brún, sem fönguðu athygli
hans. Allt í einu hrukkaði
hann ennið. Ég hef séð þig
áður.
Ég man ekki til þess. Viltu
vera svo vænn að færa þig,
svo ég komist áfram.
Ég meina það. Ég hef séð
þig áður. Ég heiti Rustý Er-
lich.
Gott og vel. Ég heiti Rae
Lemkin. Ég man að þú og
Bobbý frændi minn voruð
eins og samlokur þegar þið
voruð strákar.
Ég vissi að ég hafði séð þig
áður, sagði hann og brosti
breitt. Hvar heldur hann sig
þessa dagana? Ég er vanur
að rekast á hann næstum
daglega en nú er líklega vika
síðan ég sá hann síðast.
Rae yppti öxlum. Ég hef
ekki hugmynd um hvar hann
er. Ég hef verið að reyna að
ná í hann frá því ég flutti
hingað. Vissurðu að honum
hefur verið boðið að halda
málverkasýningu í besta
galleríinu í Boston? spurði
hún brosandi.
Bobbý sagði mér frá því
síðast þegar við hittumst og
við héldum upp á það með
nokkrum bjórum. Hann
benti á bílinn hennar. Ert þú
í smíðabransanum?
Ég er nýflutt hingað og var
að kaupa mér íbúð, útskýrði
hún. Það er margt sem þarf
að gera.
Hver hjálpar þér?
Ég sjálf. Hún skellihló
þegar hún sá efasvipinn á
andliti hans. Ég ræð mun
betur við hamar og skrúfjárn
en innkaupavagna.
Hann brosti. Þú veist hvar
mig er að finna ef þig vantar
hjálp.
Rae virti hann fyrir sér
þegar hann gekk um versl-
unina. Hún hafði þekkt hann
um leið og hún sá hann.
Hvers vegna hafði hún ekki
viðurkennt það? Það var
ólíkt henni að vera með láta-
læti. Aftur á móti var það
líkt henni að verða að sanna
fyrir umheiminum að hún
geti gert allt hjálparlaust.
Auðvitað hefði hún átt að
þiggja hjálp frá honum. En
hún hlaut nú að geta sett
saman einfalda bókahillu.
Svo hann hafði heldur
ekki séð Bobbý. Hann hafði
fundið íbúðina fyrir hana og
lofað að líta til hennar um
leið og hún var flutt inn.
Hún hafði hvorki séð haus
né sporð af honum. Furðu-
legt. Hún yrði að hringja
sem fyrst í mömmu hans og
spyrja hana hvar hann héldi
sig.
Agnes Mills trúði því
varla að henni hafi verið vís-
að á götuna eftir að hafa
búið í húsi Salino fjölskyld-
unnar í 25 ár. Foreldrar
Rósalíu höfðu fullvissað
hana um að þar mætti hún
búa til æviloka, hvorki þau
né Rósalía myndu nokkru
sinni vísa henni á dyr.
Peningarnir sem hún fékk
mánaðarlega úr Salino-
sjóðnum komu nú að góðum
notum. Án þeirra hefði hún
ekki haft efni á öðrum
samastað. Hún var svo
heppin að finna litla íbúð til
leigu hinum megin við göt-
una. Hún yrði að þola sam-
búðina með Viktoríu í
nokkra daga í viðbót þar til
íbúðin losnaði. Unga konan
vakti forvitni hennar. Vissu-
lega var hún falleg og stund-
um gat hún verið indæl, en
það var eitthvað undarlegt
við hana sem erfitt var að
átta sig á.
Agnes rifjaði upp hvernig
Viktoría hafði horft á málar-
ann sent hún hafði ráðið til
þess að mála andlitsmynd af
sér. Hún hafði reyndar sent
Agnesi fram um leið og
hann kom en ekki áður, svo
hún hafði séð tælandi
augnaráðið.
Og hún hafði sama kæk-
inn og Rósalía hafði haft; að
bíta neðri vörina til blóðs
þegar hún var spennt eða
þegar eitthvað angraði hana.
Agnes lauk við að pakka
fötunum niður í tösku. Nú
átti hún bara eftir að taka
myndirnar niður af veggjun-
um, en fyrst ætlaði hún nið-
ur í eldhús og fá sér tebolla.
Hún andvarpaði og horfði í
kringum sig. Á sama tíma á
morgun yrði eins og hún
hefði aldrei búið þarna.
Viktoría læsti svefnher-
bergisdyrunum og opnaði
fataskápinn. Brúðan beið í
efstu hillunni. Hún hataði
að þurfa að vera ein í dimm-
um skápnum en þar yrði
hún að dúsa þar til hún los-
aði sig Agnesi.
Hún settist við gluggan og
lét brúðuna á gluggakistuna.
Henni var ískalt á höndun-
um. Það er vegna þess að ég
er yfirspennt, hugsaði hún
með sér. Hún tók um hend-
ur brúðunar og hallaði sér
aftur í stólnum. Hún gat
varla trúað því að stundin
væri runnin upp. Rustý var á
leiðinni til hennar, eins og
hann hafði verið í draumum
hennar öll þessi ár. Hún
hafði verið orðin úrkula
vonar um að henni tækist að
ná sambandi við hann, því
alltaf hafði kvenmannsrödd
svarað í símann. En loksins
hafði það tekist.
Hún mátti ekki til þess að
hugsa að hann byggi með
konu. Hún var viss um að
það var ekki Elaine, hún
hefði þekkt þá rödd aftur.
En hún mátti ekki láta þetta
koma sér úr jafnvægi. Hún
gat ekki ætlast til þess að
maður eins og Rustý lifði
eins og munkur meðan hún
var fjarverandi. Hún hafði
enn ekki ákveðið hvernig
best væri að losna við þenn-
an kvenmann en hún var
viss um að henni dytti eitt-
hvert snjallræði í hug.
Treystu mér Rósalína, hvísl-
aði hún. Rustý er okkar, að
eilífu.
Vikan 47