Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 52
Texti: Ásgeir T. Ingólfsson
Venjulega er megintak-
mark kvikmyndaaug-
lýsinga það að út-
skýra fyrir væntanlegum áhorf-
endum áður en þeir sjá
myndina um hvað hún fjallar.
Önnur mynd Wachowski-
útskýra hvernig myndin vísar í
Biblíuna, heimspekisöguna,
goðafræðina, Lísu í Undralandi
og Hong Kong-hasarmyndir
John Woo til að sýna fram á að
hinn svokallaði raunveruleiki -
eða "Matrix" - sé í raun tölvu-
bræðranna fer þveröfuga leið,
hún spyr áhorfendur um hvað
hún sé. Eina leiðin til að svara
þeirri spurningu fullnægjandi er
náttúrlega að sjá myndina, sem
gæti skýrt af hverju hún er vin-
sælasta mynd ársins vestra -
sem gerist í þessu sólkerfi. Önn-
ur skýring er þó sjálfsagt sú að
margir þurfa að fara oftar en
einu sinni til að geta svarað
þessari spurningu: Hvað er
Matrix?
Trúarleg sólgleraugna-
dæmisaga?
Svörin við þessari spurningu
hafa verið misjöfn. Sumir tala
um rándýra sólgleraugnaauglýs-
ingu, sem sé á góðri leið með að
gera Keanu Reeves að kyntákni
á nýjan leik, aðrir tala um að
myndin sé trúarleg dæmisaga.
Hvort tveggja er þó líklega ein-
földun. Ef þú ætlar að svara
þessu almennilega verðurðu að
52 Vikan
búin veröld hönnuð af illgjörn-
um geimverum sem hafa mann-
kynið fyrir þræla - fyrir utan
það að vera sýnikennsla í því að
handleika skotvopn og ganga
með sólgleraugu svo tekið verði
eftir. Teljið svo núna hvað þið
þurftuð að lesa setninguna hér
á undan oft til að skilja hana, þá
vitið þið hvað þið þurfið að sjá
myndina oft.
Blóð, sviti og tár - og
miklar pælingar
En ef það er erfitt að fá botn
í myndina þá var ennþá erfið-
ara að gera hana. Leikstjórarnir
tveir settu leikurunum tvö skil-
yrði. Annars vegar þyrftu þeir
að geta útskýrt hvað Matrixið
er og hins vegar þyrftu þeir að
þjást fyrir það. Þjáningin fólst í
sex mánaða æfingum, enda
munu bardagaatriðin vera þau
svakalegustu sem sést hafa og
menn í Hollywood greinilega
búnir að læra að fyrst það er
ekki hægt að kenna Van
Damme og Seagal að leika þá
þurfi að kenna leikurunum að
slást. En fyrst þurftu leikararnir
að útskýra hverju þeir væru að
fara að leika í. Ekki minni
mönnum en Leonardo
DiCaprio, Brad Pitt og Will
Smith (sem þurfti að gera upp á
milli kvikmyndaleiks/söngferils
og Harvard) vafðist tunga um
tönn þannig að Keanu Reeves
fer með aðalhlutverkið, enda
búinn að prenta orðið "dude"
stórum stöfum í ensku orða-
bókina með túlkun sinni á
seinni hluta Bills og Teds,
heimskustu snillinga kvik-
myndasögunnar. En þrátt fyrir
að persónurnar hafi verið mis-
gáfaðar og leikhæfileikarnir
umdeildir (misskildir vil ég
meina) þá ber nær öllum sam-
leikurum hans í gegnum tíðina
saman um að hann sé einn sá
allra gáfaðasti í þeirra stétt.
Hann byrjaði til dæmis að lesa
Shakespeare ungur að aldri -
ótilneyddur - og hefur síðan
leikið Hamlet á sviði og tókst
meira að segja að leika bróður
Denzel Washington í Ys og þys
út af engu. Meðal mótleikara
hans er svo Laurence Fis-
hburne, en hann er einnig
kunnugur þjóðskáldinu breska
eftir að hafa fyrstur svartra
manna túlkað márann Óþelló í
kvikmynd.
Að þessu sinni leikur Fish-
burne Morpheus, lærimeistara
hins unga Neo (Reeves), sem
kennir honum að hann geti
stjórnað efni með hugsuninni
einni saman. Neo lendir í tilvist-
arkreppu ekki ólíkri raunum
Trumans Burbank - og raunar
Reeves ef út í það er farið.
Hann er einn sérvitrasti leikari
Hollywood, býr í ferðatösku og
hverfur algerlega úr sviðsljós-
inu á milli mynda. Það er eins
og hann hafi skilið að hann búi
í gerviheimi, það eru allir í
kringum hann að leika, rétt eins
og í sápuóperu Trumans. Ein
þeirra er Carrie-Ann Moss, sem
leikur Trinity í The Matrix og
virðist líkleg til að nota hana
sem svipaðan stökkpall upp á
stjörnuhimininn og Sandra
Bullock gerði í Speed. Ofan í
kaupið herma öruggar heimild-
ir að hún hafi að auki krækt í
Reeves - og er það merkilegt
nokk fyrsta almennilega slúður-
sagan sem fæst staðfest um Ke-
anu okkar. Þau fá þó lítinn tíma
fyrir tilhugalífið, það er von á
tveim myndum í viðbót sem
koma að líkindum um það leyti
sem við verðum búin að fá botn
í þessa.
Molar:
• Leikstjórarnir ungu, bræðurnir
Larry og Andy Wachowski,
sem báðir eru yngri en aðal-
leikarinn Reeves, hafa áður
leikstýrt lesbíutryllinum
Bound - en byrjuðu þó sem
teiknimyndahöfundar hjá
Marvel, fyrirtækinu sem færir
okkur meðal annars Könguló-
armanninn - mynd sem síð-
ustu fréttir herma að þeir
muni leikstýra. En fyrst þurfa
.þeir víst að klára Matrix
númertvö og þrjú.
• Sumar tæknibrellurnar í
myndinni eru meðal þeirra
ótrúlegustu sem sést hafa.
Mesta athygli hefur hinn svo-
kallaði "kúlnatími" fengið -
þar sem leikararnir virðast
hreyfa sig hraðar en byssu-
kúlur - svona ekki ósvipað
Lukku-Láka.
• "Það þurfti brjálæðislega
vinnu til að leika aðalhlut-
verkið í myndinni. Þar af leið-
andi þurftum við brjálæðing í
hlutverkið. Keanu var okkar
brjálæðingur". - Wachowski
bræður um fyrsta fund þeirra
og Keanu Reeves.