Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 55
eins mikið út úr hnuplinu og
áður. Ég gerðist djarfari og
stal vönduðum, rándýrum
tískufötum. Vinkonur mín-
ar höfðu á orði við mig hvað
ég væri alltaf vel klædd og
það væri greinilegt hversu
dýr fötin mín væru. Þessi
orð þeirra kitluðu hégóma-
girnd mína og ég naut þess
að vera sem oftast í nýjum
fötum. Ég stal líka dýrum
fylgihlutum eins og skóm,
töskum og beltum. Fata-
skápurinn var að springa og
á endanum pakkaði ég niður
slatta af fötum í kassa og
geymdi þau úti í bílskúr. Ég
sé það núna, þegar ég hugsa
til baka, að á þessu tímabili
var ég farin að storka örlög-
unum og ætla mér of stóra
hluti. Ég fór mér þó að
engu óðslega, að því er ég
hélt, og taldi mig orðna það
sjóaða í þessum bransa að
ekkert gæti brugðið út af.
Svo gerðist það að ég var
staðin að verki og það er
gjörsamlega ólýsanleg kvöl
að hugsa um það, hvað þá
að segja frá því. Ég var
stödd í verslun í Kringlunni
og var komin í þennan
hnuplham eins og ég kalla
þetta ástand stundum. Ég
var búin að kanna aðstæður
lauslega og var örugg með
mig þegar ég strunsaði inn í
búningsklefa með fangið
fullt af fötum. Ég var búin
að brosa kurteislega til af-
greiðsludömunnar og biðja
um leyfi til að rnáta. Flíkina
sem ég hafði augastað á
hafði ég vafið vandlega sam-
an inn á milli annarra svo að
ekki sæist í hana. Við hjónin
vorum að fara í spennandi
matarboð þá um kvöldið og
ég ætlaði að vera sérstaklega
glæsileg. Ég tróð kjólnum
ofan í töskuna mína, beið
dálitla stund inni í klefanum
og gekk síðan brosandi í átt-
ina að útgangi verslunarinn-
ar eins og ég væri mjög yfir-
veguð og róleg. Þá var
skyndilega gripið ákveðið í
öxlina á mér og ég hrökk
við. Árvökul afgreiðslu-
stúlka hafði verið að fylgjast
með mér og greip mig glóð-
volga. Mér var svakalega
brugðið og ég hélt að það
myndi líða yfir mig. „Má ég
sjá ofan í töskuna þína?"
spurði stúlkan hvöss á svip.
„Nei!" svaraði ég um hæl og
reyndi að slíta mig lausa, al-
veg skelfingu lostin. Þá varð
hún bara enn ákveðnari, reif
af mér töskuna og dró kjól-
inn upp úr henni, sigri hrós-
andi á svip. Ég hélt að ég
myndi deyja á þessari
stundu af niðurlægingu og
skömm og ég fór að gráta.
Ég var algjörlega miður mín
og það var eins og öll spenn-
an frá þessum fimmtán ára
hnuplferli mínum heltæki
mig. Allan þennan tíma
hafði þetta verið það sem ég
óttaðist mest og ég hafði
leikið mér stöðugt að eldin-
um; gælt við logana án þess
að brenna mig. En nú var
ég illa brunnin og spurning
um hvort sárin næðu
nokkurn tíma að gróa.
Það var hringt á lögregl-
una og í kjölfarið fylgdi yfir-
heyrsla og skýrslugerð. Ég
snökkti allan tímann og
skalf. Til allrar hamingju
var lögreglumaðurinn sem
fékkst við þetta mál hið
mesta ljúfmenni og kom
fram við mig af kurteisi og
hlýju, sem mér fannst ég
ekki eiga skilið þá. Verslun-
in ákvað að falla frá kæru og
ég held að það sé honum að
þakka. Ef hann les þetta þá
veit hann örugglega hver ég
er og ég vil nota tækifærið
og þakka honum stuðning-
inn. Hans vegna tókst mér
að haldi broti af reisn minni
og leita mér aðstoðar vegna
þessa vandamáls. Ég fór til
sálfræðings og í sameiningu
komumst við að því að rót
vandans væri ekki sú að ég
væri ómerkileg, stelsjúk
kona heldur hefði ég verið
óhamingjusöm yfir ákveðn-
um þáttum í lífi mínu alla
tíð. Ég hafði ekki stjórn á
umhverfi mínu og aðstæðum
og fékk útrás fyrir spennuna
með búðarhnupli.
Ég hef síðan kynnt mér
töluvert um stelsýki og
komst m.a. að því að sam-
kvæmt bandarískum rann-
sóknum stela fjórir af hverj-
um tíu úr búð einhvern tíma
á lífsleiðinni. Það er hátt
hlutfall og fyrirtæki þurfa að
hækka verðið á vörum sín-
um vegna þessa en það
kemur auðvitað niður á
neytendum.
Án nokkurs vafa er þetta
fíkn því þó að ég hafi engu
stolið í rúmlega tvö ár, þá
kemur einstaka sinnum yfir
mig sterk löngun til að
stinga einhverju smálegu
ofan í veskið mitt. En ég læt
það ekki gerast lengur því
ég er meðvituð um vandann
og nú ég er við stjórn."
lesandi segir
Hrund
Hauksdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meö okkur? Er eitthvaö
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Pér er velkomið aö
skrifa eöa hringja til okk-
ar. Viö gætum fyllstu
nafnleyndar.
Ilciiiiilisi'augiö er: Vikan
- „Lílsreynslusaga“, Seljavegur 2,
101 Reykjavík,
Netlang: vikan@rrodi.is