Vikan


Vikan - 14.06.1999, Side 56

Vikan - 14.06.1999, Side 56
Karlmenn þjást af kynlífsvandamál- um ekki síður en konur. Hérna kemur listi yfir al- gengustu vanda- málin og ráð til kvenna um hvern- ig þær geti hjálp- að þessum elskum að yfirstíga þau. Að vera með of lítið typpi Stærðin á karlmennskutákninu, sjálfu typp- inu, skiptir gífurlega miklu máli fyrir alla karlmenn. Þeir karlmenn sem eru með lítið typpi þjást mjög oft sökum þess. Konur geta best hjálpað þeim út úr þeim vanda með því að ræða ekki stærðina við hann eða velta honum upp úr því. Sé kynlíf ykkar í góðu lagi þá bentu honum á að typpa- stærðin segi ekkert til um hversu gott kynlíf þið eigið. Tjáðu honum ást þína og reyndu að draga fram það jákvæða. Að vita ekki hvernig forleik hún vill Flestar konur þurfa lengri forleik en karlarnir til að fá fullnægingu. Fái hann fullnægingu á undan henni upplifir hann sig sem misheppn- aðan í rúminu. Ræddu við hann um hversu langan forleik þú þarft og sýndu honum hvaða staðir á lík- amanum eru næmastir. Að hún geri sér upp fullnægingu Oft á tíðum fá karlmenn fullnægingu á undan konum. Þeir eiga erfitt með að halda áfram eftir að sáðfall hefur átt sér stað. Margar konur gera sér upp fullnægingu til að særa ekki bólfélaga sinn. Kynin fá fullnægingu á ólíkan hátt og því ekkert óeðlilegt að hún komi ekki samtímis. Segðu honum satt ef þú hefur ekki fengið fullnægingu. Þú getur útskýrt fyrir honum hvað þér finnst best eða að þér hafi þótt for- leikurinn of stuttur. Stundum er fólk illa fyr- irkallað, of þreytt eða stressað og nær ekki að slaka á og því getur biðin eftir fullnægingunni reynst löng og erfið fyrir báða aðila. Að hún vilji ekki eiga við mig munnmök Margir karlmenn þora ekki að biðja sína heittelskuðu um að eiga við sig munnmök. Sumar konur eru alls ekki tilbúnar til þess og þá þýðir ekki að þrýsta á þær. Kannski horfir málið öðruvísi við ef hann vill líka eiga munnmök við hana. Ræðið um málið og útskýrið sjónarhorn ykk- ar. Það er ekki sjálfgefið að vilja stunda munnmök og því verður að taka tillit til beggja aðila. Að standa sig ekki nógu vel í rúminu Karlmenn falla oft í þá gryfju að meta gæði kynlífs eftir fjölda fullnæginga. Þeir gleyma oft forleiknum og að láta sér líða vel saman á eftir (snúa sér þess í stað á hina hliðina og sofna). Konur meta kynlífið á annan hátt. Þú getur verið viss um að konan kann vel að meta góðan forleik og síðan kelerí að loknum samförum. Kossar og faðmlög gera ótrúlega mikið fyrir sambandið. Ræddu af hreinskilni við manninn þinn ef þú ert ekki ánægð með frammistöðu hans í rúm- inu. Ef hann snýr sér á hliðina og hrýtur eftir fjörugar æfingar, láttu hann þá vita að það pirri þig. Þú viljir lengja stundina örlítið og gera þetta meira spennandi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.