Vikan


Vikan - 14.06.1999, Side 58

Vikan - 14.06.1999, Side 58
Umsjón: Margrét V. Helgadóttir Búðarborð ■Hnsm Mál: Sjá meðfylgjandi mynd. Effni: Við mælum með furu en það má auðvitað nota annars konar efnivið sem Sumarið er tími útileikja. Drullukökubú hafa löngum notið mikilla vinsælda, að ekki sé minnst á búðarleiki þar sem steinar og gras eru söluvaran. Fyrir laghenta foreldra er upplagt að smíða litla búð þar sem bæði má versla og búa til drullukökur. Trélím Sandpappír Akrýlmálning í uppáhalds- litunum Skrúfur Áhöld: Sög Borvél Skrúfjárn Byrjið á að saga efnið út samkvæmt uppgefnum mál- um. Rúnnið kantana og pússið allar spýturnar með sandpappír. Málið spýturnar og mynstur á þær í uppáhaldslitnum. Látið málninguna þorna al- veg áður en spýturnar eru festar saman. Merkið inn á hliðarspýturn- ar hvar á að bora fyrir hill- unum og framhliðinni (sjá teikningu). Reynið að vera mjög nákvæm. Fimm hillur voru sagaðar út. Tvær þeirra mynda framhlið búðarinnar, þriðja er hilla undir toppstykkið, sú fjórða er hið eiginlega búðarborð og fimmta nýtist sem hilla á innanverðu búðarborðinu. Athugið að hægt er að hafa eina hilluna sem framhlið og fá þannig aukahillu í búða- borðinu (sjá teikningu). Borið nú göt fyrir trétapp- ana sem síðan halda tré- verkinu saman. Tvö göt eru boruð í hverja „stutthlið" en þrjú göt í hverja „langhlið”. Setjið lím í götin og festið tappana í. Setjið saman eins og gert er á myndinni. í lokin eru fæturnir settir undir. Borið þrjú göt á hvorn þríhyrning og sam- svarandi á hliðarspýturnar. Berið lím á þríhyrningana og skrúfið þá síðan fasta. Búðin verður miklu stöðugri með því að hafa fæturna. Til að halda búðinni stöðugri er gott að festa vinkiljárn í þau horn sem mæðir mest á. þolir bæði að vera inni og úti. 2 x hliðar -140 sm á lengd og 30 sm á breidd 5 x hillur - 80 sm langar og 25 sm breiðar lx toppstykki - 80 sm langt og 30 sm breitt 2 x fætur - þríhyrningar þar sem önnur stutthliðin er 40 sm löng en hin 15 sm 30 x trétappar - 8 mm í þver- mál Vinkiljárn 55 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.