Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 60
 TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON MÓDELIÐ OG MILLINN Auðkýfingurinn og kvennabósinn Donald Trump hefur nú sam- einað vinnu og áhugamál og stofnað fyrirsætuskrifstofu sem kallast Trump Management. Hann ætlar sér stóra hluti í tísku- heiminum og ein af fyrstu fyrirsætunum sem færðu sig yfir til skrifstofu hans var slóvenska þokkadísin Melanie Knauss en hún hefur verið kærasta milljónamæringsins undanfarna mán- uði. Knauss er rísandi stjarna í bransanum og samband hennar og Trump hefur komið sér vel fyrir hana. Hún hefur þegar setið fyrir í auglýsingaherferðum fyrir BMW og Concord armbandsúr auk þess sem hún var á forsíðu tímaritsins Ocean Drive í apríl. Trump segir að Knauss þurfi ekki á sinni hjálp á halda til að komast á toppinn. "Melanie er einstaklega falleg," segirTrump. "Hún á alveg skilið að vera á forsíðunni og mörgum fleiri forsíð- um í framtíð- inni." Knauss veit vel að Trump er mikill kvennabósi en hún heillast af honum. "Hann hefur ótrúlega góðan smekk. Allt sem hann snertir verður aðgulli," segir stúlkan. ^ EKKERT GENGUR UPP Söngkonunni og dansar- anum Paulu Abdul hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið. Á síðasta ári sótti hún um skilnað frá eiginmanni sínum, Brad Beckerman, eftir rúmlega eins árs hjónaband, og hún bar honum ekki vel söguna. í skemmtanaiðn- aðinum hefur einnig gengið brösuglega og alltaf frestast að gefa út fyrirhugaðan geisladisk með öllum vinsælustu lögum hennar. Söngleikur sem Abdul tók þátt í á Broadway var líka settur í salt vegna dræmrar að- sóknar. Til að kóróna allt saman stendur Abdul að auki í dómsmáli gegn at- hafnamönnum í Los Ang- eles sem lofuðu að borga henni rúmar 8 milljónir króna fyrir að koma fram á góðgerðarsamkomu í fyrra. Hún stóð við sinn hluta samkomulagsins en hefur enn ekki fengið eyri frá skipuleggjendunum. * ENGIN AST I SPILINU Bítillinn Paul McCartney varð argur út í breska fjöl- miðla i vor þegar þeir birtu fréttir af því að hann ætti í ástarsambandi við bestu vinkonu látinnar eigin- konu sinnar. Sú saga barst út eins og eldur í sinu að Paul væri í tygjum við Sue Timney, 52 ára og þriggja barna móður, sem vann mikið með Lindu McCartn- ey að góðgerðarmálum. "Þessar aðdróttanir eru ekki á rökum reistar og einkar ósmekklegar," sagði Paul eftir að breskt blað birti fréttina. "Sue Timney vann með Lindu við ýmis verkefni og þar sem fjöl- skylda mín hefur reynt að halda áfram að vinna þau verk, sem Linda var að vinna að, þá höfum við, ég og dóttir mín, Mary, unnið með Sue undanfarið. Hún er ekki einu sinni náinn vinur og öll okkar samskipti hafa verið viðskiptalegs eðlis. Það væri óskandi að dagblöðin hefðu fyrst samband við mig til að fá staðreyndir málsins áður en þau byrja að breiða út heimskulegar kjaftasögur." ' EKKIOFGOMUL Leikkonan fagra, Isabella Rossellini, fagnar 47 ára afmælinu hinn 18. júní. Forráðamönnum Lacöme snyrtivöru- fyrirtækisins þótti hún vera of gömul til að vera andlit þess í auglýsinga- herferðum en Isabella er ekki af baki dottin og hefur nú sett sína eigin snyrtivörulínu á markað. Hún kallast Manifesto og á eflaust eftir að verða áberandi í þeim geiranum næstu misserin. Það er vonandi að leikkonunni farnist betur í viðskipta- lífinu en í ástarmálunum. Isabella á tvö misheppnuð hjónabönd að baki. Seinni eiginmaður hennar var leik- stjórinn Martin Scorsese en síðar tók hún saman við annan leikstjóra, David Lynch. Hún var einnig í tygj- um við ballettdansarann Mikhail Baryshnikov, leikarann Gary Oldman og leikstjórann og kvikmyndafram- leiðandann Gregory Mosher. Ekkert þessara sambanda gekk upp. " GOMUL STJARNA Kathleen Turner var eitt sinn "heitasta" leikkonan í Hollywood. Hún var vinsæl kynbomba með góða kímnigáfu og ævintýrakómedíurnar Romancing the Stone og Jewel of the Nile þóttu vel heppnaðar. Nú er öldin önnur og Turner fær aðeins aukahlutverk í frekar ómerkilegum myndum. Félagar hennar í Hollywood eiga það til að gera grín að henni og leikarinn Kevin Spacey er þekktur fyrir að herma hressilega eftir Turner. "Ég er Kathleen Turner og þú er svo heppin að fá að kynn- ast mér," og fleiri álíka gullsetningar eru vinsælar þegar Spacey gerir grín að stjörnunni. Kunnugir segja að hann hitti naglann beint á höfuðið því Turner er sögð enn vera stór- stjarna í eigin huga. Sonia Braga verður 48 ára hinn 16. júní. Afmælisbörn vikunnar 14. juní: Steffi Graf (1969), Yasmine Bleeth (1968), Boy George (1961), DonaldTrump (1946) 15. júní: lce Cube (1969), Dina Meyer (1969), Courteney Cox (1964), Helen Hunt (1963), James Belushi (1954) 16. júní: Jenny Shimizu (1967), Sonia Braga (1951) 17. júní: Jason Patric (1966), Greg Kinnear (1963), Barry Manilow (1943) 18. júní: Isabella Rossellini (1952), Isotta Rossellini (1952), Paul McCartney (1942) 19. júní: Mia Sara (1967), Paula Abdul (1962), Kathleen Turner (1954), Salman Rushdie (1947), Gena Rowlands (1930) 20. júní: Nicole Kidman (1967), John Gudman (1952), Danny Aiello (1933), Mart- in Landau (1931).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.